Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 25
Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is fasteignir heimili heilsa hús börn nám ferðir matur bílar tíska atvinna brúðkaup tilboð o.fl. Heimild: Almanak Háskólans góðan dag! í dag er þriðjudagurinn 21. nóvember, 325. dagur ársins 2006. sólarupprás hádegi sólarlag reykjavík 10.15 13.14 16.12 akureyri 10.17 12.58 15.39 veturinn er genginn í garð og það er fátt betra en leika sér úti í snjónum eða geysast um á skíðum eða sleða í hressandi vetrarloftinu. Opið er í Hlíðarfjalli á Akureyri og þess vegna tilvalið fyrir gesti og heimamenna að skella sér í fjallið með fjölskyld- unni. www.hlidarfjall.is ávextir eru stórkostlegir á veturn- ar. Þeir eru stútfullir af vítamínum sem við þurfum í skammdeginu og gott að narta í þá milli mála í staðinn fyrir sætindi þegar vetr- arþreytan sækir að. Ávaxtabíllinn dreifir ávöxtum til heimila og fyr- irtækja sem er tilvalið í staðinn fyrir sætabrauðið í kaffitímanum. www.avaxtabillinn.is streita og álag hrjáir marga nú rétt fyrir próf og jól. Arctic Root eða burnirót er náttúruleg lækn- ingajurt sem eykur einbeitingu og úthald á náttúrulegan hátt. Fæst í heilsuhúsinu www.heilsa.is Það sem af er ári hafa átta greinst með HIV-smit hér á landi, fimm karlar og þrjár konur. Einn hefur látist á árinu af völdum alnæmis. allt hitt heilsa Ríkarður S. Ríkarðsson forstöðumaður á upplýsinga- tæknisviði Landsbankans stundar líkamsrækt og sund til að halda sér í formi. „Þetta er lítið í samanburði við það sem áður var,“ segir Ríkarður sem er enginn nýgræðingur í íþróttum og á glæst- an sundferil að baki. Ríkarður fór að æfa sund 10 til 11 ára með sundfélagi Helsingborgar, þar sem fjölskylda hans bjó í nokkur ár. „Foreldrar mínir voru hvattir til að senda mig í sundið þar sem ég þótti sýna góða takta og svo heppilega vildi til að ég lenti hjá þjálfara, sem æfði síðar sænska landsliðið.“ Ríkarði voru kennd sundtökin á þessum tíma og var orð- inn bráðefnilegur sundmaður þegar fjölskyldan flutti til Íslands árið 1992. „Ég tók mér að vísu ársfrí frá sundinu þegar hér var komið við sögu til að æfa skíði og fótbolta,“ segir hann en þess utan hafði Ríkarður einnig reynt fyrir sér í tennis og skák. „Sumarið 1993 vaknaði áhuginn á ný, ég fór að einbeita mér aftur að sundinu og lagði aðrar íþróttagreinar til hlið- ar,“ heldur Ríkarður áfram. „Ég æfði með Ægi og var aftur svo lánsamur að lenda hjá afbragðsgóðum þjálfara, sem átti eftir að þjálfa landslið Finna.“ Á ferlinum setti Ríkarð- ur mörg Íslandsmet, varð methafi og tvöfaldur meistari á Smáþjóðaleikunum árið 1997 og tók þátt í Ólympíuleikun- um árið 2000. Er þá fátt upptalið. „Nú hef ég hætt sundi á afreksstigi og tek þátt í einstaka mótum,“ segir Ríkarður. „Varð reyndar Norðurlandameist- ari á garpamótinu í október, þannig að ég er nú ekki dauður úr öllum æðum,“ segir hann og hlær. roald@frettabladid.is Glæstur sundferill Ríkarður hefur starfað töluvert fyrir Sundsamband Íslands og vill hvetja sem flesta til að kynna sér þessa íþrótt. FRéttAblAðIð/RóSA JóHAnnSdóttIR bAggAlútuR gEFuR út dISk tIl StyRktAR unICEF geisladiskur baggalúts, með laginu brostu, er kominn út og fæst í verslunum Skífunnar, bt og Hagkaupa. Þeir félagar í baggalúti sömdu lagið sérstaklega fyrir unICEF í tilefni af degi rauða nefsins sem haldinn verður í fyrsta skipti hér á landi föstudaginn 1. desem- ber. geisladiskurinn kostar 1.000 krónur og rennur allur ágóði sölunnar til verkefna barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem miða að því að hjálpa bágstöddum börnum um allan heim. Ýmsir þekktir einstaklingar ljáðu laginu rödd sína. Þar má heyra í fegurðardrottningunni unni birnu, rokkurunum Magna og bubba, stjórnmálamönnunum Siv Friðleifs og Steingrími J. Sigfússyni, íþróttaálfinum Magnúsi Scheving, útvarpsstjóranum Páli Magnús- syni, viðskiptamógúlnum Hannesi Smárasyni og biskupi Íslands, karli Sigurbjörnssyni. brostu í dag Villimey á Vestfjörðum Aðalbjörg Þorsteinsdóttir býr til smyrsl, salva og áburð úr jurtum sem hún tínir í náttúrunni heilsa 4 Heilsubætandi límband Á síðustu árum hefur svokall- að kinesio taping rutt sér til rúms í heimi sjúkraþjálfunar heilsa 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.