Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 5 Evrópulönd og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa skrifað undir sáttmála um baráttuna við aukna tíðni ofþyngdar. Í sáttmálanum er kallað eftir enn meiri samstöðu og sam- vinnu milli allra hagsmunaaðila en verið hefur. Til dæmis opinberra aðila, einkamarkaðar, frjálsra félagasamtaka, ein- staklinga og fjölskyldna bæði á innlendum vettvangi sem og milli landa Evrópu. Tíðni ofþyngdar í Evrópu hefur vaxið þrefalt á síðustu tveimur áratugum, en afleiðingar offitu eru langvinnir sjúk- dómar sem draga úr heilbrigði og minnka lífslíkur. Sérstak- lega er varað við ofþyngdarþróun meðal barna og unglinga. Þá er ljóst að ofþyngd og offita er algengari meðal þeirra sem minna mega sín í samfélaginu sem eykur þannig enn á ójöfn- uð. Ofþyngd hefur mikil áhrif á efnahag þjóða en almennt er talið að allt að sex prósent af útgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu séu tilkomin vegna ofþyngdar og offitu. Ráðamenn landanna eru sammála um að ofþyngdar- þróunina sé hægt að stöðva og snúa henni við. Mikil- vægt er að tekið sé mið af þyngdarþróun þjóðfélags- þegnanna í öllu stefnumótandi starfi þjóða og sveitarfélaga. Rík áhersla er lögð á samábyrgð allra ráðuneyta þó hvatt sé til þess að heilbrigðisráðu- neyti haldi utan um verkefnið. Markmið sáttmálans er að styrkja samstarf innan Evrópu í baráttunni við ofþyngdina þar sem rík áhersla er lögð á bætta næringu, aukna hreyfingu og almenna vellíðan meðal þegnanna. Frétt af vef Lýðheilsustöðvar www.lydheilsustod.is Evrópa sameinast gegn ofþyngd Ofþyngd hefur mikil áhrif á efnahag þjóða en almennt er talið að allt að sex prósent af útgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu séu tilkomin vegna offitu og ofþyngdar..Stjórnvöld í Englandi hafa áhyggjur af ofdrykkju unglinga. Ofdrykkja enskra unglinga hefur leitt til tuttugu prósenta aukning- ar á sjúkrahúsinnlögnum á síðustu fimm árum. Um tuttugu mál sem tengjast drykkju unglinga undir 18 ára aldri koma inn á borð sjúkrahúsa á dag. Þetta eru mál á borð við áfengiseitrun. Yfirmaður sjúkrahúsa í Cheshire- og Merseyside-héruð- um segir ekki óalgengt að ungling- ar sem komi á sjúkrahúsið hafi drukkið allt að einum lítra af vodka. Sami læknir telur nauðsyn- legt að hækka verð áfengis til að draga úr unglingadrykkju. Af vef BBC Aukin ungl- ingadrykkja Enskir unglingar drekka of mikið. Fyrirburum er hættara við að eiga í vandræðum með sjónina. Ný rannsókn leiðir í ljós að aukin hætta er á að börn sem fædd eru fyrir tímann (fyrir 35. viku með- göngu) eigi í meiri vandamálum með sjón en þau sem fædd eru full- burða. Þetta kemur fram á frétta- vef Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin gefur einnig vísbend- ingar um að augnpróf sem tekin eru við tveggja og hálfs árs aldur hjá fyrirburum geti sagt fyrir um vandamál í sjón við tíu ára aldur. Rannsakaðir voru 198 fyrirburar við sex mánaða, tveggja og hálfs árs og tíu ára aldur. Fyrirburar sjá verr Sjónin getur orðið vandamál hjá fyrir- burum. Fyrir utan að eyða C-vítamíni úr líkaman- um stuðla reykingar við hjarta-, æða- og lungnakvillum, svo ekki sé minnst á hættuna á lungnakrabbameini. Reykingafólk þarf alla þá aðstoð sem möguleg er úr næringunni og þá sér- staklega úr efnum á borð við A-, C- og E-vítamín og selen. Næringarefni sem mælt er með fyrir reykingamenn á hverjum degi eru: C-vítamín, 2.000 mg, fyrir og eftir hádegi. E-vítamín, 400-1.000 ae daglega Selen 50 mcg, 1-3 á dag A-vítamín, 10.000 ae daglega Heimild: Ný og betri bætiefnabiblía hollráð } Bætiefni fyrir reykingafólk SéRhvER SígAREttA SEm þú REykiR EyðiR 25 mg AF C-vítAmíNi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.