Fréttablaðið - 21.11.2006, Page 29

Fréttablaðið - 21.11.2006, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 21. nóvember 2006 5 Evrópulönd og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa skrifað undir sáttmála um baráttuna við aukna tíðni ofþyngdar. Í sáttmálanum er kallað eftir enn meiri samstöðu og sam- vinnu milli allra hagsmunaaðila en verið hefur. Til dæmis opinberra aðila, einkamarkaðar, frjálsra félagasamtaka, ein- staklinga og fjölskyldna bæði á innlendum vettvangi sem og milli landa Evrópu. Tíðni ofþyngdar í Evrópu hefur vaxið þrefalt á síðustu tveimur áratugum, en afleiðingar offitu eru langvinnir sjúk- dómar sem draga úr heilbrigði og minnka lífslíkur. Sérstak- lega er varað við ofþyngdarþróun meðal barna og unglinga. Þá er ljóst að ofþyngd og offita er algengari meðal þeirra sem minna mega sín í samfélaginu sem eykur þannig enn á ójöfn- uð. Ofþyngd hefur mikil áhrif á efnahag þjóða en almennt er talið að allt að sex prósent af útgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu séu tilkomin vegna ofþyngdar og offitu. Ráðamenn landanna eru sammála um að ofþyngdar- þróunina sé hægt að stöðva og snúa henni við. Mikil- vægt er að tekið sé mið af þyngdarþróun þjóðfélags- þegnanna í öllu stefnumótandi starfi þjóða og sveitarfélaga. Rík áhersla er lögð á samábyrgð allra ráðuneyta þó hvatt sé til þess að heilbrigðisráðu- neyti haldi utan um verkefnið. Markmið sáttmálans er að styrkja samstarf innan Evrópu í baráttunni við ofþyngdina þar sem rík áhersla er lögð á bætta næringu, aukna hreyfingu og almenna vellíðan meðal þegnanna. Frétt af vef Lýðheilsustöðvar www.lydheilsustod.is Evrópa sameinast gegn ofþyngd Ofþyngd hefur mikil áhrif á efnahag þjóða en almennt er talið að allt að sex prósent af útgjöldum til heilbrigðismála í Evrópu séu tilkomin vegna offitu og ofþyngdar..Stjórnvöld í Englandi hafa áhyggjur af ofdrykkju unglinga. Ofdrykkja enskra unglinga hefur leitt til tuttugu prósenta aukning- ar á sjúkrahúsinnlögnum á síðustu fimm árum. Um tuttugu mál sem tengjast drykkju unglinga undir 18 ára aldri koma inn á borð sjúkrahúsa á dag. Þetta eru mál á borð við áfengiseitrun. Yfirmaður sjúkrahúsa í Cheshire- og Merseyside-héruð- um segir ekki óalgengt að ungling- ar sem komi á sjúkrahúsið hafi drukkið allt að einum lítra af vodka. Sami læknir telur nauðsyn- legt að hækka verð áfengis til að draga úr unglingadrykkju. Af vef BBC Aukin ungl- ingadrykkja Enskir unglingar drekka of mikið. Fyrirburum er hættara við að eiga í vandræðum með sjónina. Ný rannsókn leiðir í ljós að aukin hætta er á að börn sem fædd eru fyrir tímann (fyrir 35. viku með- göngu) eigi í meiri vandamálum með sjón en þau sem fædd eru full- burða. Þetta kemur fram á frétta- vef Reuters-fréttastofunnar. Rannsóknin gefur einnig vísbend- ingar um að augnpróf sem tekin eru við tveggja og hálfs árs aldur hjá fyrirburum geti sagt fyrir um vandamál í sjón við tíu ára aldur. Rannsakaðir voru 198 fyrirburar við sex mánaða, tveggja og hálfs árs og tíu ára aldur. Fyrirburar sjá verr Sjónin getur orðið vandamál hjá fyrir- burum. Fyrir utan að eyða C-vítamíni úr líkaman- um stuðla reykingar við hjarta-, æða- og lungnakvillum, svo ekki sé minnst á hættuna á lungnakrabbameini. Reykingafólk þarf alla þá aðstoð sem möguleg er úr næringunni og þá sér- staklega úr efnum á borð við A-, C- og E-vítamín og selen. Næringarefni sem mælt er með fyrir reykingamenn á hverjum degi eru: C-vítamín, 2.000 mg, fyrir og eftir hádegi. E-vítamín, 400-1.000 ae daglega Selen 50 mcg, 1-3 á dag A-vítamín, 10.000 ae daglega Heimild: Ný og betri bætiefnabiblía hollráð } Bætiefni fyrir reykingafólk SéRhvER SígAREttA SEm þú REykiR EyðiR 25 mg AF C-vítAmíNi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.