Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 6. april 1979. Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Stcingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr. 3.000.00-á mánuöi. Blaöaprent Haraldur Ólafsson skrifar: Tyrkland gjaldþrota og lýðræðið í hættu Gömlu sporin Oft er það haft á orði að sagan endurtaki sig. Enda þótt um það megi deila hvort svo geti orðið með öllu eða aðeins að nokkru, þá er það vist að það er alltaf sterk tilhneiging þeirra, sem standa vilja gegn breytingum og framþróun, að fara i gömlu sporin og sjá söguna helst endurtaka sig gersamlega. Eitt af þvi sem endurtekur sig i islenskum stjórnmálum — án tilbrigða — er ást Morgun- blaðsins á verkföllum og óraunhæfum kauphækk- unum þegar vinstri stjórn situr við völd. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er utan stjórnar, sem er reyndar allt of sjaldan, veit Morgunblaðið fáa færari eða betri menn en þá verkalýðsforkólfa sem lengst vilja ganga i kröfugerð og minnst skeyta um þjóðarhag. Það má vel vera að fátt endurtaki sig i sögunni og að það tilheyri undantekningum ef eitthvað endurtekur sig með öllu. Um þetta er fyrir að þakka þeim öflum sem barist hafa fyrir breyting- unum og framförunum. En gleiðgosar Morgun- blaðsins breytast ekki, og þegar þeir eru i stjórn- arandstöðu fara þeir innan tiðar beint i gömlu skóhlifarnar sinar og arka sömu gömlu brautina. Forystugrein Morgunblaðsins i gær er merki þess að ihaldið sér nú enn einu sinni það úrræði eitt að reyna að beita fyrir sig verkalýðsfor- ustunni, og reyna að etja henni fram til að eyði- leggja þann mikla árangur sem rikisstjórnin hefur náð. Tilgangurinn með skrifum af þessu tagi er auð- sær. Þetta eru gömlu sporin. Meðan vinstri stjórn situr eru ekki til betri bandamenn ihaldsins en þau öfl sem aldrei vilja sjá neinar raunverulegar umbætur eða kjarabót innan þess þjóðskipulags sem hér er og þjóðin vill lifa við. Þannig var að málum staðið 1958 og aftur 1974, og nú á enn að reyna að beita þessum sömu gömlu aðferðum. Nú á að reyna að gera samráð rikis- stjórnarinnar tortryggileg. Nú á að reyna að gera það tortryggilegt þegar rikisstjórnin mótar ábyrga efnahagsstefnu i samráðum við almanna- samtökin, stefnu sem vissulega ber það með sér að allir aðilar verða að bera byrðarnar saman, fresta ýmsu i þvi skyni að búa betur um undir- stöðurnar að framtiðarhag. Fyrir einu ári skildu Sjálfstæðismenn þörfina á aðhaldi i efnahagsmálum. Nú hafa þeir sökkt þeim skilningi niður i sitt pólitiska óminni og reyna að gera litið úr þvi er Framsóknarmenn hafa beitt sér fyrir ábyrgu og þjóðhollu sam- komulagi. Það fer ekki á milli mála að mótmæli Sjálfstæðismanna gegn efnahagsstefnunni stafa af þvi að þeir hafa i pokahorninu stefnu sem leiða myndi til atvinnuleysis og ófriðar á vinnu- markaðinum. Aðferðin, til að koma þessum óráðum fram, er sú að beita öðrum fyrir sig eins og fyrri daginn. Merkur maður sagði að sagan endurtæki sig að visu, en aðeins sem skopleikur i hið siðara skiptið. Nú væri það sannarlega gæfa þjóðarinnar að Sjálfstæðismenn fengju að sannreyna það á sjálfum sér. JS Tyrkland rambar nú á barmi gjaldþrots. Erlendar skuldir tyrkneska rikisins nema hvorki meira né minna en 12 milljörö- um Bandarikjadollara. Ríkis- bankinn tyrkneski á i stööugu striöi við skuldeigendur viöa um heim. Innflutningur er aö stöðvast, og skortir þegar margs konar varning. Kaffi er þjóðardrykkur i Tyrklandi, en nú er mikill skortur á þvi. Olla er af skornum skammti, sigarettur fáséðar og hrein- lætisvörur á þrotum. Erlendur gjaldeyrir er keyptur á geypi- verði á svarta markaönum. Tyrkland er aðili að Atlants- hafsbandalaginu, og þar eð það á sameiginleg landamæri með Sovétrikjunum á 650 km kafla, er augljóst, að vestræn riki leggja alla áherzlu á, að halda Tyrkjum innan bandalagsins. Bulit Ecevit er leiðtogi stærsta flokks landsins, Lýö- ræðisflokks þjóðarinnar, og hefur verið forsætisráðherra i fjórtán mánuði. Hann hefur áður verið forsætisráðherra, m.a. þegar Tyrkir og Grikkir börðust vegna Kýpur. Hvernig má það verða, að Tyrkland skuli búa við svo lé- legan efnahag sem