Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 20
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR20 fréttir og fróðleikur > Fjöldi vinnustunda júlí til september 2006 Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Karlar 38 ,2 51 ,8 38 ,4 46 ,4 Konur Höfuðborgarsvæði utan höfuðborgarsvæðis Karlar Konur FréttasKýring Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is Pétur Óli Pétursson hefur mokað snjó í rúm 20 ár og rekur fyrirtækið PC gröfur. Þar eru nú átta manns á stanslausum vöktum við að hreinsa snjó af götunum. Hvernig gengur moksturinn? Við erum að fara að hugsa okkur til koju núna, enda ég búinn að vera að síðan klukkan þrjú í nótt. Við skiptum bílnum í þrjár vaktir á dag, en við erum háðir heimskum lögum frá Evrópusambandinu sem segja að við megum ekki vinna meira en níu tíma í einu. Þingmenn sem samþykktu lögin mega þó vinna alla nóttina þegar þeir eru á leiðinni í jólafrí, og virðast telja það meiri ábyrgð að stjórna einum bíl en heilu landi. Kom snjórinn á óvart? nei, nei, það koma alltaf svona skot, enda búum við á Íslandi. Það er lyk- ilatriði að vera reiðubúinn. Við erum eins og slökkviliðið, allt fer í völl ef við stöndum okkur ekki. Fagnar þú vetrinum? Já, það kemur birta af snjónum , og dregur krakka frá tölvunum svo þeir fari út að leika sér og verði rjóðir í kinnum. SpURt & SvARAÐ SnjómoKStur Eins og slökkviliðið pétur óli péturSSon snjómokstursmaður sveitarfélögin héldu sína árlegu fjármálaráðstefnu í síðustu viku og var í tengslum við hana gefin út Árbók sveitarfélaganna 2006 með upplýsingum um rekstur og efnahag sveitarfélaganna sem byggðar eru á niðurstöðum ársreikninga þeirra fyrir síðasta ár. Í bókinni kemur meðal annars fram að rekstrarkostnaður sveitarfélaga er afar mismunandi á hvern íbúa. Hvers vegna er rekstrarkostnaðurinn svona mismunandi? Mikill mismunur er í stærð og innri gerð sveitarfélaga. Þar til viðbótar kemur mismunandi aldurssamsetning íbúanna, félagsleg staða þeirra eða landfræðileg lega sveitarfélagsins. sveitarfélög veita íbúunum mismikla þjónustu og gæði og virkni þjónustunnar er mismunandi. Hvers vegna eru skatttekjur sveit- arfélaga og tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga mismunandi? Íbúar sveitarfélaganna hafa misháar tekjur að jafnaði og einnig er nokkur breytileiki í álagningarhlutfalli útsvars. Verðmæti fasteigna er afar mismunandi milli sveitarfélaga sem hafa áþekkan íbúafjölda. staða sveitarfélaga er misjöfn í ýmsum málum og því er aðkoma Jöfn- unarsjóðs að rekstri þeirra mismunandi. aldursdreifing íbúa innan einstakra sveitarfélaga er ólík. Kostnaðarstig einstakra sveitarfélaga er mismunandi. Hvers vegna munar miklu í eignastöðu sveitarfélaga þegar miðað er við eignir á hvern íbúa? sveitarfélögin hafa valið mismunandi form á rekstri. rekstur- inn er allt frá því að vera með meginhluta undir sveitarsjóði yfir í einkafjármögnun umfangsmikilla framkvæmda. Mismunandi er hvort eignir séu færðar til núvirðis eða ekki. sérstaklega þegar um er að ræða eignir sveitarfélaga í hlutafélögum. Mismunandi er milli sveitarfélaga hvað þau hafa lagt mikla fjármuni til atvinnulífsins á staðnum. sum hafa tapað fjármun- um á því meðan verulegar eignir hafa myndast hjá öðrum. Þær hafa síðan verið seldar að hluta til eða öllu leyti. FBl-GreininG: niðurstaða rEKstrarrEiKnings HJÁ sVEitarFélögunuM Rekstrarkostnaður er mismunandi á íbúa Frá árinu 1998 hafa greiðsl- ur skattgreiðenda til þjóð- kirkjunnar hækkað um 55 prósent umfram verðbólgu. Á sama tíma hefur meðlim- um þjóðkirkjunnar fjölgað um 8,8 prósent. Greiðslur úr ríkissjóði til þjóð- kirkjunnar eiga á næsta ári að nema 3.838 milljónum króna. Til annarra trúfélaga renna sam- kvæmt fjárlögum 205 milljónir. Á árinu 1998 námu greiðslur úr ríkissjóði til þjóðkirkjunnar 1831 milljón króna samkvæmt fjárlög- um. Hefði þessi upphæð aðeins hækkað í takt við verðbólgu væri hún tæpir 2,5 milljarðar í dag en ekki áðurnefndar 3.838 milljónir sem ætlun er að komi í hlut þjóð- kirkjunnar á næsta ári. Aldargamall launasamningur Samtals er ætlunin að skipta 4.043 milljónum króna úr ríkissjóði á milli trúfélaganna í landinu