Tíminn - 06.04.1979, Qupperneq 20

Tíminn - 06.04.1979, Qupperneq 20
Sýrð eik er sígild eign iGQCiH TRÉSMIDJAN MEIDUR SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafé/ag sími 29800, (5 línur) Verzlið sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Föstudagur 6. apríl 1979 Verð á spærlingi ákveðið í gær til bræðslu ESE — Á fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins i gær var ákveðið að iágmarksverð á spærlingi til bræðslu, frá byrjun vertíðar til 31. júli n.k. skuli vera kr. 9.30 hvert kiló. Verðiö er miðað við 3% fitu- innihald og 19% fitufrítt þurr- efni. Þá breytist verðið um 1.05 kr. til hækkunar fyrir hvert 1% sem fituinnihald hækkar frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Verðið er miðaö við að seljendur skili spærlingi á flutningstæki við hlið veiöiskips eða í löndunartæki verksmiðju. Ekki er heimilt að nota aðra dælu en þurrdælu, eöa blanda vatni eða sjó i hráefni við lönd- un. Verðið er uppsegjanlegt frá og meö 7. mai og siðar með viku fyrirvara. Þessi ákvörðun var tekin af oddamanni og fulltrú- um kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljanda á fundi yfir- nefndarinnar i gær. Fulltrúar kaupenda létu bóka svofellda greinargerð með atkvæði sfnu: „Með samþykki sinu á spærlingsverði til bræðslu, vilja fulltrúar kaup- enda gera sitt ýtrasta til að stuðla að veiðum á þessum bræðslufiski. Ljóst er að verksmiðjurnar fá aðeins uppborinn breytilegan kostnað við vinnsluna ásamt hálfum viðhaldskostnaði en ekkert fyrir fyrningum og stofnfjárvöxtum. Slikar vinnslutekjur eru algjör- lega óviðunandi fyrir verk- smiðjurnar nema i mjög stuttan tima”. Fulltrúar seljenda létu bóka svofellda greinargerð með atkvæði sinu: „Við undirritaðir fulltrúar útgerðar- og sjómanna i yfirnefnd Verðlagsráös um spærlingsverð viljum taka fram eftirfarandi: Verð það sem nú hefur verið ákveðið af odda- manni og fulltrúum verksmiðj- anna og sem er 7% lægra en verð þaö sem gilti á sama tima I fyrra,er að mati okkar allt of lágt til að viðunandi sé fyri afkomu útgerðar og sjómanna.” | ARNEYKE50: Með slasaöan mann til Akraness GP — í gær kom báturinn Arney frá Keflavik með slasaðan mann til Akf-aness. Hafði dreki slegist i bak mannsins svo að ekki þótti annab fært en að koma mann- inum á næsta sjúkrahús. Sam- kvæmt upplýsingum Andrésar Magnússonar læknis á sjúkra- húsinu á Akranesi mun maðurinn hafa fengiö töluvert högg t bakið en hann var óbrotinn. Sagði Magnús að lfk- lega fengi maðurinn að fara af sjúkrahúsinu mjög fljótlega. Fulltrúafundur Landsamtaka KlUDDanna uruggur aksiur noist i Reykjavik i gær. Meðal þeirra er fluttu ávörp voru herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, og Steingrimur Hermannsson, dómsmáiaráð- herra. Fiutt voru erindi um umferðarmál og kosið var i nefndir. t gærkvöldi var silfurbill Samvinnu- trygginga afhentur I 7. sinn. 1 dag er fundarstörfum haldið áfram og lýkur fundinum i kvöld. Myndin er tekin er Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir, flutti erindi um lyfjanotkun og bifreiðaakstur. Tfmamynd Róbert. „Vil koma fram sjónar- miðum Reykvflonga HEI — „Mér þykir það leitt að til blaðaskrifa þurfi að koma um jafn einfalt mál og það er að kalla inn varamann á Alþingi”, sagði Jón Aðalsteinn Jónasson i samtali við Timann i gær. „Það var ljóst, að Þórarinn Þórarinsson ætlaöi til útlanda á þriðjudagsmorgni og að Guð- mundur G. Þórarinsson var staddur á Kanarieyjum. Þvi var ekki um annan varamann aö ræöa en Sverri Bergmann, næsta mann á lista. Þá furðar mig á yfirlýsingu Halldórs E. Sigurðssonar, að ekki sé venja aö kalla inn þingmenn fyrir svo stuttan tima, þegar á sama tima eru kallaðir inn 5 aðrir varamenn. Ég tek þvi ekki mark á þessum orðum Halldórs. Einnig undrar mig, að Halldór E. Sigurösson, sem fyrrv. póst- og simamálaráðherra, virðist ekki — hvort sem það verður skilið eða misskilið”, segir Jón Aðalsteinn Jónasson kunna betritök á simaþjónustu en svo,aðhannskulihalda þvifram, að ekki hafi tekist að ná i hann. Millilandaþjónusta simans hér er með þvi besta sem þekkist, svo Halldór hefði örugglega getað fengið til sin simtal hvar sem hann var staddur og á hvaöa tima sem var. Það er þvi furðulegur hlutur aö þurfa aö leita til Flugleiða til að koma boðum til varaþingmanns okkar, ekki sist