raun ber vitni?. Fyrir fimm árum var gerö áætlun i landinu um hagvöxt i landinu, er nema skyldi 6-7 af hundraði á ári. Atti á þann hátt að verjast áföllum vegna hækkaðs oliuverðs. Var ætlunin að losna úr erlendum skuldum og afgreiða fjárlög hallalaus. Allthefur þetta mistekizt. Verð- bólgan er um 50 af hundraði á ári. Tvær milljónir eru atvinnu- lausar (um 15 af hundraði vinnufærra manna) og iðnaöar- framleiðslan er aðeins um helmingur af þvi sem hún gæti verið. ef miðað er við fram- leiðslugetu verksmiðja. Gjald- eyrissjóðir landsins eru tómir, og meira að segja nægja tekjur af erlendum ferðamönnum ekki til bess að greiðs þann erlenda gjaldeyri sem Tyrkir eyða i ferðalög til útlanda. 1 löndum Norður-Evrópu eru tyrkneskir verkamenn fjöl- mennir og senda fjölskyldum sinum hluta iauna sinna. En reikningurinn fyrir oliu hefur hækkað úr 200 milljónum dollara árið 1972 i 1.8 milljarða 1978. Þetta er of mikið fyrir Tyrki. Þeir ráða ekki við svo gifurlegan innflutning. En ekki geta þeir verið án olíu. Er unnt að auka útflutning? Ekki er það auðvelt. Tyrkir framleiða Ecevit áhyggjufullur. % einkum landbúnaðarvörur, bómull, tóbak, hnetur, korn. Eftirspurn eftir þessum vörum er ekki mikil um þessar mundir. Iðnaðarvörur þeirra þola ekki samkeppni við önnur lönd, nema helzt dúkaframleiðslan. Þegar haft er i huga, að þjóðinni fjölgar um 2,5 af hundraði á ári, er augljóst að ástandið bara versnar og versnar. Tyrkir eru nú 42 milljónir, en verða 80 milljónir um aldamót. Eina von stjórnar Ecevits er erlend aðstoð. A fundi æðstu manna Bandarikjanna, Bret- lands, Frakklands og Þýzka- lands á Guadeloupe skömmu eftir áramótin var samþykkt að veita Tyrkjum efnahagsaðstoð, en ekki án skilyrða. Tyrkir verða að sæta reglum Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um meðferð efnahagsmála sinna. Tyrkneska stjórnin hefur samið fimm ára áætlun, sem gildir frá 1979-83. Þar er reiknað með erlendu fjármagni að upp- hæð 16 milljarðar dollara. Stjórnin hefur beðið Efnahags- bandalagsrikin um 8 milljarða fjárveitingu. Ecevit hefur látið i ljósi von- brigði með viöbrögð Vestur- veldanna við vandræðum Tyrkja. Hann er þó með mörg tromp á hendinni. Tyrkland er I lykilstöðu við landámæri Sovét rikjanna og eftir að Iran og Afghanistan hafa skipt um rikisstjórnir og skapað tóma- rúm á þessu svæði, þá hefur mikilvægi Tyrklands aukizt að sama skapi. Hvað sem það kostar verða Vesturveldin að halda góðri sambúö við Tyrki. Tyrkir hafa valið þann kost- inn að leika tveimur skjöldum. Þeir hafa vingazt við Sovétrikin og Libýu, og jafnvel verið með ýfingar gagnvart Israel, sem þeir hafa þó fyrir löngu viðurkennt. Jafnframt þessu hafa Tyrkir lofað að aftur skuli opnaðar eftirlitsstöðvar Banda- rikjamanna i landinu, þaðan sem fylgzt er með þvi sem gerist i Sovétrikjunum. Nú hefur Bandarikjaþing aflétt banni við vopnasölu til Tyrk- lands, sem sett var 1975. Þetta bann hefur skilið eftir sig ör i Tyrklandi. Meðal leiöandi manna á Vesturlöndum er nokkur uggur vegna ástandsins I Tyrklandi, einkum óttast menn, að Tyrk- land verði hlutlaust, og hverfi þar með i raun úr röðum Atlantshafsbandalagsrikjanna. En mesta hættan stafar þó af innanlandsástandinu i Tyrk- landi. Þar blossa nú hvað eftir annað upp blóðugar óeirðir, og öryggisleysi á öllum sviðum veldur þvi, að alvarlega er farið að óttast um framtið lýöræðis- ins I landinu. Innan háskólanna eigast við vinstri menn og hægri sinnar. Algengt, er að skotið sé af vélbyssum inn i kaffihús, framámenn eru myrtir og bankar rændir. Atök eiga sér stað milli andstæðra trúarhópa Islam, og minnihlutahópar i landinu láta á sér kræla, Kúrdar, Armeniumenn og Sýr- lendingar. Herinn hefur til þessa haldið að sér höndum, en stjórnmálaflokkarnir geta ekki sameinazt um neinar sameigin- legar aðgerðir. Leiðtogar stærstu flokkanna, Ecevit og Demirel, hata hvor annan, og engin von er til þess, að þeir sameinist um neitt. En fasistar biða sins tima undir forystu Alparsan Turkes, leiðtoga þjóðernissinnaflokks, sem styðst m.a. við hermdar- verkamenn úr hópi ungra hægri manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.