Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. april 1979. 7 liUiIil'Íí Alþýðuhetja í bófahasar Loksins hefur alþýöuhetjan Vilmundur Gylfason hafið vopn sin á loft og látiö til skarar skríða gegn spillingunni og sið- leysinu. Til þess var hann, að eiginsögn, kosinn á þing. Hann minnti stundum á hetjurnar i („western” myndunum), sem komu illa haldnar, skitblankar og illa riðandi inn i samfélagið, einhvers staðar utan úr öviss- unni, og hófu að vinna hreysti- verk og klekkja á vondum mönnum. Siðan hurfu þær aftur út í óvissuna. Vér fátækir og Ismáir óttuðumst að hetjan okk- ar væri farin ogvondu mennirn- ir gætu haldið áfram að mata krókinn á okkar kostnað. En lof áé landvættunum, hann er hér enn. Hann sem allt vissi og kunni Við munum svo velhvað hann vissi mikið i fyrra um siðleysi og spillingu á hærri stöðum, um neðanjarðar fjármálakerfi og fleiri óaran, sem blómstraði með þjóðinni. Hann vissi lika svo vel hvernig ætti að uppræta þetta allt, svo okkur mætti liða vel I landinu (og gætum sem oft- ast sloppiðf rá þvi i sól og vín og hass og aðrar nauðsynjar, sem gefa lif inu gildi). Þaö er ekki að þvi að spyrja: við hengdum „sherif’stjörnuna á hetjuna, drógum að okkur andann og bið- um eftir að hetjuverkin hæfust, Biðin var löng, en hún var þess virði. Bófarnir Niu manna óaldarflokkur ruddist um og framdi „óendan- lega ósvifni” „þykjast kynna þjóðinni umbótarlöggjöf ” „glenna sig framan i þjóðina” „þykjast vera móralskir meistarar” „koma svo bak- dyramegin” og „bæta persónu- leg kjör.” Þvilikur viðbjóður. Hetjan okkar tæmdi lika sex- hleypunaí einum hvelli og skaut bófunum illa skelk i bringu. Oss er tjáð að a.m.k. einn af illþýö- inu hafi glúpnað svo andspænis dáðum hetjunnar aö hann hafi samstundis látið af allri fúl- mennsku. Ósköp algeng viðskipti. Sé einhver i vafa, er hér rætt um bilakaup ráðherranna. Þjóðhagsstofaun reiknaði út að ódýrasta tiltæk leið til aö koma ráðherrum milli staða, sé að greiða þeim fyrir afnot af einka- bilum þeirra. Þetta sé svo lang- ódýrasta leiðin, að það borgi sig fyrir rikissjóð að lána ráðherr- unum allt aö þrem milljónum króna hverjum á venjulegum lánskjörum til bilakaupa i þvi skyni að greiða fyrir að slikur samningur komist á. Það er ekki sjaldgæft að vinnuveitend- ur aðstoði starfsmenn sina á þennan hátt, sérstaklega ef þeir geta notið góðs af þvi sjálfir. Slik samskipti vinnuveitenda og launþega þykja eðlileg ogsjálf- sögð og hróss verð, þar sem báðir njóta góðs af. Sem sagt: einn aðili lánar öðrum stofnfé, til þess að geta svo notið góðs af viðskiptum viö hann. Hugmynd: Bifreiða- stöð rikisins Allir vita að rikissjóður á ekki nærri nóga peninga til að gera Sigurjðn0 Valdimarsson allt, sem við viljum láta hann gera. Þess vegna veröur að reka hann með hagsýni og sparnaði: fróðleikur, sem við höfum æði oftheyrt.Þaðer skylda þingsog stjórnaraðfá sem mestfyrir þá aura sem I kassann koma.Ein hugsanlegleiðtil hagræðis, sem ég veit ekki til að hafi verið könnuð, er að koma á fót bif- reiðastöð rikissins. Hún yröi rekin sem sérstök stofnun, með eigin bilakosti og aðstöðu til við- halds og viðgerða og annaðist alla flutningaþörf rikisins Með þvf móti fengist stjórnun á bila- notkunina og meðferð bilanna. Þá ætti nýting bæði bilanna og starfemanna sem að flutningun- um vinna að stórbatna. Er hetjan meinhorn En það var ekki sparnaður rikissjóðs, sem fýrir alþýöu- hetjunni vakti, enda bar hann enga sparnaðartillögu fram. Markmiðið er aö koma i veg