Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 22
22 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR
greinar@frettabladid.is
frá degi til dags
ÚtgáfUfÉlag: 365
ritstJÓrar: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson aÐstOÐarritstJÓrar: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason fUlltrÚar ritstJÓra: Björgvin Guðmundsson og Páll
Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og
þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér
rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
UmræÐan
Leikskólamál
Á síðasta ári sameinuðust leikskólaráð og fræðsluráð í menntaráð. Við þær
breytingar náðist bæði hagræðing í
rekstri auk þess sem fjölmörg tækifæri
sköpuðust varðandi samráð og samstarf
skólastiganna.
Flestum var því illa brugðið þegar nýr
meirihluti tilkynnti í sumar að leikskóla-
ráð skyldi endurvakið. Enda var það
hvorki á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks né
Framsóknarflokks að auka útgjöld til miðstýringar
eða auka yfirbyggingu.
Enginn bað heldur um þessar breytingar, Félag
leikskólastjóra, Kennarasambandið og allar þær
fagstéttir sem fjölluðu um breytingarnar voru á
móti þeim. Foreldrar lýstu miklum efasemdum auk
þess sem minnihlutinn og fráfarandi formaður
menntaráðs vöruðu eindregið við uppskiptingu
sviðsins svo skömmu eftir velheppnaða samein-
ingu.
stækka jötuna
Það eina sem liggur ljóst fyrir er að eftir kosningar
var helmingaskiptastjórn komið á í borginni, með
einum borgafulltrúa Framsóknarflokks og sjö borg-
arfulltrúum Sjálfstæðisflokks. Það segir sig sjálft
að eftir helmingaskipti milli eins haus
annars vegar og sjö hausa hins vegar, er
kannski ekki úr miklu að moða þegar
þessir sjö fara að skipta sínum helming á
milli sín. Enda kom á daginn að það vant-
aði formannstign fyrir einn borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins.
Jatan var ekki nógu stór þegar
framsóknarmenn, eða öllu heldur
maðurinn, hafði hreiðrað um sig við
hana. En hvað gera góðir bændur þegar
allir grísirnir komast ekki að jötunni,
þeir stækka hana, því varð að fjölga
ráðum.
Peningar reykvíkinga
Nú hefur loks verið upplýst að þessar breytingar
muni kosta að minnsta kosti 25 milljónir fyrir árið
2007. Litlum 100 milljónum verður því ráðstafað á
kjörtímabilinu í aukna yfirbyggingu í skólamálum.
Alveg óumbeðið, í andstöðu við fagstéttir og án þess
að segja frá því fyrir kosningar.
Þessum 100 milljónum hefði verið betur varið í
innra starf leikskólanna, manneklu, stuðning við
börn að erlendum uppruna, kennsluráðgjöf eða
flest annað en nýtt pólitískt ráð, miðlæga stjórn og
yfirbyggingu.
Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
og á sæti í mennta- og leikskólaráði
100 milljónir í báknið!
sigrÚn elsa
smáradÓttir
21. nóvember árið 1981 komu um 140 konur saman á
Hótel Heklu við Rauðarárstíg í
Reykjavík til að stofna Lands-
samband framsóknarkvenna,
LFK. Margir samverkandi þættir
urðu til þess að LFK var stofnað
og konur voru mjög meðvitaðar
um stöðu sína á þessum tíma.
Margir stórir atburðir áttu þátt í
því að efla jafnréttisvitund
kvenna á þeim tíma og má nefna
kvennafrídaginn og kjör frú Vig-
dísar Finnbogadóttur.
Það voru konur í Félagi fram-
sóknarkvenna í Reykjavík sem
áttu frumkvæðið að stofnun sam-
bandsins. Þessar konur voru
búnar að starfa í Framsóknar-
flokknum bæði í kvenfélögum og
almennum félögum.
Þessar konur höfðu sterka
framtíðarsýn og vildu að konur
næðu meiri árangri en þær höfðu
náð áður en sambandið var stofn-
að. Einungis ein kona hafði setið
á þingi fyrir Framsóknarflokk-
inn á þessum tíma og það var
Rannveig Þorsteinsdóttir sem sat
á Alþingi eitt kjörtímabil árin
1949—1953. Stjórnarkonur í
félagi framsóknarkvenna í
Reykjavík gerðu sér grein fyrir
að þátttaka kvenna á sviði stjórn-
mála væri forsenda þess að raun-
verulegt jafnrétti myndi nást og
stofnuðu til fundar til að undir-
búa stofnun LFK. Stofnfundurinn
var eins og áður sagði þann 21.
nóvember 1981. Fyrsti formaður
landssambandsins var kosinn
Gerður Steinþórsdóttir frá
Reykjavík.
