Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 42
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis­atburði, s­tórafmæli og útfarir í s­máleturs­dálkinn hér að ofan má s­enda á netfangið timamot@frettabladid.is. merkisatburðir 1878 Edison kynnir nýjustu uppfinningu sína, grammófóninn. 1916 Austurríski keisarinn Franz Josef andast. 1975 Gunnar Gunnarsson skáld andast 86 ára að aldri. 1987 Stórstjörnurnar Bruce Willis og Demi Moore ganga í það heilaga. 1990 Söngvarinn Mick Jagger kvænist sýningarstúlkunni Jerry Hall. 1993 Endurvarp hófst frá nokkr- um erlendum sjónvarps- stöðvum á Íslandi undir heitinu Fjölvarp. Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er 41 árs í dag Ég ákvað einhvern tíma að í stað þess að gera marga litla hluti myndi ég frekar gera eitthvað eitt stórt og fylgja því eftir. Alveg frá trýninu á skepnunni og út í hala. Eða allavega reyna það. Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur Hárgreiðslustofan Loft Salon, fyrsta flaggskip fyrirtækisins Redken í Evr- ópu, opnaði þann 14. október síðastlið- inn í Kaupmannahöfn við Pilestræde 12c í Gallery K, spölkorn frá Strikinu. Hefur stofan fengið mjög góðar við- tökur í Danmörku og hafa fjölmiðlar á borð við Berlingske Tidene, Metro og Nyhedsavisen gefið henni fína dóma. „Þessi stofa er á fallegum stað og í fallegri byggingu. Hérna er byggt á milli tveggja húsa og þetta er mjög „modern“ og mikill arkitektúr,“ segir Elsa Haraldsdóttir, kennd við Salon VEH, sem er einn af þremur eigendum stofunnar. Hinir tveir eru Hreiðar Árni Magnússon, annar eigenda Salon Reykjavík í Glæsibæ, og Jóhann Tómas Sigurðsson. Auk þess að opna nýja hárgreiðslu- stofu í Kaupmannahöfn fagnaði Elsa einnig 40 ára afmæli Salon VEH og Hárs ehf. í mikilli veislu sem var hald- in í Húsi verslunarinnar síðastliðinn laugardag. Þar var hártíska þeirra fjögurra áratuga sem starfsemi fyrir- tækjanna spannar sýnd og klæddust fyrirsætur fatnaði frá Egggerti feld- skera. Á hárgreiðslustofunni í Kaupmanna- höfn má segja að verið sé að sameina andrúmsloft boutique-hótels, vín- og kaffibars og hárgreiðslustofu. Hug- myndin er að þetta sé staður þar sem fólk getur hist og látið sér líða vel í afslöppuðu andrúmslofti og notið veit- inga meðan það fær alla þjónustu sem tengist hári þess. „Þetta er í raun fyrsta stofan með þessum blæ hér í Kaupmannahöfn,“ segir Elsa, sem tekur fram að sams konar hárgreiðslustofur séu reknar í New York. „Við höfum sameinað við- skiptaferli hérna, bæði fyrir starfs- fólkið, hvernig það getur unnið sig upp og orðið meðeigendur, og rekstr- arkerfið sem er af bandarískri fyrir- mynd. Það er háalvarlegt mál sem býr að baki þessu rekstrarlega, sem er eitthvað sem hárgreiðslufólk hefur í gegnum tíðina oft látið sitja á hak- anum. Ég var sjálf kannski í því ferli í gamla daga þegar ég vildi vinna við þetta af því að ég hafði gaman af hár- greiðslu. Í þessu tilfelli byggjum við þetta fyrst og fremst út frá rekstrin- um og því að umgjörðin og vellíðan viðskiptavina hafi forgang,“ segir hún. Elsa hefur átt gott samstarf við Redken í gegnum tíðina, enda verið umboðsaðili fyrir vörur fyrirtækisins undanfarin tuttugu ár. „Ég þekki Red- ken-fyrirtækið og þá aðila sem eru í Kaupmannahöfn. Það kom aldrei til greina annað en að vinna með Redken,“ segir hún. Þrátt fyrir alla þá þjónustu sem er í boði hjá Loft Salon segir Elsa að verðið sé viðráðanlegt. „Þetta á ekki að vera dýr stofa en heldur ekki ódýr,“ segir hún. Er verðið frá 550 dönskum krónum, eða 6600 krónum, og fer það síðan