Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 63
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR46 Hrósið … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 veistu svarið Svör við spurningum á bls. 8 1 Mýrin 2 Valdimar Leó Friðriksson 3 Að meðaltali um 5000 bílar LÁrÉtt 2 langar 6 komast 8 mánuður 9 struns 11 tveir eins 12 rými 14 í vafa 16 skóli 17 hola 18 for 20 guð 21 litlaus. LóðrÉtt 1 betl 3 ryk 4 úrræðis 5 tugur 7 árviss 10 þukl 13 arr 15 stagl 16 starfsgrein 19 slá. LausN LÁrÉtt: 2 vilt, 6 ná, 8 maí, 9 ark, 11 uu, 12 pláss, 14 efins, 16 fg, 17 gat, 18 aur, 20 ra, 21 grár. LóðrÉtt: 1 snap, 3 im, 4 lausnar, 5 tíu, 7 árlegur, 10 káf, 13 sig, 15 stag, 16 fag, 19 rá. Magnús Scheving, nýkrýndur heiðursverðlaunahafi Edd- unnar, er staddur í Bret- landi þar sem hann verður í dag viðstaddur vígslu nýs íþróttahúss sem verður nefnt í höfuðið á Íþróttaálf- inum úr Latabæ. Ber það heitið Sportacus Sports Hall, en Sportacus er enska heitið á Íþróttaálfinum sem Magnús hefur leikið svo eftirminnilega. Íþróttahúsið er stað- sett við grunnskóla í London, skammt frá þjóðarleikvangi Breta, Wembley. „Krakkarnir í skólanum máttu ráða hvað íþrótta- húsið myndi heita og þeir völdu Sportacus í höf- uðið á Íþrótta- álfinum,“ segir Kjartan Kjartans- son, talsmaður Latabæjar. Auk þess að taka þátt í vígslu íþróttahússins mun Magnús fara í fjölda viðtala við breska fjöl- miðla. Á meðal þeirra eru dag- blöðin Independent, Sunday Mir- ror, Financial Times, Sunday Magazine, Sunday Express og breska útgáfan af Hollywood Reporter. Einnig mun hann fara í tvö sjónvarpsviðtöl, þar á meðal í spjallþátt Pauls O´Grady á Channel 4. Að auki mun hann fara í útvarpsviðtal hjá Breska ríkisútvarpinu, BBC. „Latabæ gengur mjög vel í Bretlandi og mjög mikil eftir- spurn hefur verið eftir að fá Magnús í heimsókn. Við ákváð- um að nota þessa þrjá daga til að anna eftirspurninni,“ segir Kjart- an. Íþróttahús nefnt í höfuðið á Íþróttaálfinum viNsæLL Á meðaL barNa Íþróttaálfur- inn hefur alla tíð verið vinsæll á meðal barna. Nú hefur heilt íþróttahús verið nefnt í höfuðið á honum. Latibær Sjónvarps- þættirnir um Latabæ hafa slegið í gegn úti um allan heim, þar á meðal í Bretlandi. Reggíhljómsveitin The Wailer heldur tónleika á Nasa, annað hvort núna í desember eða í febrú- ar á næsta ári. Forsvarsmenn útvarpsstöðvarinnar Flass 104,5 eru við það að landa samningum um tónleikana. Hljóm- sveitin er fræg fyrir að hafa spil- að með reggí-kóng- inum Bob Marley. Hafa plötur þeirra selst í yfir 250 milljónum eintaka um heim allan. „Þetta var hugmynd starfsmanna hérna og þetta kviknaði út frá því,“ segir Ómar Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útvarpsstöðv- arinnar Flass 104,5 sem stendur á bak við tónleikana. „Við ákváðum þetta eftir að það var búið að athuga hljómgrunninn fyrir þessu hjá fólki sem er í kringum okkur.“ Að sögn Ómars gætu tónleikarnir orðið fleiri en einir. Munu nokkrar íslenskar sveitir jafnframt sjá um upphitun. Hljómsveitin The Wailers starf- aði með Marley frá árinu 1974 þar til hann lést 1981. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta út árið 1995. Sveitin er núna á sinni fyrstu tónleikaferð í ellefu ár og er í þetta sinn skipuð upprunalegum meðlimum. Á tón- leikum er The Wailers dugleg við að spila lög eftir Bob Marley. Má þar nefna I Shot the Sheriff, Get Up Stand Up, No Woman No Cry og Buffalo Soldier. -fb The Wailers til Íslands á næstunni tHe waiLers Hljómsveitin The Wailers er á leiðinni hingað til lands í desember eða í febrúar. bob marLey Reggíkóngur- inn söng með The Wailers á sínum tíma. „Þetta var bara leiður misskilning- ur,“ segir Sverrir Rafnsson, eig- andi Rex, þegar hann er spurður hvort stjörnuritstjóranum Jeffer- son Hack og kærustu hans, ofurfyr- irsætunni Anouk, hafi ekki verið hleypt inn í eftirpartí hjá Sykurmol- unum eftir velheppnaða endurkomu sveitarinnar á föstudagskvöldinu. „Stúlkan sem var með gestalistann skrapp aðeins frá og þegar þessi umræddi maður kom ásamt kær- ustu sinni könnuðust dyraverðirnir ekkert við hann þegar hann vildi komast fram fyrir röðina,“ heldur Sverrir áfram og bætir því við að röðin hafi verið ansi löng þetta kvöld. „Þegar honum var meinuð innganga