Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 58
42 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR hAnDboltI HK komst seint og um síðir norður til Akureyrar þar sem liðið mætti Akureyrarliðinu og biðin á flugvellinum skilaði sínu því HK sigraði í leiknum á sunnudag, 22-20. „Þetta eru frábær úrslit enda mjög erfitt að koma hingað norður í þá stemningu sem er hérna,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, eftir leikinn. „Fyrst og fremst var vörnin frábær með Sigurgeir Árna fremstan í flokki og Petja fyrir aftan hana var líka magnaður.“ Sævar Árnason, þjálfari Akureyrar, var að vonum ekki jafn sáttur. „Við vorum engan veginn nógu góðir, það voru alltof margir menn sem spiluðu undir getu til að við ættum möguleika. Við fengum enga markvörslu í gang og þegar svona margir leikmenn spila illa vinnur maður ekki svona hörkuleiki, svo einfalt er það,“ sagði Sævar.  -hþh HK sigraði lið Akureyrar: Verðskuldað hjá HK migliusStýrði sínu liði til sigurs á Akureyri. FótboltI Það verður væntanlega blóðug barátta á Celtic Park í kvöld þegar skosku meistararnir í Celtic taka á móti Manchester United. Celtic þarf sárlega á sigri að halda en United nægir jafntefli til að komast áfram. Argentínumaður- inn Gabriel Heinze, varnarmaður Man. Utd, er nokkuð bjartsýnn. „Ég er bjartsýnn á að við kom- umst áfram. Ef við stýrum hraðan- um í leiknum þá munum við vinna. Engin spurning. Við munum ekki spila upp á jafntefli heldur ætlum við okkur öll stigin í þessum leik. Ég tel að United sé sterkara lið en þetta verður gríðarlega hörð bar- átta. Þetta verður ekta breskur slagur sem er ekki ólíkur argent- ínskum leikjum. Aðeins fyrir karl- menn,“ sagði Heinze. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur játað að hann sé einnig að hugsa um stórleikinn gegn Chel- sea um næstu helgi og því er ekki ólíklegt að hann hvíli einhverja lykilmenn. Wayne Rooney, sem skoraði tvö mörk um helgina, seg- ist vera klár í slaginn og vill ólmur taka þátt í leiknum á Celtic Park. Arsenal mætir stigalausu liði Hamburg SV á heimavelli og má alls ekki misstíga sig enda spenn- an í riðlinum mikil. Robin Van Persie er meiddur á ökkla og tæpt hvort hann geti spilað. „Þetta lítur ekki vel út og ég geri ekki ráð fyrir því að hann spili,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, við breska fjölmiðla. Það er sannkallaður stórleikur á Santiago Bernabeau í kvöld þegar hið stórskemmtilega lið Lyon heimsækir Real Madrid í uppgjöri toppliðanna í E-riðli. Vinni Lyon leikinn og seinasta leik- inn verður það aðeins í fimmta sinn sem lið sigrar alla leiki sína í riðlakeppni meistaradeildarinnar en það hefur ekki gerst síðan 2003. Real getur með sigri náð að standa jafnfætis Lyon og komist í barátt- una um toppsætið. -hbg Það verður væntanlega slegist á Celtic Park í kvöld í leik Man. Utd og Celtic: Aðeins fyrir karlmenn harkaÞað verður ekkert gefið eftir á Celtic Park í kvöld er heimamenn mæta Man. Utd. fréttAblAðið/getty iMAgeS Leikir kvöldsins: E-RIÐIll: reAl MAdrid - lyon SteAUA búkAreSt - dynAMo kiev StAÐAn: lyon 4 4 0 0 9-0 12 reAl MAdrid 4 3 0 1 10-4 9 s.búkarest 4 1 0 3 5-9 3 d. kiev 4 0 0 4 2-13 0 F-RIÐIll: CeltiC - MAn. Utd benfiCA - fC kAUPMAnnAhöfn StAÐAn: man.utd 4 3 0 1 7-3 9 CeltiC 4 2 0 2 6-6 6 benfica 4 1 1 2 3-4 4 fCk 4 1 1 2 1-4 4 G-RIÐIll: CSkA MoSkvA - Porto ArSenAl - hAMbUrg Sv StAÐAn: cskamoskva4 2 2 0 2-0 8 ArSenAl 4 2 1 1 4-2 7 porto 4 2 1 1 7-4 7 hSv 4 0 0 4 3-10 0 h-RIÐIll: lille - AnderleCht Aek AÞenA - AC MilAn StAÐAn: acmilan 4 3 1 0 8-1 10 lille 4 1 2 1 4-3 5 aekaþena 4 1 1 2 3-7 4 AnderleCht 4 0 2 2 3-7 2 REYKJAVÍK: Kringlan Bankastræti 5 Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 AKUREYRI: Glerárgata 32 www.66north.is 66°Norður óskar Birgi Leifi Hafþórssyni til hamingju með keppnisréttinn á Evrópsku mótaröðinni í golfi. Golffatnaður 66°Norður fæst í Miðhrauni, Faxafeni og á Akureyri. FótboltI Bandaríska undrabarnið Freddy Ady mætti á æfingu hjá unglingaliði Manchester United í gær en hann mun æfa hjá enska félaginu næstu tvær vikurnar og fékk til þess leyfi frá félagi sínu, DC United. Adu er einn umtalaðasti knatt- spyrnumaður seinni tíma og hefur verið undir smásjá flestra stærstu liða heims frá unga aldri. Adu, sem er 17 ára, var aðeins 16 ára þegar hann lék með bandaríska landslið- inu en hann er fæddur í Gana. Chelsea var um tíma talið lík- legast til að kaupa Adu en sagt er að ensku meistararnir hafi hætt við og séu ekki lengur á eftir stráknum. