Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 6. april 1979. TRAKTORAR HALF MILLJON! Stórkostlegur afsláttur á FORD 3600 og 4100 FORD traktorar með grind og þaki, sem auð- veldlega má breyta í hálflokað hús. Afslátturinn er takmarkaður við ákveðinn fjölda véla og um takmarkaðan tíma. Tryggið ykkur vél á þessu hagstæða verði. Plj ÞÓPf bJ SÍIVII S15QD'ÁRMÚLA11 Traktorar Buvelar fjí . nSTUHD SÉRVERZLUN HEST AMANNSINS AÐEINS VANDAÐAR VÖRUR VERZLIÐ í SÉRVERZLUNINNI PÓSTSENDUM 'nsruno Bóka- ft sportvöruverzlun AUSTURVERI Háaleitisbraut 68 Simi 8 42-40 Hjólbarðasólun, hjólbarðasala og öll hjólbarða-þjónusta Nú er rétti timinn.til að senda okkur hjólbarða til sólningar tigum fyrirliggjandi flesiar stærdir CÚMMÍ VINNU Fljótoggóð STOfAN þjónusta HF Skipholt 35 105 REYKJAVlK PÓSTSENDUM UM LAND ALLT slmi 3X)55 Ildir” I nýtt loðdýr fyrir | íslensk an landbúnað? Ildar í búri Newman Burberry hefur rek- iö myndarlegt minkabú á Skot- landi vestanveröu skammt fyrir noröan borgina Oban.Bú hans heitir Argyll Mink Farm Ltd., Newman hefur verið formaöur Breska loödýraræktendasam- bandsins i nokkur ár og hefur verið í mörgum trúnaðarstööum fyrir sitt stéttarfélag. Hann hef- ur náö afar góöum árangri i minkaeldi og hafði mörg af hæstu verðunum á minkaskinn- um, sem náöust hjá Hudson’s Bay & Annings Ltd., i vetur og undangengna vetur. Minkabú hans er um 2200 eldislæöur. Siðastliöin 5 ár hefur Newman rekið einnig búskap meö nýju loðdýri, sem hann nefnir á ensku „Fitch” stundum einnig nefnt póleköttur, af þvi að sumir álita aö dýriö sé upprunniö i Póllandi. Ég hefi kosið aö nota Islenskun af Noröurlandamál- um og þýsku og nefni dýriö „ildir” þar sem það orö fellur nokkuö vel að islenskri mál- venju. S.l. janúar sendi Newman 2814 skinn til sölu hjá Hudson’s Bay & Annings Ltd., og voru þau boöin upp 5. febrúar. 70% skinn- anna seldust strax á 32.50 sem meðalverö eöa Ikr. 21.450.- stykkið, sem veröur aö teljast afar gott. Þar sem ildir lifir á fóöurúr- gangi sem nóg er af hérlendis og er auk þess heilsugott dýr, þá hefur undirrituöum þótt ástæöa til aö vekja athygli á gangi þess- ara mála eins og þau eru í dag. Ég ætla svo ekki að hafa þennan formála lengri en gef Newman Burberry orðið: Ildir — Möguleg ný búgrein á ts- landi Ildirinn er náskyldur minkn- um, álika stór og likur i útliti og hreyfingum. Aöeins feldurinn er nokkuö frábrugöinn. Dýriö er ekki hrein tegund, en kynblanda milli evrópsku fúlveslunnar (mustela putorius) og taminnar frittu (Mustela furo eöa veslu þjófurinn). Þeliö eöa undirullin er ekki eins þétt og á mink en nokkru lengri, en vindhárin eöa togiö er bæöi grisjaöra og all miklu lengra. Litarháttur þels- ins er allt frá nærri þvi hvitu til dökk guls og togið er aö lit frá dökku eöa svörtu til ljósbrúns. Þaö sem eftirsóknarveröast þykir vera i pelsaiönaðinum eru skinn meö eins ljóst þel eins og mögulegt er og eins dökkt tog eins og hægt er.svo aö mestar mögulegar andstæöur fáist I litarfarinu. Feldurinn veröur aö vera lifandi og hreyfanlegur, ásamt hreinum lit, sem skapar létt og frjálslegt yfirbragö þeg- ar búiö er aö framleiða úr hon- um kápu eða annaö hentugt klæöi. Ungt fólk hefur sérstakan Greinarhöfundur, Newman Burberry áhuga á þessum eiginleikum. Miklu auðveldara er aö ala ildir heldur en mink. Fengitimi er frá mars til september eða þangaö til kvendýrið heldur og getur gotiö tvisvar á þessu timabili. Siöara gotiö nær þó ekki aö þroska feldinn fyrsta veturinn til aö úr veröi markaösvara og er því ekki æskilegt. Ildir er fjölkvænis dýr og eitt karldýr nægirá 4-6læður. Meðal ungafjöldi i goti er 7-10,en getur komist upp i 15. Móöirin getur auöveldlega aliö önn fyrir 10 ungum og þeir náö góöri stærö. Fullnægjandi ársafuröir eru 7 ungar aö meöaltali. Ildaungarnir þroskast hraöar en hjá mink og fara aö éta fasta fæöu viö 2 vikna aldurinn, en svo gjöfulir eru móöurspenarnir, að júgurbólga fylgir oft, sem stundum leiðir til missis alls gotsins. Góöur hirðir . efur góö- ar gætur á aö þetta komi ekki íyrir, en ef óhappið verður og gotið tapast þá verður móöirin aftur heit eftir tvær vikur og fæst þá fengin aftur og nýtt got sem getur náö fullum feld- þroska um veturinn. Mjög litla gæslu þarf með dýrunum á fengitima. Ildirinn er látinn ganga meö ildunni i nokkra daga. Algengt er aö hafa 4 ildur saman i einu búri og láta einn ildi inn til þeirra i fjóra daga, en láta hann að þvi loknu til næsta ilduhóps. Best er að hefja þetta verk fyrri hluta april og þar eð meðgöngutimi stendur 42 daga þá er ráölegt aö stööva mökun eftir 35 daga og setja sérhverja ildu i sér búr. Ilda er hægt aö hafa marga saman i búri i hlutfalli viö búr- og hreiöurkassastærö, vegna þess hve friösamir þeir eru. Eina undantekningin eru undaneldiskarldýrin sem eiga þaö til aö kljást aö fengitíma loknum. Hægt er aö láta ungana

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.