Tíminn - 06.04.1979, Side 3

Tíminn - 06.04.1979, Side 3
Föstudagur 6. april 1979. 3 Skuldir ríkissjóös viö Seölabankann: Stefnt að betri stöðu um næstu áramót en var þegar núverandi stjóm tók viö, segir fjármálaráðherra HEI — „Varðandi skuldaaukningu rikissjóðs víð Seðlabankann ber að hafa i huga, að hún stafar af þvi ástandi, sem var tii staðar við viðskilnað fyrrverandi fjármálaráðherra, þannig að rikis- sjóður varð að fá verulegt lán til að komast yfir erfiðleikana,sem þá blöstu við vegna atvinnu- leysis og annars. Þá varð eins og aílir vita að gripa til ráðstafana sem voru mjög dýrar”, svaraði Steingrimur Hermannsson — sem nú gegnir embætti fjármálaráðherra i fjarveru Tómasar Arnasonar — er Timinn bar undir hann ummæli Matthiasar A. Mathiesen um stórfellda skuldaaukningu rikis- sjóðs. „Rikisstjórnin hefur aftur á móti sett sér það takmark, að gera þetta upp á 16 mánuðum. Þ.e. frá þvi hún tók við 1. sept. s.l. til næstu áramóta. Markvisst er stefnt að þvi að greiða skuldirnar á þeim tima, þannig að skuldastaðan við Seðlabankann verði orðin betri um næstu áramót, en þegar núverandi rikisstjórn tók við. — Benda likur til að það muni takast? — Já afkoma rikissjóðs þrjá fyrstu mánuði ársins bendir til að þetta geti staðist, enda er meiningin að halda mjög ákveð- ið á fjármálum rikisins og samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir að greiða þessa skuld við Seðlabankann verulega niður. Mótmælum vinnubrögðum stjórnvalda harðlega” Frá binei Sambands lsl. bankamanna. BANKAMENN SJÁ FRAM A 6% LAUNASKERÐIN6U AM — í dag lýkur að Hótel Loftleiðum þingi Sambands isl. banka- manna, en það hófst i gær. Þingið er haldið annað hvert ár í mars eða april og sækja það nú 65 fulltrúar viðsvegar að af landinu. Samband islenskra bankamanna er stofnað 1935 og er þetta 31. þing þess. Kosning stjórnar fer fram i dag, en i gær ræddum við við þá Sólon Sigurðsson, fráfarandi formann, sem gegnt hef- ur starfi sl. 4 ár og Gunnar Eydal, framkvæmdastjóra sambandsins, og spurðum hver helstu verkefnin væru að þessu sinni. Þeir Sólon og Gunnar sögðu að mörgum málum þingsins hefði verið unnið að i nefndum, sem skila mundu áliti i dag, en þau mál sem mest hefðu verið rædd I ESE — Á stjórnarfundi Sjómannafélags Reykjavikur sem hald- inn var á miðvikudag, var samþykkt að mótmæla harðlega þeim aðferðum sem viðhafðar voru við gerð reglugerð- ar um takmarkanir á þorskveiðum, sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út 26. mars s.l. I ályktun stjórnarfundarins segir m.a., að engir úr röðum launþega hér á landi nema fiski- menn, þurfi að búa við það að ráðherra ákveði einhliða tekjumöguleika þeirra með þeim hætti sem gert var með reglugerð þessari. Þetta sé gert án nokkurs samráðs við samtök sjómanna, um leið og mismunum sé gerð á milli þeirra sem veiðar stunda með ákveðnum veiðarfærum og milli landssvæða. Það virðist vera, að ráðamenn séu sammála um að beri megi fyrir borð hags- muni reykviskra sjómanna og út- gerðar. 1 lok ályktunarinnar segir: Reykviskir sjómenn standa við hoið þeirra starfsbræðra sinna sem telja friðunaraðgerðir nauð- synlegar til viðhalds og aukning- ar hrygningarstofnum þorskins. En þeim þykja kaldar slikar kuldakveðjur frá stjórnvöldum sem koma fram i einhliða ákvörð- un þeirra og vara alvarlega við slium vinnubrögðum við frekari ákvöröun takmarkana á loðnu- veiðum, um leiö og stjórn félags- ins lýsir undrun sinni á þvi ósam- ræmi sem fram kemur I yfir- lýsingum fiskifræðinga um veiði- þol loönunnar. gær væru hið svonefnda opnunar- timamál, sem ætti sér rætur i þvi að stjórnir bankanna hefðu einhliða og án nokkurs umtals- verðs samráðs við starfsfólk, ákveðið að hafa opið til kl. 16 