Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. aprfl 1979. 5 Btefna Verslunarráðs Isiands i efnahags- og atvinnumálum Frjáls verðmyndun og útboð opin- berrar þjónustu á ýmsum sviðum AM — 1 gær bo&aöi Verlsunaraáð tslands til blaöamannafundar i þeim tilgangi aö kynna núútkom- iö rit, „Stefna Verslunarráðs ts- lands i efnahags- og atvinnumál- um,” en drög a& stefnu rá&sins vorulögö á stjórnarfundi þann 12. september 1977 og þá kjörin sjö manna nefnd til þess aö undirbúa slika stefnuskrá fyrir aöalfund. Voru tillögur nefndarinnar sam- þykktar samhljóöa á a&alfundi en greinargerö hennar slöan umrit- uö og samhljó&a samþykkt á stjórnarfundi hinn 12. febrúar sl. Hjalti Geir Kristjánsson formaöur Verslunarráös geröi i upphafi grein fyrir helstu atriöum stefnu VI og lagöi áherslu á hve aöild aö ráöinu er fjölbreytt og þaö því kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki, til þess aö móta heildarstefnu i efnahags- og at- vinnumálum. Hjaltí sagöi, aö i hnotskurn mættí telja stefnu VI felast i eftir- farandi sjö liöum: 1. Aö frjálst markaöshagkefi og jafnrétti milli fyrirtækja og at- vinnuvega veröi grundvallar- skipulag efnahagsllfsins og nauö- synleg sameiginleg útgjöld veröi aölöguö þvi hagskipulagi. 2. Aö ráöiö veröi niöurlögum veröbólgunnar meö markvissri efnahagsstefnuog sá árangur siö- an varöveittur til frambúöar. 3. Aö verömyndun veröi gefin frjáls og samkeppni örvuö til aö lækka verölag og auka hag- kvæmni atvinnulifsins. 4. Aö gildi frjáls sparnaöar i þágu aröbærs reksturs og fjár- festinga veröi endurvakiö meö fr jálsri ákvöröun vaxta og bætt- um skilyröum atvinnurekstrar til arögreiöslna, þannig aö arösemi veröi helsta leiöarljós I fjárfest- ingum og atvinnurekstri. 5. Að friverslun veröi óskoraö stefnan i utanrikisviöskiptum og frjálst gjaldeyrisviöskipti veröi innleidd samhliða afnámi aö- flutningagjalda og upptöku auö- Tilboð opnuð I gatnagerð I Breiðholti II Ýtutækni með tílboð 20% undir kostnaðaráætíun Kás — Á fundi borgarrá&s fyrir stuttu voru opnuð tilboö I gatna- gerö i Breiöhoiti II, fyrir nýtt einbýlishúsahverfi. Nokkur tilboö bárust. Lægsta tilboö var frá Ýtutækni, sem hljó&a&i upp á 113 millj. kr., og er þaö rúmlega 20% undir þvi veröi sem áætlaö var aö verkiö kostaði samkv. kostnaöaráætl- un starfsmanna borgarinnar. Akvaö borgarráö aö taka tílbo&i Ýtutækni. Hæsta tilboð hljóöaöi upp á næstum þvi 150 millj. kr., þann- ig aö verulegur munur var á þvi næsta og þvi lægsta. lindaskatts til nýtingar á fiski- miöunum. 6. Aö tekiö veröi upp nýtt skatt- kerfi, þar sem sköttum er fækkaö og skattheimtan takmörkuö viö þriöjung þjóöartekna. 7. Aö opinber gjöld og umsvif veröi takmörkuö og endurskipu- lögö samhliöa alhliöa endurbót- um á hagstjórn og fjármálum hins opinbera. Arni Arnason, sem vann meö nefndinniaö gerö stefnuskrárinn- ar geröi þvi næst grein fyrir ein- stökum liöum ogvék fyrst aö hug- myndum ráösins um frjálst markaöshagkerfi. Einkaaðilar taki að sér ýmsa hluta almanna- þjónustu Stefnuskráin gagnrýnir að á liðnum árum hefur hiö opinbera samhliöa aukinni skattheimtu og auknum almennum útgöldum aukið umsvif sin I margvislegum atvinnurekstri þar sem enga nauösyn ber til. Væri æskilegast að opinber þjónusta t.d. á sviði heilbrigöismála, tryggingamála og menntamála yröi fjármögnuð og skipulögö þannig, aö einkaaö- ilar gætu veitt þjónustu á þessu sviöi tíl jafns viö opinbera aðila. Einnig sé æskilegt að opinberar framkvæmdir, fjárfestíngar og þjónusta veröi boðnar út, eins og frekast er kostur, meöal einkaaö- ila. Þá eru gagnrýnd forréttindi hins opinbera hvaö varðar ýmsa almennar kvaðir og skatta. Aðdraga saman opinber útgjöld og skattheimtu Rakin eru áhrif veröbólgunnar á íslenskt þjóöfélag og þvi spáö aö þau átök, sem hún hljóti aö leiöa til, geti um siöir eytt Is- lensku þjóöfélagi, og talið aö hennar vegna séu lffskjör um þriðjungi lakari, en annars heföi veriö. Meöal þeirra atriöa sem lagt er til aö beitt veröi til þess aö vinna bug á þessum vágestí er eftirfarandi: Veröjöfnunarsjóð fiskiönaöar- ins þarf aö endurreisa og starf- rækja f samræmi viö upphaflegan tílgang sinn. Bankakerfið og gjaldeyrisvara- sjóö þarf aö byggja upp meö frjálsum vöxtum og gengis- skráningu. Fjárfestingarstyrki og aöra Framhald á bls. 8 Finluxrally B.