lét þessi maður og stúlkan sig bara hverfa,“ útskýrir Sverrir en brottför ritstjórans vakti hörð viðbrögð hjá vinum hans sem sátu í hlýjunni á skemmtistaðnum. Jefferson Hack er einhver virt- asta tískulögga heims í dag og stofn- aði meðal annars hið virta tímarit Dazed & Confused sem þykir leggja línurnar fyrir það sem koma skal í tísku, lífsstíl og jaðarmenningu. Hack komst á forsíður allra helstu slúðurblaða heimsins fyrir fjórum árum síðan þegar hann og fyrrum kærasta hans, ofurfyrirsætan Kate Moss, eignuðust saman dótturina Lilly Grace en Moss hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu vegna fíkniefnamisferlis og sam- bands síns við dóphausinn Pete Doherty. Hack er mikill Íslandsvinur og er góðvinur Bjarkar Guðmundsdótt- ur, söngkonu Sykurmolanna. Hann hefur heimsótt landið oft og mörg- um sinnum og eignast hér mikið af kunningjum. Hann var hingað kom- inn sérstaklega vegna tónleika Syk- urmolanna og eftir að hafa verið vísað burt frá Rex hélt hann rakleið- is upp á hótelherbergi og fór heim um morguninn. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins gerði Hack sér dagamun á föstudeginum fyrir tón- leikana og kíkti meðal annars í hátískuverslunina Liborius og hreifst mjög af því fataúrvali sem í boði var. Verður hins vegar forvitni- legt að sjá hvort þessari Íslandsferð og heldur snautlegri viðkomu á skemmtistaðnum Rex verði gerð einhver skil í tímariti Hacks. - fgg/áp JeFFeRSoN HAck: Komst eKKi inn í eftirpartí syKurmolanna Barnsföður Kate Moss ekki hleypt inn á Rex ritstjóriNN og fyrirsætaN Jefferson Hack og kærustu hans Anouk var vísað frá Rex fyrir leiðan misskilning. móðiriN og dóttiriN ofurfyrirsætan kate Moss með barn sitt og Hacks, Lilly Grace. Sitt sýnist auðvitað hverjum um verðlaunaafhendingar eins og edduna. einhverjum fannst það skjóta skökku við að laugardags- þáttur Jóns Ólafssonar skyldi vera tilnefndur fyrir skemmtiþátt ársins þegar aðeins tveir þættir með tón- listarmanninum geðþekka höfðu verið sýndir á RÚV. Var haft á orði að Jón væri orðinn það sjó- aður í sjónvarpi að hann þyrfti einungis tvo fyrir eina tilnefningu. og verðlaun- in hreppti kappinn að sjálfsögðu. Miðasalan á jólatónleikana Frostroses: european Divas hefur gengið vonum framar. Um er að ræða gríðarlega stóran viðburð þar sem margar af fremstu söngkonum evrópu koma fram ásamt heið- ursgestinum Petulu Clark. Tónleikarnir, sem verða í Laugardalshöll laugardaginn 5. desember, verða með glæsilegasta móti en samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður sviðið eins og jökull með stjörnubjart- an himin allt í kring. Strangar kröfur voru um klæðaburð gesta í útgáfuteiti Senu sem haldið var í Listasafni Reykjavíkur á laugar- dag. Svart og hvítt var skilyrði enda sveif andi James Bond yfir vötnum. engum var hleypt inn sem ekki var í svörtu og hvítu og rokkstjarnan magni fékk að kenna á þessu því strangir dyraverðir vörnuðu honum inngöngu þar sem hann var í galla- buxum. engu tauti var við verðina komið og Magni mátti hverfa af vettvangi. Hann birtist svo aftur skömmu síðar, kominn í svartar buxur og fékk þá að ganga óáreittur í salinn. - fgg/þþ frÉttir af fóLki ...fá þau Kristján Kristjánsson og Þórunn Kjartansdóttir fyrir að taka vel á móti þeim öku- mönnum sem keyra í gegnum Hvalfjarðargöngin. 39.900 kr. Skelltu þér á leik Fulham og Reading á Craven Cottage, laugardaginn 25. nóvember og sjáðu Heiðar Helguson takast á við þá Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Gist er á þriggja stjörnu hóteli, miðsvæðis í London í tvær nætur og er innifalið í verði flug, gisting, morgunverður og auðvitað miði á leikinn. FULHAM– READING Verð: PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 24.–26. nóv. 59.900 kr. Trier er elsta borg Þýskalands og þar er nóg um að vera á aðventunni. Borgin er böðuð ljósum og skreytingum og allt iðar þar af mannlífi. Tilvalið er að klára jólainnkaupin á skemmtilegum jólamörkuðum í ekta þýskri hátíðarstemningu. Gist verður á þriggja stjörnu hóteli í hjarta borgarinnar. Innifalið í verði er flug, gisting í þrjár nætur, morgunverður, rúta og spennandi skoðunarferðir. AÐVENTUFERÐ TIL TRIER 8.–11. des. Verð:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.