á daginn, frá 1. september i haust. Auk þessa hefði greiðsla 3% að sjálfsögðu verið mikið rædd. Bankamenn sömdu til 27 mánaða 1977 og vegna hins langa samn- ingatima var þeiin heitið auk 3% 1. april, 3% hækkun hinn 1. júli, sem nú væri ljóst að ekki stæði til að greiða heldur. Bankamenn fengu að visu greidda 3% hækk- unina við siðustu mánaðamót, en munu liklega verða sviptir henni við næstu kaupgreiðslu, svo launaskerðing þeirra kemur til með að nema 6%. Um 6% að semja Þá sögðu þeir Sólon, að rætt hefði veriðum þann möguleika að fara að dæmi BSRB og semja um einhver réttindi i stað launa- skerðingarinnar, en þá væri á það að lita að hvað samningsrétt bankamanna snerti, þá væri hann þegar verulega rýmri en BSRB, auk þess sem þeir hefðu um 6% að semja, en ekki 3%, eins og þeir. Þeir gagnrýndu og ýmis um- mæli ráðherra i blöðum að undanförnu og einkum þau orð forsætisráðherra, að þótt BHM og BSRB gætu samið um réttindi fyrir launaskerðinguna, gegndi öðru máli með bankamenn, sem ekki hefðu samið um neitt. Minntu þeir á að samningar bankamanna, sem gilda til 1. október i haust, hefðu einmitt verið hinir fyrstu, sem gerðir voru samkvæmt lögum um kjara- mál starfsmanna rikisbankanna, sem forsætisráðherra, sem þá var bankamálaráöherra, hefði staðið að. Aukið atvinnulýðræði Þingið fjallað einnig um at- vinnulýðræði innan bankanna en Island er nú eina landið á Norðurlöndum að Finnlandi frá- töldu, sem ekki fær starfsmönn- um banka fulltrúa i stjórn þess. Væri sérstök ástæða til að leggja áherslu á þessi mál nú, þegar von væri á nýjum lögum um viðskiptabanka rikisins. Sögðu þeir Gunnar og Sólon að kröfum bankafólks i þessa átt t.d. um áheyrnarfulltrúa hefði ekki verið ineinu sinnt til þessa, en kváðust vona að sú ríkisstjórn sem nú sit- ur og telst hafa hagsmuni launa- fólks i fyrirrúmi, verði til að koma þessu máli áleiðis. Þeir minntu að endingu á, að þeirri uppbyggingu Sambands isl. bankamanna, sem unnið hefði verið að fram yfir siðasta þing þess, væri nú lokið og starfaði það þvi á traustri undirstöðu sem stéttarfélag. Viðtæk tengsl hafa skapast á undanförnum árum milli samtaka bankamanna á Norðurlöndunum og eru fjórir bankamenn þaðan gestir þingsins að þessu sinni. ESE — óðum styttist i hina árlegu bilasýningu Kvartmiluklúbbsins en hún verður haldin um páskana og af þvi tilefni birtum við hér mynd af Bjarna Bjarnasyni og bil hans Camaro 427 c.c., en Bjarni var að spyrna á kvartmilubrautinni viö Straumsvik i gær er Timamenn bar þar aðgaröi. Timamynd Tryggvi ........ ...... Morðið á Hverfisgötu: Yfirheyrsl- ur yfir sam- býliskonunni hafa skýrt málið mikið GP — Miklar yfirheyrslur hafa nú staöið yfir hjá rannsóknarlögreglu rikisins vegna morömálsins að H verfisgötu 34. Þráinn Kristjánsson sem játaö hefur morðið á Svavari Sigurðssyni var úrskurðaður i tveggja mánaða gæsluvarðhald, og auk þess var sambýliskona Svavars sett i allt að 30 daga gæsluvarðhald, þar sem taliö var að hún ætti cinhvern þátt I moröinu. Nú hefur hún verið yfirheyrð aftur, og hefur framburður hennar skýrt máliö mikið. Nokkuð ljóst þykir, að hennar þáttur i verknaðinum sjálfum sé eng- inn, og hefur hún alveg stað- fastlega neitað sakargiftum um það að eiga einhvern þátt i verknaðinum yfir höfuð. Þetta kom l'ram i samtali við Þóri Oddson vararannsóknar- lögreglustjóra og sagði hann að þeir hefðu tilhneigingu til þess að telja framburð kon- unnar réttan en þyrftu þó að sannprófa framburð hennar með samlestri á skýrslum og fleira. - 31. þing Sambands ísl. bankamanna lýkur i dag — segir I ályktun stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur um takmarkanirnar á þorskveiöunum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.