Fréttablaðið - 27.11.2006, Qupperneq 8
Litlu flokkarnir tveir,
sem ásamt Verkamannaflokknum
standa að norsku ríkisstjórninni,
vilja að Noregur neiti að innleiða
þjónustutilskipun Evrópusam-
bandsins, sem EFTA-ríkin í EES,
Ísland, Noregur og Liechtenstein,
eru annars skuldbundin til að gera.
Percy Westerlund, fastafulltrúi
framkvæmdastjórnar ESB gagn-
vart Íslandi og Noregi, varar við
því að með því að hafna tilskipun-
inni myndu Norðmenn hætta á að
setja allan EES-samninginn í upp-
nám.
Norska fréttastofan NTB hafði
eftir Westerlund fyrir helgi að
bæði framkvæmdastjórn ESB og
stjórnvöld í ESB-ríkjunum 25
myndu eiga erfitt með að sætta
sig við að land eins og Noregur,
sem stendur utan við sambandið,
neiti að innleiða þungavigtarlög-
gjöf sem tvímælalaust varðar
gildissvið EES-samningsins.
Ef til slíkrar höfnunar skyldi
koma myndi ekki aðeins verða
rætt um mótaðgerðir af hálfu
ESB, heldur hugsanlega um sjálfa
framtíð EES-samningsins í heild.
„Alvarleg spurning sem upp mun
koma er hvort ESB getur sætt sig
við að land sem ekki er aðildar-
ríki, sem tekur samt fullan þátt í
innri markaðnum, á að fá að kom-
ast upp með að taka sér forréttindi
sem ESB-aðildarríkin sjálf fá
ekki,“ er haft eftir Westerlund á
fréttavef Aftenposten.
Audun Lysbakken, varaformað-
ur sósíalíska vinstriflokksins, SV,
segir hins vegar að EES-samning-
urinn „verði að þola að Noregur
neiti að innleiða þjónustutilskip-
unina“. Hann segir að sé ekki hægt
að beita fyrirvara gegn innleið-
ingu svo umdeildrar Evrópulög-
gjafar, sé fyrirvararétturinn í EES
bara fyrir hendi í orði en ekki á
borði. Á landsstjórnarfundi SV
var í gær samþykkt ályktun um að
flokkurinn vilji að Noregur hafni
innleiðingunni „nema við séum
viss um að við munum geta barist
gegn félagslegum undirboðum,
varið grunnþjónustugreinar og
haldið stjórnsýsluyfirráðum og
neytendavernd“.
Flokksstjórn norska Miðflokks-
ins samþykkti helgina áður álykt-
un þar sem áréttuð er gagnrýnin
afstaða flokksins til þjónustutil-
skipunarinnar.
Evrópuþingið samþykkti end-
anlega útgáfu tilskipunarinnar
þann 15. nóvember og hún á að
ganga í gildi í ársbyrjun 2010.
Meginmarkmið hennar er að
stuðla að aukinni samkeppni á
sviði þjónustuviðskipta yfir innri
landamæri Evrópska efnahags-
svæðisins og ýta þar með undir
hagræðingu og sköpun nýrra
starfa í þjónustugreinum, sem 70
prósent allra launþega á EES-
svæðinu starfa við. Gagnrýnend-
ur tilskipunarinnar halda því fram
að hún muni stuðla að félagslegum
undirboðum og röskun á vinnu-
markaði.
Setti EES í uppnám
Andstæðingar þjónustutilskipunar ESB innan norsku ríkisstjórnarinnar vilja hafna
innleiðingu hennar. Talsmaður ESB segir það geta sett EES-samninginn í uppnám.
Morgunverðarfundur á Hótel Nordica,
þriðjudaginn 28. nóvember,
frá kl. 8.30 - 9.45.
Létt morgunverðarhlaðborð.
Verð 2.500 kr.
Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista
og formaður Viðskiptaráðs Íslands,
setur fundinn.
Erindi:
Jóhanna Waagfjörd, framkvæmda-
stjóri Haga: Mikilvægi erlends
vinnuafls fyrir atvinnulífið.
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir,
viðskiptalögfræðingur á skatta-
og lögfræðisviði Deloitte: Dvalar-
og atvinnuleyfi erlendra starfsmanna.
Páll Jóhannesson, forstöðumaður
skatta- og lögfræðisviðs Deloitte:
Skattlagning erlendra starfsmanna.
Fundarstjóri er Margrét Sanders,
framkvæmdastjóri rekstrar Deloitte.
Vinsamlegast tilkynnið skráningu
á vefsíðu Deloitte, deloitte.is, eða
sendið póst á skraning@deloitte.is.
Jóhanna Waagfjörd
Erlendur Hjaltason
Þóra Margrét
Þorgeirsdóttir
Páll Jóhannesson
Margrét Sanders
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
6
0
8
16
Sala sendiherrabústaðarins í Kaupmanna-
höfn og kaup eða leiga á öðrum hentugri er meðal
breytingartillagna meirihluta fjárlaganefndar við
fjárlagafrumvarp næsta árs sem nú er til umræðu í
Alþingi.
Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanrík-
isráðuneytisins, segir að verið sé að skoða hvort
hægt sé að komast af með ódýrara húsnæði.