fyrir að nokkur einstaklingur njóti góðs af sparnaði rikisins, með öðrum oröum: litilmannleg meinfýsi. Kannski hefur lika ráðið miklu að þarna hafi Vil- mundur Gylfason talið vera tækifæri til að auglýsa sjálfan sig ogslá sig til riddara 1 augum þess hluta þjóðarinnar, sem þrátt fyrir miklar skólagöngur gengur um í einhvers konar hugsanasnauðri vímu og liður best þegar hann er mataður á ó- hróðri um þekkta menn. Þá er þeirri spurningu ósvar- að, hver það er sem lýsingar al- þýðuhetjunnar eiga helstviö. Er jáð ef til vill hann sjálfur, sem glennir sig framan I þjóðina, þykist vera móralskur meistari að kynna þjóðinni umbætur og kemur þannig meö óendanlegri ósvifni bakdyramegin að at- kvæðum til þess aö bæta per- sónuleg kjör sin? Hrikaleg sýndar- mennska? Var þá upphrópun siðlausra fúkyrða, af litlu tilefni, úr ræðu- stól á Alþingi öll baráttan viö spillingu, siöleysi og neðanjarð- ar fjármálakerfi? Var þetta þá allt, Vilmundur? Hafa menn fyrr heyrt af öllu hrikalegri sýndarmennsku? Rúnar Björgvinsson: Sérkennarar hafa ekki hærri laun Launa- og kjaranefnd Sér- kennarafélags Islands vill leið- rétta þann misskilning, sem fram kom i sjónvarpsþættinum Gagn og Gaman sunnudags- kvöldið 25. mars s.l. Þar var staðhæft að starfandi sérkenn- arar við sérstofnanir fengju hærri laun en aðrir kennarar. Þetta eru þvi miður ekki réttar upplýsingar þvi sérkennarar þiggja sömu laun og almennir kennarar, óhaö þvi hver vinnu- staðurinn er. Sérmenntun kennara getur tekið eitt til tvö ár og sú mennt- un er metin i stigum, en stiga- fjöldinn er það óverulegur að kennarar hækka ekki i launum við þetta viöbótarnám. Kjör kennara sem afla sér sérmennt- unar eru þessi: — læra erlendis — kosta námið sjálf — afla reynslu sem ekki verður metin til starfsaldurs hér heima — koma heim að námi loknu og taka við sömu launum og al- mennir kennarar.þó hægt sé að fá helmingi betri laun erlendis. — lifa á hugsjóninni. Til þess að geta sinnt börnum meö sérþarfir þurfa kennarar að afla sér sérmenntunar. Nokkrum sinnum hefur verið gefinn kostur á eins árs mennt- un hér á landi, en yfirleitt þurfa kennarar að leita til útlanda eft- ir menntun sinni og ávallt þegar þeir hyggja á lengri framhalds- menntun en eitt ár. Og námsár- in eru ekki metin sem starfsár. Tekjutap kennara i tveggja ára framhaldsnámi nemur nú á sjöttu milljón króna. Til að kosta hám sitt þurfa kennarar að taka visitölubundið námslán, sem nema nokkrum milljónum króna. Það væri þvi raunhæft að telja að kennarar ættu að fá einhverja fjárhags- lega umbun til þess að greiða námslán sin aftur. Staðreyndin er þessi: öll önn- ur menntun i landinu er metin til hærri launa á meðan sér- kennarar þiggja sömu laun og áður. Sérkennarar sem læra erlend- is hafa einnig oft aflað áér kennslureynslu þar, að náminu loknu. Þessi menntun eða reynsla er ekki metin til starfs- aldurs hér á landi og lenda þvi þeir kennarar i lægri launa- flokki en þeir sem heima sátu og stunduðu sina kennslu. Hverjar eru og verða afleið- ingar þessara kjara. Sérkenn- urum fækkar stöðugt.Nú er svo komið að minni hluti kennara á sérstofnunum hefur sérmennt- un og mikil vöntun er á sér- menntuðum kennurum i al- mennum skólum. Þessi skortur kemur harðast niður á börnun- um sem þurfa á sérkennslu að h.alda og þau fá mörg hver ekki æskilega þjónustu. Það er tvennt ólikt að skrifa falleg orð i lagagrein og aö reyna að gera eitthvað til þess að hægt sé að framfylgja þessum lögum. Við teljum að ekki sé