Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 40
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 Drengurinn með fiskinn fékk glænýjan búning í fimbulkuldanum sem ríkti í Reykjavík á dögunum. Styttan sem stendur í Fossvogi líkist mest væng af engli. FRéttablaðið/Vilhelm Það kannast kannski ekki marg- ir við nafn leikarans tim Curry (f.1946), jafnvel þótt hann hafi leikið í hvorki meira né minna en 173 kvikmyndum og þáttum, að meðtöldu hljóðsetningu á barna- efni. Ástæðan gæti helst verið sú að Curry er yfirleitt í aukahlutverki. Það kemur þó ekki að sök þar sem Curry er sannkallaður senuþjófur, með sterka útgeislun og getu til að bregða sér í ólíkustu hlutverk, allt frá myrkrahöfðingjanum upp í geðillan hótelstjóra. hér eru hans fimm bestu myndir. 1. the Rocky horror Picture Show (1975). Nýtrúlofað par leitar skjóls á draugalegu setri þegar bíll þess bilar úti í sveit og uppgötvar að húsráðendur eru í meira lagi skrítnir. Óvenjulegur söngleikur með kynferðislegum undirtóni og vísunum í vísindaskáldskap. Curry frábær sem húsbóndinn Frank N. Further. 2. it (1990). Sjö ungmenni reyna að ráða niðurlögum skrímsl- is, sem á sök á dauðsföllum í smábæ. Curry hefur sjaldan verið betri en sem morðóði trúðurinn Pennywise, í kvikmyndaðri útgáfu af sögu Stephens King. Svo sann- færandi var hann að meðleikararnir áttu erfitt með að umgangast hann á tökustað. 3. legend (1985). Ungur maður reynir að koma í veg fyrir að myrk- rahöfðinginn nái heimsyfirráðum. Ridley Scott leikstýrir Curry í hlut- verki skrattans og ungstirninu tom Cruise í mynd sem ekki gekk átaka- laust að búa til. Sem dæmi um það brann sviðsmyndin til grunna og varð að byggja aðra í flýti. 4. Charlie´s angels (2000). Þrír kvenkyns einkaspæjarar fá það verkefni að endurheimta stolinn raddbúnað. Curry fer með lítið en eftirminnilegt hlutverk glæpa- mannsins Rogers Corvin. Í einu skemmtilegasta atriði myndarinnar takast þeir Curry og bill murray á uppábúnir sem súmóglímukappar. 5. muppet treasure island (1996). Prúðuleikararnir segja miskunarlausum sjónræningjum stríð á hendur í þessari skemmti- legu útgáfu á sígildri sögu Robert louis-Stevenson. tim Curry smell- passar í hlutverk sjónræningjans Jons long Silver, sem svífst einskis til að komast yfir falinn fjársjóð. topp 5: tim Curry Frank N. Further úr kvikmyndinni the Rocky horror Picure Show (1975) er einn af mörgum furðufuglum sem tim Curry hefur leikið í gegnum tíðina. Sjónarhorn „ég vakna klukkan 6 á morgnana, viðra hundinn og les blöðin,“ byrjar brynjólfur björnsson, sund- og leikfimikennari, lýsingu á sínum daglegu athöfnum á venjuleg- um hvunndegi. hann kveðst alla virka morgna vera mættur upp í Sundhöll Reykjavíkur upp úr klukkan 7.30 og stjórna þar vatnsleikfimi fyrir aldraða í tímum sem byrja klukkan 8. „Síðan keyri ég á milli lauga og stjórna vatns- leikfimi að auki í breiðholtslaug, Grafarvogslaug, laugardalslaug og Vesturbæjarlaug. einnig er ég með leikfimi fyrir aldraða í sal í Víkingsheimilinu tvisvar í viku,“ segir hann. Þrjú hádegi í viku er brynjólfur síðan með sundkennslu í sundhöll Reykjavíkur fyrir ósynda, vatnshrædda, og þá sem vilja læra skriðsund eða bæta almennt kunn- áttu sína í sundi. Í spjalli við hann kemur fram að allt framantalið er frítt fyrir aldraða, í boði Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þar með er ekki öll sagan sögð því á mánudags- og miðviku- dagskvöldum er brynjólfur með vatnsleikfimi og sundnámskeið í breiðholtslaug frá klukkan 19-21.30 og á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum með sundæfingar fyrir fullorðna og skriðsundsnámskeið í Árbæjarlaug frá 19-22. Þetta hljómar eins og maðurinn sé alltaf að svo hann er inntur eftir áhuga- málum – öðrum en vinnunni. „Jú, ég syndi í frístundum, segir hann hlæjandi og kveðst líka spila golf og vera að læra á harmonikku hægt og rólega. en hvenær hvílir maðurinn sig? „ég legg mig stund- um eftir hádegið,“ svarar hann og bætir við. „Og kemst svo yfirleitt í ró í kringum miðnættið.“ -gg hvunndagurinn Syndir í frístundum Brynjólfur BjörnSSon FRéttablaðið/e.Ól Flottar kápur Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i Stærðir 36 - 48 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.