þar sem Halldór vissi, að okkur var kunnugt um heimilisfang Guðmundar á Kanarieyjum og jafnframt, aö ég hef telex og gat þvi náð til hans sjálfur. Þá virðist Halldór heldur ekki átta sig á, að til er þjónusta sem heitir simskeyti, og eðlilegra — jafnvel nauðsynlegt — heföi verið að fá svar Guömundar með skeyti, en simtali manna á milli. Það er leitt að þetta mál kom upp, en hjá þvi varö ekki komist þ.e. Visir hefur eflaust fengið sinar upplýsingar um þær leiðir sem Halldór notaði til þess að ná til Guðmundar. — „Þetta er bara einn þáttur- inn i stjórn landsbyggðarinnar á flokknum”, var haft eftir þér i Visi? — Já ég vil koma fram sjónar- miðum okkar Reykvikinga, hvort sem það verður skilið eða mis- skilið. Við hér teljum að kjördæmiö eigi alltaf að vera set- ið þingmanni og hljótum aö eiga þar sama rétt og landsbyggöin. Enda á það að vera einfalt mái, að forseti Alþingis úrskurði hvort þingmaður er rétt kjörinn og eigi að fara inn á Alþingi eða ekki. Um það hefur formaður þingflokksins ekkert að segja. 9 skákmenn úr Búnaöarbankanum: Ætla að slá íslandsmetið Skrifstofustjóri Alþingis: Þarf góðan undirbún- ingstíma — eigi að kalla inn varamann sem ekki hefur kjörbréf I maraþonskák ESE — t dag klukkan 18 setjast nlu skákmenn úr Taflfélagi Búnaðarbanka tslands að tafli I húsakynnum bankans við Austurstræti og hafa þeir I hyggju að slá nýsett tslandsmet I maraþonskák sem er 24 klukkustundir. Teflt verður i aðalsal bankans Austurstrætismegin úti viö gluggann þannig að góð aðstaða verður fyrir þá sem áhuga hafa á aö fylgjast með mettilrauninni og hinni hörðu keppni en skák- mennirnir búast við þvi að sitja að tafli til klukkan 19 eöa 20 á laugardag. Aö sögn Stefáns Þormar hjá Búnaöarbankanum sem er einn þeirra sem þátt tekur i þolraun- inni veröur komið fyrir sjón- varpi i glugga bankans til þess að koma enn frekar til móts viö áhorfendur, en Stefán sagöist búast við þvi að þeir myndu tefla um eitt þúsund hraðskákir meðan á mettilrauninni stæöi. Mjög mikill skákáhugi er i Búnaðarbankanum og sagði Stefán að á milli 15 og 20 manns æfðu reglulega hjá taflfélagi bankans en félagiö hefur á und- anförnum árum unnið skák- keppni stofnana fjórum sinnum eða oftar en nokkurt annað félag. Tvivegis hafa skákmenn úr bankanum fariö til Noregs til keppni og reglulega hafa verið farnar feröir til keppni úti á landi, þannig að óhætt er að segja að taflfélag bankans hefur haldið uppi öflugu félagsstarfi á undanförnum árum. Þeir sem taka þátt I mettil- rauninni eru Jón Kristinsson fyrrverandi Islandsmeistari i skák, Bragi Kristjánsson, Leif- ur Jósteinsson, Stefán Þormar, Guðjón Jóhannsson, Kristinn Bjarnason, Björn Sigurðsson, Karl Jensson og Arni Þ. Kristjánsson. HEI — ,,Það er farið eft- ir kosningalögum. Meginreglan er sú, að eftir kosningar eru gefin út kjörbréf til jafn margra varamanna og aðalmenn eru af hverj- um lista. Varamenn taka siðan sæti eftir röð, þannig að ekki er hægt að ganga fram hjá neinum, nema að fyrir liggi sönnun um hans for- föll”, svaraði Friöjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis spurn- ingu Timans, um það eftir hverju væri farið um aö kalla ínn vara- menn til þings. — Þarf sönnun að koma frá varamanni sjálfum? — Til þess að hindra að gengið séfram hjá mönnum, er aöalregl- an sú, að yfirlýsingar er krafist — ekki frá flokksstjóninni — heldur frá manninum sjálfum, þar sem hann tilkynnir sin forföll. Væri hins vegar um alvarleg veikindi að ræða, getur læknisvottorö komið i staðinn. — Hefur þingflokkur einhver úrslitaáhrif i svona máli? — Það gengur þannig fyrir sig, að fyrst verður að leggja öll gögn fyrir skrifstofu Alþingis. Sé farið lengra en til fyrsta varamanns, sem þá hefur ekkert kjörbréf, verður að senda gögnin til yfirkjörstjórnar og hún að meta þau gild áður en hún gefur út kjörbréf. Það fer siðan til kjörbréfanefndar og að lokum til úrskurðar Alþingis. Þess vegna ef um það er aö ræða að ganga fram hjá fyrsta varamanni þá verður fyrirfram að ætla til þess góðan undirbún- instima, eigi það aö komast i framkvæmd. En i þvi tilfelli, sem ég geri ráð fyrir aö veriö sé aö leita upplýsinga út af, þá komu aldrei fullnægjandi upplýsingar um forföll fyrsta varamanns Framsóknarflokksins i Reykja- vik.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.