stígandi eftir því hver sér um klippinguna. freyr@frettabladid.is ElSA HArAlDSDóttir: Fagnar 40 ára aFmæli og opnun Góð umgjörð og vellíðan ElsA hArAldsdóttir Elsa í 40 ára afmælisteiti Salon VEH og Hárs ehf. sem var haldið um síðustu helgi. FréttABlAðið/DAnÍEl Á þessum degi árið 1783 urðu Frakkarnir Jean François Pilâtre de rozier eðlisfræðingur og François laurent markgreifi fyrstu mennirnir til að fljúga í loftbelg. Flugferðin varði í um hálftíma en þeir félagar flugu sem lá leið tæpa níu kílómetra leið yfir París. lofbelgurinn var úr smiðju Montgolfier-bræðranna sem voru bæði pappírsframleiðendur og upp- finningamenn. Þeir hönnuðu fyrsta loftbelginn og sýndu hann í júní 1783 og prófuðu sig áfram með því að senda ýmiss konar dýr upp í háaloft, þar á meðal hana, önd og kind. Þess má geta að dýrin komust klakklaust frá tilraunafluginu. Pilatre de rozier hafði í október prófað að fljúga í loftbelgnum en aðeins stutta leið og var belgur- inn tjóðraður við jörðina. Fyrsta loftbelgsferðin í ótjóðruðum loftbelg var því farin síðla í nóvember en mikill fjöldi fólks fylgdist með á þessum ævin- týralegu tímamótum þEttA gErðist: 21. nóVEMBEr 1783 Tveir Frakkar og loftbelgur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur og afi, Sigurður Már Gestsson Kirkjustétt 7a, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudag 21. nóv. kl. 13.00. Anna Karelsdóttir Gestur Már Sigurðsson Harpa Þorleifsdóttir Guðný Sigurðardóttir Maríanna Sigurðardóttir Tómas Bentsson Rut Ingimarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og frændi, Kjartan Árnason Kópavogsbraut 99, lést mánudaginn 13. nóvember. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 22. nóvember kl. 13.00. Edda Ólafsdóttir Marta Kjartansdóttir María Erla Kjartansdóttir Ólafur Sverrir Kjartansson Soffía Adolfsdóttir Saga Guðrún Ólafsdóttir Árni Björgvinsson Sigrún Stefánsdóttir Drífa Garðarsdóttir Helga Aðalbjörg Árnadóttir Finnur Frímann Árni Þór Finnsson Guðrún Finnsdóttir Kristjana Finnsdóttir Innilegustu þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður, fósturföður, tengdaföður og afa, Hjörleifs Ingólfssonar frá Vöglum í Vatnsdal, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmanns, Tjarnargötu 25a, Keflavík. Sérstakar þakkir eru til læknanna Gests Þorgeirssonar, Kristins Guðmundssonar, Sigurðar Böðvarssonar, Sigurðar Þórs Sigurðssonar og Guðjóns Karlssonar og samstarfsfólks þeirra fyrir einstaka umönnun. Einnig færum við einlægar þakkir til Heimahjúkrunar í Reykjanesbæ fyrir ómetanlegan stuðning og hlýhug. Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir Halldór Hagalín Hjörleifsson Arna Björk Hjörleifsdóttir Högni Sturluson Ingvi Þór Hjörleifsson Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir Árni Jakob Hjörleifsson Geirþrúður Ósk Geirsdóttir Gunnar Brynjólfur Sigurðsson Ólöf Haraldsdóttir Sara Björg Pétursdóttir Ingunn Guðmundsdóttir Larsson og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Anna Finnbogadóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. nóvember kl. 13.00. Finnbogi Á. Guðmarsson og Metta Kwanthong Erna Guðmarsdóttir og Steinþór Sigurðsson Örn Guðmarsson og Jóhanna Vilhjálmsdóttir Elín Ágústsdóttir og José Ramos börn, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sigurbjörn Þorleifsson Maríubaugi 123, 113 Reykjavík, lést föstudaginn 17. nóvember. Hulda Fríða Ingadóttir Þorleifur Sigurbjörnsson Magna Huld Sigurbjörnsdóttir Ingi Guðmundsson Jón Ó. Guðmundsson tengdabörn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.