Tíminn - 06.04.1979, Side 9

Tíminn - 06.04.1979, Side 9
Föstudagur 6. april 1979. 9 Umræður um símamái á alþingi: Breytingin á neyðarþjón- ustunni hefur valdið mik- llll rnclriiri ^ núverandi ástand símamála 1111 1 UoHUll alls ekki i takt við timann SS — Fyrir skömmu var tekin á dagskrá Alþingis fyrirspurn frá Alexander Stefánssyni (F), er hljóöar svo: „Hvaöa ráöstafanir veröa geröar til aö tryggja neyöar- þjónustu I símamálum á þeim landssvæöum, sem ekki hafa sjálfvirkan sima og koma þann- ig i veg fyrir neyöarástand, sem er nú I þessum málum, sérstak- lega eftir samdráttarráöstafan- ir póst- og simamálastjórnar á s.l. hausti?” Gjaldskrá Landsimans verði leiðrétt Alexander sagði, að á undan- förnum árum heföu oröiö mikl- ar framfarir i simamálum. Fjölsimarásir væru komnar um mest allt landiö, jarðsimaleiöir og fjölsimaleiðir i uppbyggingu, svo og radióleiöir. Sjálfvirkum simstöövum fjölgaði meö ári hverju og mikill meirihluti þjóðarinnar heföi aögang aö sjálfvirkum sima. Þessu bæri að fagna og stefna markvisst aö þvi, aö landsmenn allir gætu búiö við sjálfvirkan sima sem allra fyst. Alexander kvaö þaö réttlætis- mál, að gjaldskrá Landsímans yröi leiörétt til að minnka þann mikla mun á simgjöldum, sem nú værui' gildi. T.d. ætti skrefa- gjald aö vera hið sama innan hvers svæðis, en aöalkrafan hlyti að vera sú, aö sama gjald gilti alls staöar á landinu. Sem dæmi um hinn gifurlega aö- stööumun nefndi Alexander, aö umframgjald per sima I notkun á árinu 1977 meö söluskatti heföi reynst 71.544 i Reykjavik en 353.013 á Egilsstööum. Stór svæði án sjálfvirks sima Alexander sagöi, aö þrátt fyrir miklar framfarir i sima- málum væru stór svæði á land- inu án sjálfvirks sfma, raunar meirihluti dreifibýlishreppa landsins. Siðan sagði Alexander Stefánsson orörétt: As.l.hausti, nánar tiltekið frá 1. des. s.l. tóku gildi nýjar regl- ur hjá Pósti og sima, sem voru i Halldór E. Sigurösson þvi fólgnar aö stytta afgreiöslu- tima simstööva og leggja niöur eöa breyta neyöarþjónustu. Þessi ákvöröun Pósts og sima, sem er gerö i sparnaöarskyni, bitnar harkalegast á þvi fólki út um landiö, sem haföi fyrir léleg- ustu simaþjónustuna og þarf öörum fremur á þvi öryggi aö halda, sem siminn veitir. Breyt- ingin á neyöarþjónustunni hefur þegar valdiö mikilli röskun og er mildi, aö ekki hefur af hlotist Alexander Stefánsson slys. A utanveröu Snæfellsnesi, þar sem ég þekki best til, var sú breyting gerö, aö neyðarþjón- ustan, sem veriö hefur um simstööina i Ólafsvik fyrir utan- vert Snæfellsnes i tæp 20 ár, var lögö niöur 1. des. s.l. I jan. s.l. komu tvisvar fyrir alvarleg veikindatilfeili á þessu svæöi, þar sem ekki er sjálfvirkur simi og var I báðum tilfellum aö brjótast áfram langan veg i fár- viðri aö nóttu til til aö vitja læknis, sem tók margar klukku- stundir.Sem betur fór varö ekki slys af, en óbreytt neyðar- ■þjónusta heföi leyst þetta vandamál á fljótvirkan hátt. Ég get veriö sammála nauö- syn þess aö gera ýmsar sparn- aöarráöstafanir i rekstri Pósts og sima, en ég mótmæli því, aö slikar ráöstafanir séu fyrst látnar bitna á sjálfsögðustu öryggismálum, sem varða læknaþjónustu og slysavarnir og draga saman þjónustu viö Einar Agústsson — Reykjavíkur visitalan kemur i veg fyrir jöfnun simgjalda dreifbýliö meö enn styttri afgreiöslutima simstööva. Þaö hljóta aö finnast aörir þættir i þessari starfsemi, sem spara á frekar. Neyðarþjónusta ekki i verkahring Pósts og sima 1 svari póst- og simamála- stjórnar, er Ragnar Arnalds samgöngumálaráöherra las upp segir m.a. aö stofnunin haldi uppi næturþjónustu á 14 stööum álandinu. A þaö væri að lfta, aö þaö aö tryggja neyöarþjónustu i simamálum og að halda uppi neyöarþjónustu á landssima- stöövum væri ekki i öllum at- riðum sambærilegt. A flestum stöðvunum 14 væri t.d. einungis einn maöur á vakt. Hin almenna regla hefði frá upphafi verið sú að stofnunin auöveldaöi sveitar- félögum aö hagnýta sfmakerfin til svokallaöra neyöarhringinga utan hins daglega þjónustutima. Sföan segir orörétt i umsögn póst- og simamálastjórnar: „Eins og aö framan greinir hefur þaö ekki veriö i verka- hring póst- og simamálastofn- unarinnaraö halda uppi tryggri neyöarþjónustu og stjórnvöld hafa heldur ekki til þess ætlast”. Við ramman reip að draga Ragnar Arnalds sagði aö á næstu árum yröi að gera stór- átak I simamálum landsmanna: „Ég held aö þaö eigi aö vera öll- um ljóst aö núverandi ástand i þessum málum er alls ekki i takt við timann”. Kvaö hann i fýrsta lagi timabært aö stefna að þvi aö á fáum árum verði smástöövar viös vegar um land lagöar niöur og sveitasimarnir Framhald á bls. 19 Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Sam- vinnubanka íslands h.f. þann 24. mars s.l., greiðir bankinn 10% arð p.a. af inn- borguðu hlutafé fyrir árið 1978. Greiösia arös af nýjum hlutabréfum fer fram þegar þau eru aö fullu greidd og hafa veriö gefin út. Aröurinn er greidduri aöalbankanum og útibúum hans gegn framvisun arömiöa ársins 1978. Athygli skal vakin á þvi að réttur til arðs fellur niöur, sé hans ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga. Reykjavik, 26. mars 1979. Samvinnubanki íslands h.f. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæðagreiðsla Akveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu við stjórnarkjör i fé- laginu fyrir árið 1979 og er þvi hér með auglýst eftir tillögum um: 5 menn i aðalstjórn, 2 menn i varastjórn. 2 endurskoðendur og 1 til vara. 3 menn í sjúkrasjóðsstjórn og 2 i vara- stjórn. 1 endurskoðanda og 1 til vara. 12 i trúnaðarmannaráð og 6 til vara. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á há- degi mánudaginn 9. april 1979. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli hundrað fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila i skrifstofu félagsins i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Stjórnin. Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við lyflæknadeild Landakotsspitala er laus til umsóknar þann 1. júli 1979. Staðan veitist til 1. árs. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar yfirlækni lyf- læknisdeildar fyrir 15. mai n.k. St. JósefsspFtalinn Laus staða Lektorsstaöa I frönsku i heimspekideild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 1. mai n.k. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiöar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 29. mars 1979. Sala á lausum midum hafin NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 ( lae MIÐIER MÖGULEIKI Endurnýjun flokksmiöa og ársmiöa hefst 18. apríl.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.