Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.04.1979, Blaðsíða 17
Föstudagur 6. april 1979. 17 Vorið er komið... Björg Þorsteinsdóttir sýnir í Norræna húsinu Dagana 31. mars — 9. apríl stendur yfir í Norræna húsinu sýning á verkum eftir Björgu Þor- steinsdóttur, listmálara og grafíker, en Björg Þorsteinsdóttir er ung listakona, sem á að baki vandaðan listferil í námi og starfi, nam við myndlistarskóla í Reykjavík, í Stuttgart og París, en á öllum þessum stöðum er unnt að læra heimslistina eins og hún verður best kennd í skól- um. Björg Þorsteinsdóttir hélt sina fyrstu einkasýningu i Unuhúsi eystra áriö 1971, meðan sá salur var i brúki, en siöan hefur hún haldiö margar einkasýningar, bæöi i Reykjavikog úti á landi. Verk hennar hafa farið viöa um heim á samsýningar og hún hef- ur hlotið viöurkenningu fyrir grafik á alþjóölegum sýningum Éntrevaux, 1970, Paris, 1972, og suður i Madrid áriö 1976, og er þaö ekki svo litiö afrek, sé haft I huga, aö I Þýskalandi einu eru 40.000 grafikerar og álika er puðað I öörum nærliggjandi löndum. Grafík og málverk Björg Þorsteinsdóttir vinnur jöfnum höndum grafik og mál- verk. Grafikmyndir hennar eru yfirleitt akvatintur og æting, þar sem efninu og andanum kemur oft vel saman, og meöal þeirra er sækja myndlistarsýn- ingar þekkjast verk hennar úr, hún hefur sinar aðferöir sinn stil, innan ákveöinna marka. Fyrir mitt leyti hefi ég ávallt veriö hrifnari af grafikmyndum Bjargar Þorsteinsdóttur en málverkum hennar, hefi a.m.k. ekki metið þau eins mikiö, en núna ber hins vegar svo viö aö málverkin eru aö vakna, ef svo má oröa þetta, og i fremri saln- um má sjá nokkrar afbragös- góöar myndir. Best er blá mynd er Listasafn Islands hefur tryggt sér. Ég ritaði ekki hjá mér nein númer, eftir minni oröa ég no. 20 og no. 17, en i þaö heila tekið eru stóru myndirnar allar betri en þær sem minni eru. Þær eru stilhreinni en þær litlu (flest- ar), sem viröast einhvernveg- inn lausari i reipunum og allt aö þvi subbulegar eins og myndin Cadler i nágrenni Reykjavikur. Þaö er bjart yfir þessari sýn- ingu og einkar gott aö koma þangaö inn og orna sér eftir kaldasta marsmánuð i Reykjá- vik i mannsaldur eöa svo. Varfærni Ég veit litiö um Björgu Þor- steinsdóttur annaö en þaö sem hér á undan var ritaö, en einhvern timann var mér sagt aö hún sé afkomandi Arna heit- ins Pálssonar, prófessors, en hann var afi hennar, og var svo litrikur persónuleiki aö um tima lá við að þess væri krafist meö réttarboði aö ákveðnir menn nefndu ekki nafn hans, eða segðu af honum sögur. Ég þekkti Arna _ Pálsson ekkert, en hann var á áinni tiö orðheppnastur manna hér á landi og einn sá ritfærasti lika. Hann kom nærri listum. Mér fannst ég skilja sögur af Arna Pálssyni og ég drakk i mig þann texta hans er ég komst yfir. Ég veit ekki hvers vegna nafn þessa látna heiðursmanns prófessors Arna Pálssonar, kemur ávallt upp I huga mér, þegar ég kem á sýningar Bjarg- ar Þorsteinsdóttur, eða sé myndir hennar. Ég veit ekki hvort hann ber slikan ægishjálm enn, eöa hvort sá ættfræðiáhugi sem þjáö hefur ætt mina lengi, blundar i mér lika. Ef til vill er þetta fyrst og fremst krafa um aö þessi kona eigi aö segja meira en hún gerir. Ef myndum er likt viö málfar og góöan texta, þá er myndmál Bjargar vandaö og meö afbrigöum skýrt, en hún mætti gjarnan segja svolitiö meira. 1 acryl- myndunum er hún nú reiðubúin til nýrra átaka, tæknilega séö, Björg Þorsteinsdóttir fólk í listum þvi ég þekki þá liti og veit um ógæfu þeirra er telja þá hafa alla eiginleika olíunnar. Þaö hafa þeir ekki, en i staðinn ýmsa aöra, og þá hefur Björg Þor- steinsdóttir fundiö. Elja, þolinmæöi og yfirlega er eöli flestra góöra málara, þeir sem ná árangri, þeir tjá sig meö efni og anda. Hendurnar vinna sitt verk og efniö fær lika aö vinna sjálft eins og annar maöur. Þetta gildir um alla myndiist ef vel er aö gáö, ekki siöur en um grafik. Þaö voru þessir eiginleikar sem einkenndu grafik Bjargar Þorsteinsdóttur og gera þaö reyndar enn, og nú eygjum viö þetta I málverkinu lika, og nú veröur spennandi aö sjá framhaldiö. Viö hvetjum fólk til aö sjá þessa vönduöu sumarlegu sýn- ingu Bjargar Þorsteinsdóttur Jónas Guömundsson Viltu koma og auka matar' lystina?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.