hægt aö gera ráð fyrir þvi sem visu að það fyrirfinnist fólk með svo heitar hugsjónir að það sé viljugt að leggja á sig og kosta sjálft tveggja ára framhaldsnám. Fyrirsjánlegt er að veruleg fækkun verður i sérkennara- stéttinni veöi ekki gerð einhver bragarbót hér á. Sérkennarar sem nú eru i námi munu liklega flestir leita fyrir sér erlendis eftir vinnu, þvi þar fá þeir góð laun og möguleika á að endur- heimta eitthvað af útlögðum kostnði. Við höfum áður vakið máls á þessu á opinberum vettvangi og meðal annars ritað mennta- málaráðherra bréf i nóvember 1978, en ekki séö nein viðbrögð ne viðleitnisvott. Það er þvi orð- in æði áleitin spurning, hversu lengi sérkennarar halda þolin- mæðinni. Jakob S. Þórarinsson: Bjargið sem brest- ur ekki Nú um þessar mundir eru liðnir um 8 mánuðir frá siöustu kosningum. Úrslit kosninganna voru sem kunnugt er stjórnar- andstöðuflokkunum i hag, þann- ig að þáverandi stjórnarflokkar vorurassskelltir.Þaðsem vakir fyrir mér meö þessu greinar- korni er aö minnast rétt á það öngþveiti og úrræöaleysi, sem er að gripa um sig i islensku þjóðfélagi. Eftir kosningar voru gerðar margitrekaöar tilraunir til að mynda rikisstjórn án fram- sóknarmanna, en án árangurs, að lokum var svo hinum litla flokki faliö að reyna stjórnar- myndun. Eftir nokkurt þóf tókst svo ólafi Jóhannessyni að mynda þriggja flokka stjórn, þ.e.a.s. Alþýöuflokks og Al- þýðubandalags, undir stjó.rn Framsóknarflokksins. Það er ekki hægt aö segja að þessir mánuöir, sem liðnir eru frá stjórnarmyndun, hafi verið tiðindalausir með öllu. Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hafa keppist við að tæta sigurfjaðrir hver af öðrum. Staöan i dag viröist þvi sú, að þessir tveir A-flokkar eru ábyrgir fyrir einu mesta efnahagsglundri sem sögur fara af. I stað þess að vinna af heilindum aö uppbygg- ingu islensks þjóðlifs þá hafa A-flokkarnir hvor i sinu lagi teymt verkalýöshreyfinguna á Islandi á asnaeyrunum svo rækilega að engin dæmi eru til um annaö eins. Islensk verkalýöshreyfing er tæki, sem A-flokkarnir hafa og notað sinum flokkum til stjórn- málalegs framdráttar. Ekki er nokkur leið til að finna málefna- leg baráttusjónarmiö I verkum þeirra. Það sem þeir segja í dag er ómerkt á morgun. Framsóknarflokkurinn einn islenskra flokka hefur haldiö fram málefnalegri baráttu verkalýðs og millistéttarfólki til hagsbóta, en A-flokkarnir hvori sinu lagi, leggja sig alla fram um að eyðileggja þá baráttu. Sér fólk virkilega ekki I gegn- um skrumið? Er þoka skrums og gifuryrða svo mikil aö blindu slaer i augum almennings, er það hefur fyrir augum sér ábyrgðarlaust hjal A-flokk- anna? Ég vona — fyrir hönd is- lenskrar menningar, að kjöl- festunni I islensku mannfélagi, Framsóknarflokkunum, megi auðnast að koma vitinu fyrir þessa Sturlunga sem geysa fram eins og gammar og rifa og tæta niður sjálfstæði Islensku þjóðarinnar, sem ekki hefúr veriðmeiri hætta búin um aldir. Eftir að sálin fór úr Sjálfstæðis- fldcknum oglikið liggur dautt á grafarbarminum er ekki mikill- ar vonar að vænta úr stjórnar- andstööunni. Húner loftlaus og með öllu óhæf. Islendingar, tökum nú saman höndum og veitum Fram- sóknarflokknum bæði i ræðu og riti allan þann stuðning sem við megum. Hann einn hefur yfir að ráða mikilhæfu og umfram allt traustustjórnmálaliði sem mik- ils má vænta af. Þar er bjargiö sem ekki brestur á hverju sem gengur. Það hafa þeir sýnt svo ekki verður um villst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.