Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 10
Kolfinna Dofra-
dóttir, sjö ára nemandi í Foldaskóla
í Grafarvogi, hefur nú beðið í fjór-
tán vikur eftir plássi á frístunda-
heimili og er hún ein þeirra 79
barna sem enn bíða eftir vistun á
frístundaheimilum í Reykjavík.
Nýleg könnun sem ÍTR lét gera
á aðstæðum þeirra barna sem bíða
eftir plássi á frístundaheimili sýnir
að 31 prósent barna er eitt heima
þegar skóladegi lýkur. Flest þess-
ara barna eru sjö og átta ára gömul
en könnunin náði til 114 barna.
Könnunin sýnir að 21 prósent barna
er hjá foreldrum sínum, átján pró-
sent barna eru hjá afa, ömmu eða
öðrum skyldmennum, átta prósent
eru í pössun, sjö prósent hjá eldri
systkinum, og fjögur prósent í
vinnu með foreldrum sínum. Þá
segja 62 prósent foreldra bið eftir
plássi á frístundaheimili hafa mikla
röskun í för með sér.
Foreldrar Kolfinnu eru Dofri
Hermannsson og Arndís Steinþórs-
dóttir og segir Dofri þau vera
heppnari en marga aðra í svipaðri
stöðu þar sem foreldrar hans búi í
húsinu. „Þá er Katrín, eldri dóttir
okkar, stundum heima eftir skóla
og getur litið eftir Kolfinnu þar til
við komum heim en þetta er mikið
púsluspil og streituvaldur,“ segir
Dofri en bætir við að reddingarnar
lendi mest á konu hans.
„Við hjónin komum heim úr
námi í haust og þegar vitað var að
dóttir okkar fengi ekki heilsdags-
vistun ákvað Arndís að taka að sér
kennslu því henni fylgir ákveðinn
sveigjanleiki. Það má því segja að
staðan í vistunarmálum hafi ráðið
til um núverandi starf Arndísar
sem stundum tekur Kolfinnu með
sér í vinnuna eða vinnuna með sér
heim. Hver dagur gengur út á
sífelldar reddingar og álag og það
verður mikill léttir þegar Kolfinna
kemst að á frístundaheimili.“
Dofri og Arndís hafa engin svör
fengið um það hvenær Kolfinna
kemst að en nú hafa fulltrúar
Samfylkingarinnar í borgarstjórn
komið með þá tillögu að kannað
verði hvort börn geti deilt með sér
plássi. Þessi tillaga kemur í kjölfar
könnunar sem sýnir að margir for-
eldrar þurfi ekki fulla vistun fyrir
börn sín.
Dofri segir að það myndi bjarga
miklu ef Kolfinna fengi pláss á frí-
stundaheimili tvo til þrjá daga í
viku. „Bæði myndi það létta
áhyggjum af okkur hjónum og
stelpan fengi einnig fleiri tækifæri
til að vera með jafnöldrum
sínum.“
Dofri segist mjög ósáttur við
framgöngu meirihlutans í málefn-
um frístundaheimilanna og að
vinna í málaflokknum hafi hafist
of seint. „Björn Ingi Hrafnsson
athafnastjórnmálamaður tók sér
langt frí í sumar og haust í stað
þess að ganga beint í mönnunarmál
á frístundaheimilum en það var
fyrirsjáanlegt að langan tíma tæki
að manna stöðurnar og að það
myndi leiða til biðlista.“
Dofri bendir á að í fyrra hafi
þáverandi meirihluti gripið til þess
ráðs að hækka laun starfsmanna á
frístundaheimilum en ekkert slíkt
hefði verið uppi á teningnum í
haust.
Biðin veldur röskun
og reddingum
Kolfinna Dofradóttir hefur beðið í 14 vikur eftir að komast að á frístundaheim-
ili og ekki sér fyrir endann á biðinni. Nýleg könnun ÍTR sýnir að 62 prósent
foreldra barna sem bíða segja biðina hafa haft mikla röskun í för með sér.
Þrátt fyrir nægan snjó er útlit fyrir að
skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal verði ekki opnað
fyrr en eftir áramót vegna þess að reksturinn er
þegar kominn umfram áætlun.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir að
rekstur skíðasvæðisins sé kominn tveimur milljón-
um fram úr áætlun fyrir árið og því verði að koma
til aukafjárveiting eigi að opna svæðið fyrir
áramót.
Kostnaður bæjarfélagsins vegna reksturs
skíðasvæðisins á þessu ári nemur 26,7 milljónum.
„Tekjurnar voru einungis þrjár milljónir en það
skýrist fyrst og fremst af því að mjög lítill snjór
var á svæðinu síðasta vetur,“ segir Halldór.
Halldór fundaði með fulltrúum Skíðafélagsins
sem sögðust reiðubúnir til að leggja fram vinnu við
opnun svæðisins og segist Halldór hafa lýst yfir
vilja bæjarstjórnar til þess að stuðla að því að svo
geti orðið.