„Við erum núna að skoða markaðinn út frá því
hversu verðmikið húsið er og jafnframt hvort að
ódýrara húsnæði gæti hugsanlega verið nær
sendiráðsskrifstofunni.“
Sendiráðsbústaðurinn er í úthverfi Kaupmanna-
hafnar og sendiráðsskrifstofan staðsett við miðbæ-
inn. „Við erum búin að eiga húsið lengi og það er
langur aksturstími inn í bæinn. Og nú er komið að
viðhaldskostnaði á húsinu sem gæti kostað talsverð-
ar fjárhæðir. Það er ekki alveg búið að ganga frá
þessu en verið að kanna út frá hagræðingaratriðum.“
Grétar segir það samræmast stefnu ráðuneytisins
að athuga húsnæði sem hafi fyrst og fremst það
hlutverk að vera atvinnutæki. Aðspurður um hvort
til þess gæti komið að keypt yrði dýrara húsnæði
segir Grétar það ekki vera í skoðun.
Ekki náðist í Svavar Gestsson sendiherra Íslands í
Danmörku.
Foreldrafélag leikskól-
ans Gullborgar hefur sent
Reykjavíkurborg bréf þar sem
skorað er á yfirvöld að bæta úr
starfsmannaeklu leikskóla. Segir í
áskoruninni að það vanti alls 68
stöðugildi í 50 leikskóla borgarinn-
ar. Hafi því þurft að senda börn
fyrr heim eða jafnvel hafa þau
heima einn dag í viku. Á sama tíma
sé 50 milljónum eytt í stofnun nýs
leikskólasviðs, en telur félagið að
nær sé að eyða fénu í ráðningu
starfsfólks.
Foreldrafélag
skorar á borgina
Augusto Pinochet
hefur lýst yfir að hann beri
„pólitíska ábyrgð“ á valdatíð sinni
frá árinu 1973 til
1990, þegar hann
var einræðisherra í
Chile. Yfirlýsingin
var lesin upp af
eiginkonu Pino-
chets á 91 árs
afmæli hans á
laugardag.
Einræðisherr-
ann varði einnig
hið blóðuga
valdarán sitt,
þegar Salvador Allende var komið
frá völdum 1973. Pinochet telur að
valdaránið og stjórn sín hafi gert
Chile að „öflugu, nútímalegu og
aðdáunarverðu landi“.
Í valdatíð Pinochets voru mörg
þúsund manna líflátin, pyntuð og
fangelsuð.
Viðurkennir
pólitíska ábyrgð
Bifreið lenti á ljósastaur
á Reykjanesbraut fyrir ofan
Grænás um sexleytið í gærmorg-
un. Ökumaðurinn, sem var einn í
bílnum, var fluttur með sjúkrabíl
á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Meiðsli hans voru ekki talin
alvarleg og fékk hann að fara
heim að læknisskoðun lokinni.
Bíllinn var töluvert skemmdur
eftir áreksturinn og þurfti
lögregla að kalla til dráttarbíl til
þess að koma honum af vettvangi.
Að sögn talsmanns lögreglunnar í
Keflavík liggur enginn grunur á
að um ölvunarakstur hafi verið að
ræða heldur var hálka megin-
orsök slyssins.
Ók á staur á
Reykjanesbraut
Til greina kemur
að bæta starfstengdri íslensku-
kennslu fyrir erlenda starfsmenn
í fiskvinnslu við námskeið Starfs-
fræðslunefndar fiskvinnslunnar
sem rekið er innan sjávarútvegs-
ráðuneytisins. Þetta kom fram í
máli Einars K. Guðfinnssonar
sjávarútvegsráðherra við setn-
ingu 25. þings Sjómannasambands
Íslands í gær. Einar er sannfærð-
ur um að starfstengd íslensku-
kennsla fyrir erlent fiskvinnslu-
fólk yrði til hagsbóta fyrir
fiskvinnsluna og byggðarlögin í
landinu í heild sinni.
Sjávarútvegsráðherra gerði
veiðiráðgjöf og hafrannsóknir í
víðum skilningi að umræðuefni
sínu. Hann ræddi þar sérstaklega
um þá umræðu sem á sér stað í
alþjóðasamfélaginu um að banna
botnvörpuveiði á úthöfunum.
Íslensk stjórnvöld leggjast ein-
dregið gegn slíku banni, „því yrði
svona bann að veruleika er líkleg-
ast að fylgjendur þess færðust í
aukana og beindu spjótum sínum
að botntrollsveiðum í lögsögu
ríkja.“ Einar ítrekaði þá skoðun
sína að hann leggst gegn banni
einstakra veiðarfæra en hvetur til
þess að þeim sé beitt þannig að
skaðsemi þeirra í lífríkinu sé lág-
mörkuð. Í þessu samhengi verða
veiðarfærarannsóknir í miðstöð
Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði
efldar og telur ráðherra þær rann-
sóknir skipta miklu máli.
Fiskvinnslufólk í íslenskunám
Hvað heitir örninn sem var
sleppt í gær?
Hvað heitir ný göngudeild
SÁÁ í Efstaleiti?
Hvaða indjánar ætla að
kæra Microsoft fyrir að stela
tungumáli þeirra?