Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 2
75.000 KR.
GJAFABRÉF
FRÁ SMÁRALIND FYLGIR NÚNA ÖLLUM BÍLUM
Töluverð ölvun var í
miðborg Reykjavíkur aðfaranótt
sunnudags og mikið um pústra.
Undir morgun hafði lögreglunni
verið tilkynnt um fjórar líkams-
árásir.
Dyraverðir skemmtistaða urðu
fyrir tveimur árásanna. Einn var
bitinn í brjóstið af sautján ára
stúlku og annar var barinn af
manni á þrítugsaldri. Tilefni
beggja árásanna var að viðkom-
andi gesti var ekki hleypt inn á
staðinn.
Ráðist var á tvo til viðbótar
áður en nóttin var úti, en maður á
þrítugsaldri nefbrotnaði í átökum
við annan. Seinasta árásin varð
þegar maður var laminn í höfuðið
með flösku og skarst töluvert.
Dyravörður
bitinn í brjóst
Bæði Skotar og Englendingar eru fylgj-
andi sambandsslitum, og meirihluti beggja þjóða vill
ekki vera lengur hluti af Bretlandi. Þetta kemur
fram í niðurstöðum viðhorfskönnunar sem The
Sunday Telegraph lét gera og birti í gær.
52 prósent Skota vilja sjálfstæði og 59 prósent
Englendinga styðja einnig sjálfstæði Skotlands. 48
prósent Englendinga telja ennfremur að bæði Wales
og Norður-Írland eigi að sigla sinn sjó. 68 prósent
Englendinga vilja að hrein-enskt þing taki við af því
breska.
Spurningin um sjálfstæði Skotlands kemst á
dagskrá breskra stjórnmála í maí í vor, þegar Skotar
kjósa nýtt heimastjórnarþing, réttum 300 árum eftir
að konungdæmi Skota og Englendinga sameinuðust.
Skoski þjóðernisflokkurinn, SNP, krefst sam-
bandsslita og stofnun sjálfstæðs ríkis Skota. Hann
nýtur nú mikils fylgis meðal skoskra kjósenda. Nái
flokkurinn hreinum meirihluta á skoska þinginu í
Edinborg mun það ýta mjög undir sjálfstæðiskröf-
una. Leiðtogi SNP, Alex Salmond, hefur lýst áhuga á
að sjálfstætt Skotland taki sér Norðurlöndin til
fyrirmyndar og efli tengsl við þau.
Fimmtíu skæruliðar
talíbana og einn hermaður NATO-
herliðsins féllu í átökum í
suðurhluta Afganistans á
laugardag. Til átaka kom eftir að
hópur uppreisnarmanna gerði
árás á sameiginlegt herlið NATO
og afganskra stjórnarhermanna
nálægt Tarin Kowt. Herliðið
svaraði skothríðinni og gerði
loftárás á uppreisnarmennina.
Sameiginlegt herlið NATO og
afganskra hermanna varð einnig
fyrir árás uppreisnarmanna í
Kandahar á laugardag. Fimm
skæruliðar féllu og þrír hermenn
NATO særðust í átökunum.
Tugir skæruliða
felldir á vígvelli
Kostun dagskrárliða
Ríkisútvarpsins verður bönnuð,
þak sett á heimildir þess til að selja
auglýsingar og auglýsingar á vef
þess bannaðar. Þetta er á meðal
hugmynda um breytingar á frum-
varpi um Ríkisútvarpið sem
menntamálanefnd þingsins vinnur
að. Breytingarnar, verði þær að
veruleika, eru gerðar til þess að
koma til móts við andstöðu gegn
frumvarpinu.
Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins og
formaður menntamálanefndar,
segir engar breytingar hafa verið
gerðar enn, en verið sé að vinna að
hugmyndum um auglýsingar á
vefnum, takmörkun eða bann á
kostun þátta og takmarkanir á aug-
lýsingum.
„Ég vil skoða stöðu Ríkisút-
varpsins á auglýsingamarkaði og
minn vilji er að þessar breytingar
verði gerðar. Ef það næst samstaða
um þær, sem ég vona að verði, þá
verður frumvarpið lagt fram með
breytingunum,“ segir hann.
Hann segist telja að með breyt-
ingunum sé komið til móts við and-
stöðu gegn frumvarpinu og býst
ekki við að framsóknarmenn greiði
atkvæði gegn því, verði af breyt-
ingunum.