Margt hefur gerst og margir
sigrar hafa unnist en einnig hafa
komið bakslög í kvennabaráttuna
á þeim tíma sem samtökin hafa
starfað. LFK hefur tekið sig
alvarlega og barist fyrir stöðu
kvenna innan flokksins. Þar má
nefna fyrsta landsþing LFK sem
haldið var á Húsavík 28.- 30. okt-
óber 1983 og sóttu það um rúm-
lega 60 konur víðsvegar að af
landinu. Þetta þing markaði tíma-
mót í sögu LFK því þar komu
skýrar línu í hvaða átt samtökin
ættu stefna, að verja stöðu
kvenna og hvetja konur áfram til
áhrifa. Þar var samþykkt ályktun
sem er kölluð Húsavíkurályktun-
in. Valgerður Sverrisdóttir núver-
andi utanríkisráðherra talaði
fyrir ályktuninni sem fjallaði um
mikilvægi þess að konur innan
flokksins fengju meiri völd og
skorað var á konur að gefa kost á
sér í trúnaðarstörf á vegum
flokksins. Einnig sagði í ályktun-
inni að konur ættu vera helming-
ur af þeim sem gegna trúnaðar-
störfum á vegum flokksins. Þar
sagði einnig að ef hlutur kvenna
innan flokksins yrði óbreyttur
þegar liði að næstu kosningum,
myndu framsóknarkonur íhuga
að bjóða fram kvennalista við
næstu kosningar.
Þetta þing markaði framtíð
samtakanna, þarna voru komnar
skýrar línur með framhaldið að
konur yrðu helmingur þeirra sem
taka trúnaðarstöður á vegum
flokksins.
Staða kvenna hefur vissulega
orðið konum í vil síðan samtökin
voru stofnuð, en betur má ef duga
skal. Konur verða að halda áfram
að berjast að því markmiði að
hlutur kvenna sé ekki rýrari en
50% eins og þær framsýnu konur
sem sóttu fyrsta landsþing LFK á
Húsavík árið 1983 stefndu að. Á
flokksþingi Framsóknarflokks-
ins árið 2005 var samþykkt að
setja í lög flokksins að hlutföll
kynjanna skuli eigi vera minni en
40% í trúnaðarstörfum á vegum
flokksins og er það þessari löngu
og ströngu baráttu þeirra kvenna
sem á undan hafa gengið að
þakka.
Bakslög hafa einnig dunið yfir
okkur og gert konur innan sam-
takanna svartsýnar eins og þegar
fækkun kvenna í ráðherraliði
flokksins var fyrir tveim árum og
fækkun framsóknarkvenna í sveit-
arstjórnum í síðustu kosningum.
Þá eins og áður stóðu konur upp og
mótmæltu þessari aðför að konum
innan flokksins. Þrátt fyrir það er
staðan aftur að vænkast og hlutur
kvenna í ráðherraliði flokksins er
mjög góður, konur eru 50% í ráð-
herraliði flokksins og samtökin
eru mjög stolt af þessari stöðu
kvenna innan flokksins. Einnig má
geta þess að konur leiddu þrjá af
sex listum flokksins í síðustu
Alþingiskosningum. Við sjáum
fram á að tími kvenna í stjórnmál-
um er kominn enn og aftur, mikil-
vægast er að konur standi saman í
öllum störfum sem þær taka sér
fyrir hendur, þá næst árangur.
Í tilefni þessara tímamóta
ætlar Landssamband framsókn-
arkvenna að halda upp á afmælið
laugardaginn 25. nóvember á
Hótel Loftleiðum og gleðjast með
flokksfélögum Framsóknar-
flokksins.
Höfundur er formaður Lands-
sambands framsóknarkvenna
Til hamingju með daginn!
Í dag |
BryndÍs BJarnasOn
Afmæli
S
amkomulag virðist vera komið á milli þingflokka um nýja
löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka. Annars vegar er að
því stefnt að gera reikningshald stjórnmálaflokka gegn-
særra og háð opinberri endurskoðun. Hins vegar er ráð-
gert að takmarka framlög bæði til stjórnmálaflokka og
einstaklinga í forkosningum þeirra.
Fyrri áformin ættu að vera nokkuð óumdeild. Birting á lykiltölum
í bókhaldi stjórnmálaflokka er til þess fallin að byggja upp traust.
Endurskoðun undir stjórn Ríkisendurskoðanda ætti að tryggja að
reikningsfærslan verði bæði samanburðarhæf og trúverðug.
Eðlilegt er að framlög lögaðila yfir ákveðnum mörkum séu birt.
Meira álitamál er hvort slík regla á að gilda um einstaklinga í því
ljósi að menn eiga stjórnarskrárvarinn rétt á að halda stjórnmála-
skoðunum fyrir sjálfa sig. Fyrir því eru kosningar leynilegar. En
ugglaust yrði of auðvelt að fara í kringum regluna ef sama yrði
ekki látið ganga yfir lögaðila og einstaklinga.
Aðalatriðið er að þjóðfélagið hefur breyst. Gamli hátturinn með
fjármál stjórnmálaflokka er ekki með nokkru móti samrýmanleg-
ur nútíma kröfum. Niðurstaðan er því skýr: Hér er verið að stíga
gott framfaraskref sem styrkir trúverðugleika þess lýðræðislega
hlutverks sem stjórnmálaflokkarnir gegna.