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, fer ekki leynt með áhuga sinn á stráknum. „Ég held að við gætum vel haft áhuga á honum. Hann er ungur en við höfum fylgst með honum í tals- verðan tíma. Við reyndum að fá hann á sínum tíma en þá samdi hann við DC United,“ sagði Fergie.  -hbg Freddy Adu loksins kominn til Englands: Adu æfir með Man. United aduímanchesterfreddy Adu, til hægri, sést hér á æfingu hjá Manchester United í gær. fréttAblAðið/getty iMAgeS akureyri-hk 20-22 Mörk Akureyrar (skot): Andri Snær Stefáns- son 6 (10), goran gusic 5 (9/4), Alex kuz- minski 4 (11), hörður fannar Sigþórsson 2 (4) Magnús Stefánsson 1 (8), rúnar Sigtryggsson 0 (1), Aigars Agzdins 0 (2), Ásbjörn friðriksson 0 (7). Varin skot: hreiðar levý guðmundsson 8, Sveinbjörn Pétursson 4 hraðaupphlaup: 2 (Andri Snær 2) Fiskuð víti: 4 (Andri Snær, Magnús, Ásbjörn, Þorvaldur) Utan vallar: 4 mínútur Mörk hK (skot): valdimar Þórsson 8 (13), Árni björn Þórarinsson 4 (6), Augustas Strazdas 3 (4), ragnar hjaltestedt 2 (3), brendan Þorvaldsson 2 (3), Ólafur bjarki ragnarsson 1 (1), tomas eitutis 1 (3), gunnar Steinn Jónsson 1 (4), Sigurgeir Árni Ægisson 0 (1). Varin skot: egidjus Petckevicius 22 hraðaupphlaup: 1 (Árni björn) Fiskuð víti: 2 (tomas, ragnar) Utan vallar: 10 mínútur úrslitleikjaígær Iceland Express deild karla SnÆfell-tindAStÓll 108-85 StAÐA EFStU lIÐA kr 8 7 1 717-608 14 SnÆfell 8 7 1 641-575 14 skallagr. 8 6 2 709-643 12 grindAvík 8 6 2 709-614 12 keflavík 7 5 2 654-568 10 nJArðvík 7 5 2 654-568 10 tindastóll 8 2 6 685-729 4 hAUkAr 8 2 6 655-747 4 ír 8 2 6 608-674 4 fJölnir 8 2 6 669-725 4 þórþorl. 8 2 6 637-729 4 hAMAr/Self. 8 1 7 550-649 2 KöRFUboltI Haukar töpuðu í gær sínum öðrum leik í Evrópukeppni kvenna í körfubolta í gær er liðið mætti Montpellier í Frakklandi. Úrslit leiksins urðu 110-59, heimaliðinu í vil. Ljóst er að Haukar mættu gríðarlegu sterku liði í gær sem gaf aldrei eftir. Staðan í hálfleik var 53-24 en þriðji leikhluti var sá besti hjá Haukunum en í honum skoraði liðið 26 stig, meira en í öllum fyrri hálfleiknum. Montpellier er skipað hávöxn- um og fljótum leikmönnum sem nýttu sér þessa kosti óspart. Þá lék sömuleiðis með liðinu nýr bandarískur leikmaður sem var að leika sinn fyrsta leik í Evrópu- keppni og skoraði 21 stig. Ýmislegt jákvætt var þó við leik Haukanna. Stigahæst var Helena Sverrisdóttir með 31 stig sem er það mesta sem leikmaður Hauka hefur skorað í Evrópu- keppninni. Þar sem Haukar eru fyrsta og eina liðið sem hefur tekið þátt í keppninni gildir metið um öll íslensk félög. Sigrún Ámundadóttir átti einn- ig frábæran leik og skoraði tíu stig. Munaði það miklu að Ifeoma Okokwo skoraði ekki nema fimm stig í leiknum en hún hefur átt við meiðsli að stríða sem virðast hrjá hana nokkuð. Hvorki Pálína Gunnlaugsdótt- ir né Hanna Hálfdánardóttir gátu ferðast með liðinu vegna anna í námi. Haukar halda í dag til Parma á Ítalíu þar sem liðið á leik á morg- un. -esá Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 31 (5 frák., 5 stolnir), Sigrún Ámundadóttir 10 (5 frák., 4 stoðs.), Unnur Tara Jónsdóttir 9 (5 frák., 3 stoðs., 3 stolnir) Ifeoma Okokwo 5, Kristrún Sigurjóns- dóttir 3. Haukar kepptu í Evrópukeppni kvenna í körfubolta í gær: Helena setti stigamet í Frakklandi KöRFUboltI ÍR réð í gær Jón Arnar Ingvarsson sem þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta. Tekur hann við starfi Bárðar Eyþórssonar. -esá Körfuboltalið ÍR: Jón Arnar ráðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.