„Miðað við samskipti mín við
framsóknarmenn í nefndinni þá á
ég ekki von á því að þeir setji sig
upp á móti þessu.“
„Það eru þrjú meginatriði sem
við viljum koma fram með þessum
breytingum,“ segir Sæunn Stefáns-
dóttir, þingmaður Framsóknar-
flokksins sem á sæti í menntamála-
nefnd. „Í fyrsta lagi þarf
þjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins
sem almannaútvarps að vera gert
skýrt, í öðru lagi þarf að viðhalda
samkeppni á auglýsingamarkaðn-
um og í þriðja lagi þarf að sjá til
þess að starfsmenn haldi sínum
réttindum.“
Hún segist gera ráð fyrir að
þessar breytingar fari í gegn og
breytt frumvarp fari úr mennta-
málanefnd í vikunni. „Ef við skoð-
um málið í heild sinni þá erum við
að styrkja stöðu Ríkisútvarpsins,
en það má ekki vera þannig að við
gerum öðrum fjölmiðlum erfitt
fyrir.“
Verði frumvarpinu breytt er
það þriðja myndin sem það birtist í
síðan vinna við það hófst fyrir
þremur árum.
Auglýsingaheimildir
RÚV takmarkaðar
Unnið er að breytingum á RÚV-frumvarpinu í menntamálanefnd. Meðal tillaga er
að takmarka auglýsingaheimildir og banna kostun dagskrárliða. Fulltrúar flokka
ríkisstjórnar í nefndinni telja að frumvarpið verði samþykkt, komi til breytinganna.
„Tilfinningarnar bera mig
ofurliði,“ sagði Silvio Berlusconi
lágum rómi, rétt áður en hann
fékk aðsvif í beinni sjónvarps-
útsendingu á Ítalíu í gær. Hann
hafði þá flutt fjörutíu mínútna
langan reiðilestur gegn Romano
Prodi, forsætisráðherra landsins.
Einkalæknir Berlusconis og
lífverðir studdu hann síðan af
vettvangi. Læknir hans sagði að
blóðþrýstingur Berlusconis hefði
fallið skyndilega, en einnig að
hitasvækja í salnum hefði angrað
fyrrum forsætisráðherrann, sem
mun vera á batavegi.
Berlusconi er sjötugur að aldri
og efnaðasti maður Ítalíu.
Leið yfir Berlu-
sconi í beinni
Lögreglan í Bethnal
Green í austurhluta Lundúna hand-
tók í síðustu viku mann í tengslum
við árásina á Harald Hannes
Guðmundsson ljósmyndara. Mað-
urinn var yfirheyrður en vegna
skorts á sönnunargögnum þurfti
lögreglan að sleppa honum úr haldi
að henni lokinni. Hann er talinn
viðriðinn málið.
Robert Gurr, rannsóknar-
lögreglumaður í Bethnal Green,
segir engan mannanna þriggja
hafa þekkst af upptökum öryggis-
myndavéla. Hann telur líklegt,
eftir samtölum við fólk í hverfinu
að dæma, að mennirnir hafi ætlað
að ræna Harald í ábataskyni. Hann
útilokar þó ekki aðrar hugsanlegar
orsakir, í ljósi þess hve óvenjulega
fólskuleg árásin var.
Að sögn vina Haraldar þykir
samstarfsmönnum hans þar ytra
vænt um þá miklu athygli sem
árásin hefur fengið á Íslandi. Maja
Justinianovic, eiginkona Haraldar,
er komin út til Lundúna og vill
koma á framfæri þakklæti til
þeirra sem hafa stutt við bakið á
þeim Haraldi í hremmingunum, en
líðan hans er óbreytt og honum er
enn haldið sofandi á sjúkrahúsi.
Söfnunarreikningur Haraldi til
stuðnings hefur verið opnaður í
SPRON. Reikningur nr. 1150-26-
26600, kennitala 070970-4229.
Einn maður handtekinn
Manninum, sem féll niður
fimmtíu metra á Kárahnjúkum á
laugardagskvöld, er haldið
sofandi í öndunarvél á gjörgæslu-
deild Landspítalans. Hann má
þakka það sterkum leðurgalla og
snarræði félaga sinna og lækna á
Austurlandi að ekki fór verr,
segir sérfræðingur á slysadeild-
inni, en læknarnir fylgdu
manninum í sjúkrafluginu suður.
Maðurinn var mikið slasaður
við komuna á Landspítalann, með
áverka á kviðar- og brjóstholi, en
enga höfuðáverka. Hann fór beint
í uppskurð og líðan hans er
stöðug.
Féll niður
fimmtíu metra
Guðrún, fer næsta málþing
fram með SMS-sendingum?