Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.11.2006, Blaðsíða 10
10 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR SKÓLAMÁL Fimm manna starfshóp- ur á vegum menntamálaráðuneyt- isins undirbýr nú sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Í nefndinni sitja tveir fulltrúar hvors skóla og einn úr ráðuneytinu. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, segir fyrirhugaða sameiningu skýr- ast á næstu dögum en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um ferlið. Nýlega var haldinn kynningar- fundur fyrir starfsfólk og fulltrúa nemenda við KHÍ og segir Ólafur Proppé, rektor skólans, að hugur fólks til sameiningarinnar sé almennt jákvæður og flestir til- búnir til að vinna áfram að sam- einingarferlinu. „Nýlega kom út skýrsla þar sem farið er yfir kortlagningu fyr- irhugaðrar sameiningar en þar kom fram að athuga þurfi sérstak- lega stjórnskipan, fjármál og stoð- þjónustu ef af sameiningu verður. Það er ekki einfalt að sameina tvær svo stórar stofnanir sem þessir skólar eru en við höldum ferlinu ótrauðir áfram.“ Ólafur segir fyrirhugaða dag- setningu sameiningarinnar 1. júlí 2008 en hún sé þó háð ákvörðun þingsins. Ólafur segir að einhvers konar endurskipulagning verði á deild- um innan HÍ við sameininguna og hugsanlegt að stofnaður verði Heilbrigðisvísindaskóli en sú hugmynd sé enn á teikniborðinu. - hs Athuga þarf stjórnskipan, fjármál og stoðþjónustu við sameiningu HÍ og KHÍ: Deildir HÍ endurskipulagðar Ólafur ProPPé Hugur starfsfólks og nemenda KHÍ til sameiningarinnar er almennt jákvæður. StJÓRnMÁL Ákvörðun Valdimars L. Friðrikssonar, sem settist á þing fyrir Samfylkinguna á síðasta ári en sagði sig úr flokknum á sunnudag, hefur vakið athygli en er fjarri því að vera einsdæmi. Á síðustu tólf árum hafa sex þingmenn sagt sig úr þingflokk- um og setið áfram á Alþingi utan flokka. Kristján Pálsson sagði sig úr Sjálfstæðisflokkn- um árið 2003 og sat utan flokka á þingi til loka kjörtímabilsins. Kristinn H. Gunnarsson starfaði stuttlega utan þingflokka veturinn 1998. Hann sagði sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins um miðjan október og gekk í Framsóknarflokkinn í desem- ber. Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Halldórsdóttir störfuðu báðar utan flokka um skeið, kjörtímabilið 1995-1999. Þær voru áður í Kvennalistanum. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig úr Alþýðu- flokknum og starfaði utan flokka frá september 1994 til loka kjörtímabilsins vorið 1995. Þegar Jóhanna tók ákvörðun sína voru, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi, tuttugu ár liðin síðan þingmaður hafði síðast starfað utan flokka. Mörg eldri dæmi er að finna um þetta í þingsögunni. - bþs Mörg fordæmi eru þess að þingmenn segi sig úr þingflokkum en starfi áfram: Sex utan flokka á tólf árum Valdimar l. friðriksson kristján Pálsson kristinn H. Gunnarsson kristín HalldÓrsdÓttir jÓHanna siGurðardÓttirkristín ástGeirsdÓttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.