Miklu vafasamara er hins vegar að setja skorður við frjálsum
framlögum til stjórnmálastarfsemi. Í fyrsta lagi er spurning hvort
það samrýmist skoðanafrelsi og rétti einstaklinga og fyrirtækja til
að ráðstafa fjármunum sínum.
Í annan stað er afleiðingin augljós. Stjórnmálaflokkarnir verða
endanlega og að fullu ríkisvæddir. Er það heilbrigt? Er ekki hugs-
anlegt að af því geti hlotist meira tjón en hinu að leyfa frjáls fram-
lög án takmarkana þegar bókhaldið hefur verið gert gegnsætt og
opinber grein gerð fyrir einstökum stórum framlögum?
Ýmsar spurningar vakna þegar almenn starfsemi stjórnmála-
flokka verður að uppistöðu til greidd úr ríkissjóði. Sérstakar regl-
ur gilda til að mynda um upplýsingaskyldu og réttindi og skyldur
starfsmanna í stofnunum sem kostaðar eru af almannafé. Á það
sama að gilda um stjórnmálaflokka?
Það er andstætt eðli og hlutverki stjórnmálaflokka að reglur af
þessu tagi taki til þeirra. En eigi að síður getur reynst snúið að
útskýra hvers vegna undantekning er gerð í þessu tilviki frá þeim
almennum reglum sem að þessu leyti gilda um þær stofnanir sem
kostaðar eru af sameignarsjóði skattborgaranna.
Eins og forkosningar flokkanna hafa þróast eru þær orðnar allt
eins umfangsmiklar og almennu kosningarnar. Og trúlega er kostn-
aðurinn jafnmikill eða jafnvel hærri. Eðlilegt er að menn velti
vöngum yfir þessari þróun. En ríkisvæðing stjórnmálaflokkanna
þarf ekki að óathuguðum öðrum kostum að vera eina svarið.
Spurning er hvort aukið persónukjör í almennum kosningum
er ekki eðlilegra svar við þeim álitaefnum sem uppi eru af þessu
tilefni. Þátttakan í forkosningum flokkanna sýnir að krafa fólks
um persónukjör er afar sterk. En hvers vegna ekki að einfalda
málið og sníða kosningakerfið með hliðsjón af þeim vilja fólksins?
Örugglega má án skaða gefa því álitaefni meiri gaum en gert hefur
verið.
Peningar og stjórnmálaflokkar:
Er ríkisvæðing
lausn?
ÞOrsteinn PálssOn skrifar
á ferð og flugi
Geir H. Haarde forsætisráðherra flaug
skyndilega til New York í gær og
tekur þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni
í New York í dag. Á hann að flytja
ávarp og á fund með fulltrúum Kaup-
hallarinnar og aðilum úr íslensku
og bandarísku viðskiptalífi. Síðdegis
mun hann svo hringja út viðskiptin
með því að slá í bjöllu, sem margir
mektarmenn hafa danglað í. En
Geir stoppar stutt við
því á fimmtudaginn
fer hann í opinbera
heimsókn til Finn-
lands. Sækir hann fund
í Helsinki sem Pútín
Rússlands-
forseti mun
meðal ann-
arra sækja.
Vináttutengsl
Tengsl Íslendinga við Rússland
hafa í flestum tilvikum verið til far-
sældar hin allra síðustu ár. Velgengni
Björgólfsfeðga er auðvitað augljós-
asta dæmið um það. Ólafur Ragnar
Grímsson hefur líka ræktað tengslin
vel, eins og vinátta hans við Roman
Abramovich sýnir. En forsetinn er
ekki sá eini sem á vini í þessu fjar-
læga landi. Viðskiptablaðið sagði
frá því á vef sínum á fimmtu-
dag, og vitnaði í breskt blað,
að forsætisráðherra Íslands
hefði beðið samstarfsmann
Abramovich um að koma
Eggerti Magnússyni til hjálpar
við kaupin á knattspyrnu-
félaginu West Ham.
Þræðirnir leynast víða.
Bræðravíg í nV-kjördæmi
Bergþór Ólason hefur sagt upp
sem aðstoðarmaður Sturlu Böðv-
arssonar, samgönguráðherra. Það
er ekki algengt að aðstoðarmenn,
sem eru næsttekjuhæstir starfsmenn
ráðuneytisins á eftir ráðuneytis-
stjóranum, hætti án þess að annað
bitastæðara starf bíði þeirra. Bergþór
hefur ekki viljað gefa upp ástæðuna
fyrir þessari ákvörðun. Líklegt er
að hún tengist uppröðun á lista
sjálfstæðismanna í NV-kjördæmi,
en Bergþór sóttist eftir fjórða
sæti á listanum og endaði í því
áttunda. Formaður uppstillingar-
nefndar var Ásbjörn Óttars-
son, náinn stuðningsmaður
Sturlu úr Snæfellsbæ.
bjorgvin@frettabladid.is
GADDAVÍR
SIGURJÓN MAGNÚSSON
„Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð
skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta
fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi
og táknsögulega fjallar Gaddavír um
erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“
- Geir Svansson,
Morgunblaðið, 3. nóv. 2006
ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA
SEM HELDUR LESANDANUM
Í HELJARGREIPUM