Fréttablaðið - 21.11.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 21.11.2006, Síða 40
 21. nóvember 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 Drengurinn með fiskinn fékk glænýjan búning í fimbulkuldanum sem ríkti í Reykjavík á dögunum. Styttan sem stendur í Fossvogi líkist mest væng af engli. FRéttablaðið/Vilhelm Það kannast kannski ekki marg- ir við nafn leikarans tim Curry (f.1946), jafnvel þótt hann hafi leikið í hvorki meira né minna en 173 kvikmyndum og þáttum, að meðtöldu hljóðsetningu á barna- efni. Ástæðan gæti helst verið sú að Curry er yfirleitt í aukahlutverki. Það kemur þó ekki að sök þar sem Curry er sannkallaður senuþjófur, með sterka útgeislun og getu til að bregða sér í ólíkustu hlutverk, allt frá myrkrahöfðingjanum upp í geðillan hótelstjóra. hér eru hans fimm bestu myndir. 1. the Rocky horror Picture Show (1975). Nýtrúlofað par leitar skjóls á draugalegu setri þegar bíll þess bilar úti í sveit og uppgötvar að húsráðendur eru í meira lagi skrítnir. Óvenjulegur söngleikur með kynferðislegum undirtóni og vísunum í vísindaskáldskap. Curry frábær sem húsbóndinn Frank N. Further. 2. it (1990). Sjö ungmenni reyna að ráða niðurlögum skrímsl- is, sem á sök á dauðsföllum í smábæ. Curry hefur sjaldan verið betri en sem morðóði trúðurinn Pennywise, í kvikmyndaðri útgáfu af sögu Stephens King. Svo sann- færandi var hann að meðleikararnir áttu erfitt með að umgangast hann á tökustað. 3. legend (1985). Ungur maður reynir að koma í veg fyrir að myrk- rahöfðinginn nái heimsyfirráðum. Ridley Scott leikstýrir Curry í hlut- verki skrattans og ungstirninu tom Cruise í mynd sem ekki gekk átaka- laust að búa til. Sem dæmi um það brann sviðsmyndin til grunna og varð að byggja aðra í flýti. 4. Charlie´s angels (2000). Þrír kvenkyns einkaspæjarar fá það verkefni að endurheimta stolinn raddbúnað. Curry fer með lítið en eftirminnilegt hlutverk glæpa- mannsins Rogers Corvin. Í einu skemmtilegasta atriði myndarinnar takast þeir Curry og bill murray á uppábúnir sem súmóglímukappar. 5. muppet treasure island (1996). Prúðuleikararnir segja miskunarlausum sjónræningjum stríð á hendur í þessari skemmti- legu útgáfu á sígildri sögu Robert louis-Stevenson. tim Curry smell- passar í hlutverk sjónræningjans Jons long Silver, sem svífst einskis til að komast yfir falinn fjársjóð. topp 5: tim Curry Frank N. Further úr kvikmyndinni the Rocky horror Picure Show (1975) er einn af mörgum furðufuglum sem tim Curry hefur leikið í gegnum tíðina. Sjónarhorn „ég vakna klukkan 6 á morgnana, viðra hundinn og les blöðin,“ byrjar brynjólfur björnsson, sund- og leikfimikennari, lýsingu á sínum daglegu athöfnum á venjuleg- um hvunndegi. hann kveðst alla virka morgna vera mættur upp í Sundhöll Reykjavíkur upp úr klukkan 7.30 og stjórna þar vatnsleikfimi fyrir aldraða í tímum sem byrja klukkan 8. „Síðan keyri ég á milli lauga og stjórna vatns- leikfimi að auki í breiðholtslaug, Grafarvogslaug, laugardalslaug og Vesturbæjarlaug. einnig er ég með leikfimi fyrir aldraða í sal í Víkingsheimilinu tvisvar í viku,“ segir hann. Þrjú hádegi í viku er brynjólfur síðan með sundkennslu í sundhöll Reykjavíkur fyrir ósynda, vatnshrædda, og þá sem vilja læra skriðsund eða bæta almennt kunn- áttu sína í sundi. Í spjalli við hann kemur fram að allt framantalið er frítt fyrir aldraða, í boði Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Þar með er ekki öll sagan sögð því á mánudags- og miðviku- dagskvöldum er brynjólfur með vatnsleikfimi og sundnámskeið í breiðholtslaug frá klukkan 19-21.30 og á þriðjudags- og fimmtudags- kvöldum með sundæfingar fyrir fullorðna og skriðsundsnámskeið í Árbæjarlaug frá 19-22. Þetta hljómar eins og maðurinn sé alltaf að svo hann er inntur eftir áhuga- málum – öðrum en vinnunni. „Jú, ég syndi í frístundum, segir hann hlæjandi og kveðst líka spila golf og vera að læra á harmonikku hægt og rólega. en hvenær hvílir maðurinn sig? „ég legg mig stund- um eftir hádegið,“ svarar hann og bætir við. „Og kemst svo yfirleitt í ró í kringum miðnættið.“ -gg hvunndagurinn Syndir í frístundum Brynjólfur BjörnSSon FRéttablaðið/e.Ól Flottar kápur Nýbýlavegi 12 • Sími 554 3533 Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16 g æ ð i o g g l æ s i l e i k i Stærðir 36 - 48 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.