Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 6

Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 6
Motorlift Ke›judrifnu Chamberlain Motorlift bílskúrshur›aopnararnir eru öflugir og sterkbygg›ir og fást fyrir allar stær›ir og ger›ir bílskúrshur›a. Motorlift er me› kröftugum en hljó›látum mótor og flægilegri fjarst‡ringu sem au›veldar umgengni um bílskúrinn e›a geymsluhúsnæ›i› í hva›a ve›ri sem er. Motorlift fæst í byggingavöruverslunum um land allt. bílskúrshur›aopnarar Fí to n / S ÍA ME‹ ÍSLENSKUM LEI‹BEININGUM. „Íbúar eru mjög ósáttir. Þeim finnst eins og þessar framkvæmdir hafi komið aftan að þeim,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafar- vogs, um byggingarframkvæmdir við Gufuneskirkjugarð. Bygging starfsmannahúss fyrir kirkjugarðinn er vel á veg komin. Borgaryfirvöld hafa einnig sam- þykkt líkbrennslu, líkhús, hús fyrir erfidrykkjur og hús undir kapellu, kirkju og bænahús. Elísabet segir kynningu á fram- kvæmdunum hafa verið sam- kvæmt reglum en samt hafa farið framhjá íbúunum enda aðeins verið fólgin í litlum blaðaauglýs- ingum. Í bréfi þriggja íbúa við Vallar- hús til borgarstjórans segir að hús þeirra hafi fallið í verði vegna þess að starfsmannahúsið hafi skert sjávarútsýni. Og að ekki komi til greina að sætta sig við nábýli við líkbrennslu: „Svoleiðis starfsemi á engan veginn heima hér í miðju íbúðarhverfi, rétt við íþróttamann- virki, skóla, leikskóla og dvalar- heimili.“ Íbúasamtökin áttu fund með kirkjugarðsyfirvöldum í síðustu viku. Elísabet Gísladóttir segist bjartsýn á að líkbrennslan verði ekki reist við Gufuneskirkjugarð. „Kirkjugarðsyfirvöld voru mjög jákvæð með að endurskoða stað- setningu fyrir líkbrennsluna,“ segir hún. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, segir hins vegar að engin ákvörðun hafi verið tekin um staðsetningu lík- brennslunnar. Hugsanlegt sé að hún verði byggð annars staðar en leyfi sé fengið fyrir staðsetningu hennar í Gufuneskirkjugarði. Íbúar í Grafarvogi hafi ekkert að óttast því ný líkbrennslu verði ekki byggð fyrr en eftir 15 ár. Þá muni ströngustu kröfur fyrir starfsleyfi verða uppfylltar. Næst á dag- skránni í Grafarvogi sé að byggja líkhús eftir þrjú eða fjögur ár. Elísabet segir að þótt sagt sé að engin lyktar- eða sjónmengun myndi verða af líkbrennslunni þá hafi íbúarnir ástæðu til efasemda. Þess utan sé tilfinningalegt áreiti alveg jafn mikilvægt. „Það þarf ekki annað en að ein- hver kveiki upp í arninum eða í rusli til að einhver finni til óþæg- inda, sérstaklega gamla fólkið sem horfir yfir kirkjugarðinn. Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir Elísabet Gísladóttir. Ólga í Grafarvogi vegna líkbrennslu Hörð andstaða Grafarvogsbúa dugir ekki til þess að hætt verði við líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Formaður íbúasamtakanna er bjartsýnn eftir fund með kirkjugarðsyfirvöldum, sem á hinn bóginn segjast ekki hafa hætt við líkbrennsluna. Yfir tuttugu þúsund múslimar tóku þátt í stærstu mót- mælum gegn ferð Benedikts páfa XVI til Tyrklands í Istanbúl í gær, en heimsóknin er sú fyrsta sem páfi fer í til lands þar sem flestir íbúanna eru íslamstrúar. Í september olli ræða sem Benedikt flutti í heimsókn sinni til Þýskalands mikilli reiði hjá mús- limum um allan heim. Í ræðunni vitnaði Benedikt í Manuel II, krist- inn keisara býsanska keisaraveld- isins á fjórtándu öld, sem hélt því fram að einu nýjungarnar sem Múhameð spámaður hefði fært heiminum væru illska og miskunnar- leysi. Páfagarður lítur á ferðina til Tyrklands sem tækifæri til að sættast við múslimaheiminn, og sagði Benedikt páfi á sunnudag að ferðin sýndi virðingu hans og ein- lægan vinskap gagnvart Tyrk- landi. Utanríkisráðherra Tyrklands, Abdulah Gül, hefur reynt að gera lítið úr mótmælunum. Hann sagði í gær að hann vonaðist til þess að heimsóknin myndi útrýma mis- skilningi milli múslima og krist- inna manna. Öryggisgæsla í kringum heim- sóknina verður öflug, en páfi mun heimsækja höfuðborgina Ankara, Istanbúl og svæðið sem talið er að María mey hafi dvalist á. Tugþúsundir mótmæltu Tvenn hópslagsmál urðu í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Annað málið kom upp í Engihjalla en hitt við Smáralind. Í báðum tilfellum var um ungmenni í kringum tvítugt að ræða. Í slagsmálunum við Engihjalla voru fjórir færðir til fanga- geymslu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Kópavogi létu þeir ófriðlega og náðist ekki að koma fyrir þá vitinu. Við Smáralind náðist að leysa úr málum og var enginn fluttur í fangageymslur. Lögregluþjónar úr Hafnarfirði og Reykjavík voru fengnir til aðstoðar í báðum málum. Hópslagsmál í Kópavogi Átt þú bókasafnskort? Eiga íslensk stjórnvöld að biðj- ast afsökunar á stuðningi við innrásina í Írak? Frumvarp um sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands hefur verið afgreitt af þingflokki Sjálfstæðisflokks og bíður nú samþykkis þingflokks Framsóknarflokks. Að því loknu verður það lagt fyrir á þingi. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins segir rétt að frumvarpið hafi verið lagt fyrir í sínum þingflokki en það hafi ekki verið afgreitt enn. „Frumvarpinu var dreift á seinasta þingflokks- fundi, yfirleitt eru mál afgreidd á næsta fundi svo menn hafi tíma til að fara yfir þau.“ Hann segist ekki hafa grandskoðað frumvarpið efnislega en hann viti að vel hafi verið vandað til þess. „Eftir því sem ég kemst næst er mikil sátt um þetta meðal fagfólks og menn sjá að þessi samruni muni styrkja báða skólana.“ Á seinasta ári setti menntamálaráðherra á laggirnar nefnd um samein- ingu skólanna. Álit nefndarinnar varðandi sameiningu var jákvætt og er frumvarpið afrakstur þess.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.