á árinu 2007. Þjóðkirkjan, sem taldi 84 pró- sent landsmanna samkvæmt nýj- ustu tölum frá því 1. desember í fyrra, fær 95 prósent af peningun- um frá ríkinu. Skýringin á mis- ræminu á milli fjölda meðlima í trúarfélögum og greiðslna til þeirra úr ríkissjóði er fyrst og fremst fólgin í sérstökum samn- ingi ríkisins við þjóðkirkjuna um að greiða laun starfsmanna bisk- ups og prestastéttarinnar í land- inu. Er þessi samningur frá árinu 1997 byggður á eldra samkomu- lagi frá árinu 1907 þar sem á grundvelli umráða ríkisins yfir jarðeignum kirkjunnar var ákvarðað að ríkið greiddi laun presta. Um er að ræða 139 stöðu- gildi. Kjaranefnd veldur hækkunum Á fyrsta árinu eftir að þetta jarða- samkomulag ríkis og þjóðkirkju var endurnýjað, á árinu 1998, námu greiðslur úr ríkissjóði til að greiða laun presta 582 milljónum króna. Á árinu 2007 er reiknað með að greiðslan verði 1.373 millj- ónir króna. Hefðu greiðslurnar hækkað í samræmi við verðlags- þróun ættu þær hins vegar að nema 786 milljónum á næsta ári. Mismunurinn er 587 milljónir króna sem kirkjan fær nú auka- lega á þennan hátt miðað við fyrst eftir að samningurinn var endur- nýjaður. Að sögn Sigríðar Daggar Geirs- dóttur, fjármálastjóra á Biskups- stofu, skýrist þessi hækkun umfram verðbólgu af þeim ákvörð- unum sem Kjaranefnd hefur á þessu tímabili tekið um laun presta. Samkomulagið við ríkið hafi ekki verið bundið við ákveðn- ar upphæðir heldur við tiltekinn fjölda stöðugilda eins vikið er að hér að framan. jöfnunarsjóði ekki skipt jafnt Sóknargjöld eru annar veigamikill þáttur í tekjum þjóðkirkjunnar. Innheimt er sóknargjald af öllum skattgreiðendum sem náð hafa sextán ára aldri og peningunum skipt á öll trúfélög í landinu og söfnuði innan þeirra. Þeir sem hafa skráð sig utan trúfélaga verða einnig að borga sóknargjald og rennur það til Háskóla Íslands. Þrátt fyrir að sóknargjöldum sé í megindráttum dreift jafnt milli trúfélaga eftir höfðatölu er fólgin í þeim nokkur mismunun þjóð- kirkjunni í hag þar sem aðeins söfnuðir innan þjóðkirkjunnar fá peninga úr sérstökum jöfnunar- sjóði sókna sem ætlað er að styrkja stöðu fámennra safnaða. Á næsta ári eiga 1.836 milljónir að renna til þjóðkirkjunnar í sókn- argjöld og aðrar 340 milljónir í jöfnunarsjóð til handa söfnuðum þjóðkirkjunnar. Önnur trúfélög munu skipta á milli sín 205 millj- ónum króna. Velmegun hækkar sóknargjöld Eins og sést af meðfylgjandi töflu hafa sóknargjöld hækkað verulega frá því 1998. Ástæða þess er sú að sóknargjöldin eru visst hlutfall af tekjuskattstofni skattgreiðenda. Sóknargjöldin hafa því hækkað jafnt og þétt eftir því sem skattskyldar tekjur almennings hafa vaxið liðinn ára- tug. Sérsjóðir fá líka meira Aðrir tekjur þjóðkirkjunnar úr ríkissjóði á næsta ári verða 208 milljónir króna í Kirkjumálasjóð og 83 milljónir í Kristnisjóð. Þess- ir sjóðir sinna margvíslegum verkefnum. Kirkjumálasjóður kostar til dæmis prestsetur og setur biskupa og Kristnisjóður annast meðal annars verkefni til eflingar kristni og kristnu sið- gæði. Eins og með aðra liði sem áður eru taldir gildir það um þessa sjóði að greiðslan úr ríkissjóði til þeirra hefur hækkað verulega umfram verðbólguna. Hvað Kristnisjóð varðar skýrist það með því að framlög til sjóðsins voru á sínum tíma miðuð við laun fimmtán presta í fámennari sóknum. Og Kirkjumálasjóður hækkar eins og sóknargjöldin í takt við hækkandi tekjustofna almennings. Þjóðkirkjan fékk helmings hækkun umfram verðbólgu preStASteFnA Þjóðkirkjan fær ríflega 3,8 milljarða frá skattgreiðendum á næsta ári. önnur trúfélög fá 205 milljónir. Fréttablaðið/rÓbErt GreiðSlur til trúFélAGA tölur eru í milljónum króna 1998 2007 biskup Íslands o.fl. 582 1.373 Kirkjumálasjóður 107 208 Kristnisjóður 30 83 sóknargjöld 943 1.836 Jöfnunarsjóður sókna 170 340 Samtals til Þjóðkirkju 1.831 3.839 Sóknargjöld til annarra trúfélaga 62 205 Heimild: Fjárlög ríkisins. Látum ekki fylgifiska skammdegisins leggja okkur í rúmið. Styrkjum mótstöðuaflið, höldum heilbrigði og hreysti með varnarefnum náttúrunnar. Láttu sérhæft starfsfólk okkar aðstoða þig við val á vítamínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.