Að sögn Jóhanns Torfasonar, forstöðumanns
skíðasvæðisins, væri hægt að opna svæðið innan
fáeinna daga fengist til þess fjárveiting.
Náttúrufræðing-
ar, sem hafa verið í viðræðum við
launanefnd sveitarfélaga, eru von-
litlir um að gengið verði frá endur-
skoðun kjarasamninga. Deilan
hefur verið hjá ríkissáttasemjara í
nokkra mánuði en engar viðræður
eru í gangi.
Ína Hjálmarsdóttir, formaður
Félags íslenskra náttúrufræðinga,
telur að náttúrufræðingar verði að
sækja hækkanir með öðrum hætti
en gegnum kjarasamning. „Það er
alltaf möguleiki að semja betur í
ráðningarsamningi en kjarasamn-
ingar segja til um,“ segir hún.
Kjarasamningur náttúrufræð-
inga er frá 2001. Eitt og hálft ár er
síðan endurskoðun hans átti að
fara fram. Ína telur allar líkur á
því að ekki verði gengið frá neinni
endurskoðun á samningnum og
þar með gildi gamli samningurinn
áfram.
Hún bendir á að náttúrufræð-
ingar hafi ekki fengið neinar samn-
ingstengdar kjarabætur í eitt og
hálft ár og fái ekki meðan ekki
hefur náðst samkomulag um end-
urskoðunina. Tilboð hafi borist en
„við getum ekki gengið frá samn-
ingi sem þýðir skerðingu fyrir
hluta af okkar félagsmönnum,“
segir hún.
Fundur samninganefnda verð-
ur líklegast boðaður fyrir jól.
Vonlitlir um samkomulag
Efnistaka úr
Ingólfsfjalli verður leyfð áfram í
samræmi við áður útgefið
framkvæmdaleyfi sem
sveitarfélagið Ölfus gaf út.
Úrskurðarnefnd skipulags- og
byggingarmála hefur hafnað
kröfu Landverndar og Náttúru-
samtaka Suðurlands um ógildingu
á framkvæmdaleyfi til efnistöku
úr fjallinu.
Meginrök sveitarfélagsins
fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis-
ins er hugsanlegur efnahagslegur
ávinningur af efnistökunni.
Sveitarfélagið leggur áherslu á að
reglum hafi verið fylgt og
lögbundinna álita leitað áður en
leyfið var gefið út.
Áframhaldandi
efnistaka leyfð
Framlag til byggingar
mislægra gatnamóta á mótum
Vesturlandsvegar
og Suðurlands-
vegar verður fært
til, samkvæmt
nýju frumvarpi
fjármálaráðherra,
og verður
fjárveitingu skipt
á tvö ár; í stað 600
milljóna á næsta
ári fari 400
milljónir í verkið á næsta ári og
200 milljónir á þarnæsta ári.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra segir að framkvæmdin við
Nesbraut sé minna verkefni en
áætlað hafi verið í upphafi.
Fjárveiting til verksins hafi verið
hærri samkvæmt samgönguáætlun
en nú sé fyrirsjáanlegt að kostnað-
urinn verði minni. Ef uppgjör
verksins verði undir fjárveitingum
fari afgangurinn í önnur verkefni
á samgönguáætlun.
Lægri kostnað-
ur við Nesbraut
Søren Gade,
varnarmálaráðherra Dana, hefur
gagnrýnt nokkur aðildarríki NATO
fyrir að skorast undan ábyrgð í
Afganistan, að sögn Politiken.
Bretar og Kanadamenn hafa
áður gagnrýnt Þjóðverja, Ítali og
Spánverja fyrir að hafa sína
hermenn einungis í norðvestur-
hluta Afganistans, en hann er mun
friðsælli en suðurhluti landsins.
„Öll lönd ættu að leggja sitt af
mörkum.“ segir Søren. Danskir
hermenn í Suður-Afganistan eru
290 talsins og á að fjölga í þeirra
röðum á næstunni.
Alls eru 32.000 hermenn á
vegum NATO í landinu og hafa
3.700 fallið í átökum á þessu ári,
flestir þeirra afganskir þegnar.
Gagnrýnir
NATO-ríki
Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins hefur
kynnt grænbókina sem ætlað er
að auka umræður og skoðana-
skipti um þróun evrópskrar
vinnumarkaðslöggjafar í þá átt að
tryggja sveigjanleika á markaði.
Á vef Samtaka atvinnulífsins
er sagt frá gagnrýni forseta
Evrópusamtaka atvinnulífsins,
sem segir að þrátt fyrir tilraunir í
gagnstæða átt, einblíni græna
skjalið of mikið á hvernig hægt sé
að viðhalda núverandi störfum. Í
staðinn ætti að leita leiða til þess
að greiða fyrir sköpun nýrra
starfa með auknum sveigjanleika
á vinnumarkaði.
Sveigjanleiki
verði aukinn