Í.K.R. ] Allir bestu ökuþórar landsins munu skemmta þar næstu vtkurnar — verða meðal keppenda ESE — A morgun hefst viö Hótel Loftleiöir, 6. Rallykeppni Bif- reiöaiþróttaklúbbs Reykjavlkur og ncfnist keppnin Finlux-rally. Keppendur veröa 27 talsins og ek- in veröur 370 km leið um Suö- Vesturland. Þessi keppni veröur i stórum dráttum byggð upp eins og fyrri keppnir klubbsins, þ.e. skipt I ferjuleiðir og sérleiöir, en þaö er á þeim sem hin eiginlega keppni fer fram. Fyrsti bill veröur ræstur frá Hétel Loftleiöum kl. 10:00 um morguninn, og siöan veröur ekiö yfir öskjuhliöina, suöur á Alfta- nes gegn um Garðinn til Hafnar- fjaröar. Ekið er gegn um Hafnar- fjörðinn suður Keflavikurveg með tveimur krókum um gamla Keflavlkurveginn. Smá stopp verður I Fitjanesti áður en haldiö er gegn um Hafnirnar til Grinda- vikur, en siöar er malbikið fariö til baka að Krisuvikur- vagamótum. Eftir Krísuvlkur- vegi er,ekiö sem leiö liggur til Hverageröis og þaðan sem leiö liggur austur meö Ingólfsfjalli, uppTorfastaöaveg, yfir Sogiö viö Ljósafoss, og siöan Búrfellsveg uppað Seyöishólum. Þaöan er ek- ið að Selfossi þar sem áð er I um hálftima. Eftir hvildina er ekið áfram austur og niður aö Stokks- eyri og síöan til baka um Eyrar- bakkaveg og sem leiö liggur I átt til Reykjavlkur um Kamba með krók um gamla Kolviöarhólsveg- inn. t restina er farið yfir Rjúpna- hæö og svokallaöan Flótta- mannaveg og þaöan til Hótel Loftleiða en áætlaður komutimi þangað er upp úr kl. 17:00. öryggiskröfur i þessari keppni veröa mun strangari en I fyrri keppnum og sem dæmi um kröf- urnar sem geröar eru má nefna að búiö er aö skylda alla kepp- endur til þess aö hafa veltibúr I bflum sinum, en þar fyrir utan verða allir keppendur að hafa öryggishjálma, slökkvitæki, sjúkrakassa og fjögurra punkta öryggisbelti. B.l.K.R. vill beina þeim tilmæl- um til áhorfenda aö vera ekki fyrir bflunum á sérleiöum og alls ekki aö standa nálægt beygjum, þar sem bllarnir fara um. Þá er fólk einnig beðiö aö passa vel upp á aö börn fari sér ekki aö voöa.. A meöan á keppninni stendur veröur upplýsingamiöstöð aö Hó- tel Loftleiðum, nánar til tekið I kennslustofu Flugleiöa I suöur álmu hótelsins og veröur staðan í keppninni birt þar jafn óöum og tölur berast. GP — t veitingahúsinu Þórscafé munu nú næstu vikurnar skemmta tveir búlgarskir skemmtikraftar „The Bulgarian Brothers”. Þeir félagar sem heita Sacha Corda og Dragomir Zaxi- nov, koma hingaö frá Osló og hafa þeir skemmt þar I um þaö bil ár. Áöur hafa þeir feröast um og skemmt lýmsum borgum s.s. Las Vegas, Paris, Vin og Lundúnum. t stuttu spjalli viö þá félaga kom fram aö þeir hafa báöir veriö lengi 1 „bransanum” og leika yfirleitt alla tegund af tónlist. Ætlunin mun þó vera aö þeir spili aöallega yfir boröhaldi til aö byrja meö. Corda og Zazinov hafa aldrei verið á tslandi og sögöu — aöspuröir — aö þeim likaöi landiö vel. „Þetta er skemmtileg vinna, þaö er gaman aö ferðast og læra óllk tungumál. Hver veit nema viö bætum nokkrum Islenskum lögum inn i prógrammiö”, sagöi Zazinov aö lokum. Þeir félagar Corda og Zaxinov sjást hér á myndinni aö ofan. Corda leikur á bassagltar en Zaxinov á heila samstæöu af rafmagnsorgelum. (Timamynd: Róbert) HRAUN pp?: WfX\ Hin 370 km. akstursleiö í 6. Rallykeppni B.t.K.R r Varðberg: Fundurá Akureyri Varöberg, félag ungra á- hugamanna um vestræna samvinnu, gengst fyrir al- mennum fundi á Akureyri mánudagskvöldiö 9. april, vegna þess a& þrjátlu ár eru li&in um þessar mundir frá þvi aö Alþingi samþykkti, aö Is- land skyldi gerast stofnaöili aö Atlantshafsbandalaginu. Fundurinn veröur haidinn i Hótel KEA og heftt kl. 20.30. Fundarefniö er „Atlantshafs- bandalagiö — friöur I 30 ár.” Framsögumenn veröa Alfreö Þorsteinsson, formaöur Varöbergs, Arni Gunnarsson, alþingismaöur, og Davíö Oddsson, borgarfulltrúi. ___________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.