Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 27.11.2006, Qupperneq 24
Á veturna safnast oft litlir fugl- ar í garða þar sem fóður er að finna. Margir hafa ánægju af því að setja upp aðstöðu fyrir fuglana og fóðra þá, enda er það gott fyrir þessa smáfugla sem oft eiga erfitt uppdráttar í kuldanum. Það eru margir sem fóðra garð- fuglana sína ár eftir ár og hafa gaman að því þegar þeir koma í mat á veturna. „Helstu garðfugl- arnir eru skógarþrestir, tittlingar og starrar sem koma reglulega í garðinn hjá okkur,“ segir Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Fuglavernd. Fóðurbretti er hægt að fá í ýmsum verslunum með búsáhöld og byggingavörur, en síðan er líka gaman að smíða sitt eigið fóður- bretti með krökkunum. Brettið á að vera 60 til 80 cm á lengd og 50 cm á breidd með köntum svo fóðr- ið fjúki ekki burt. Síðan er það fest á 1,5 m háa stöng, svo kisa nái ekki til, og henni stungið ofan í jörðina. „Fuglarnir vilja helst mjúkt fæði, haframjöl, brauðmola, kart- öflur. En líka matarafganga eins og kjöt og fitu sem er hakkað og stappað saman. Fuglarnir þurfa á fitu að halda sem er besti orku- gjafinn á veturna og þess vegna gott að dýfa brauðinu í matarolíu og blanda líka við annað fæði,“ segir Einar. Mörgum fuglum finnst líka gott að fá epli og rúsínur en það laðar líka að sjaldséða og skrautlega fugla eins og silkitopp, svartþresti og gráþresti. „Það er mikilvægt að gefa þeim á hverjum degi, svo þeir eyði ekki orku í að bíða og leiti á staði þar sem þeim er bara gefið af og til,“ segir Einar. Snjótittlingar og auðnutittling- ar þurfa samt annars konar fóður. „Snjótittlingarnir þurfa fíngerð fræ og það er gott að gefa þeim á bersvæði, úti á túni eða á bílskúrs- þökum. Á meðan má fóðra auðnu- tittlinga með fræjum úr þar til- gerðum fóðrara,“ segir Einar. Það er mikilvægt fyrir fuglana að snyrta fjaðrirnar vel allan árs- ins hring en á veturna er það sér- staklega mikilvægt. „Til að fiðrið haldi einangrunargildinu þarf það að vera hreint. Þess vegna er gott að þeir hafi fuglabað nokkra senti- metra hátt sem alltaf þarf að vera hreint og má ekki vera klístrað. Þar geta þeir líka fengið sér að drekka,“ segir Einar. Fuglahús eru af öllum stærðum og gerðum og þar verpa sumir fuglar eggjum. Á vef fuglaverndar má sjá nokkrar tegundir af húsum, en einnig er hægt að búa þau til heima. Svo þarf að muna að setja bjöllu á kisu. Upplýsingar um íslenska fugla á vef námsgagnastofnunar: www. nams.is/fuglar – Upplýsingavefur Fuglaverndar:www.fuglavernd.is Garðfuglarnir koma aftur ár eftir ár 4thfloorhotel Laugarvegur 101 • 4thfloorhotel.is Vetrartilboð 1. nóvember - 1. maí Útvegum miða á leiksýningar og jólahlaðborð 1 manns herbergi 2ja manna herbergi Hópar 10+ Helgarferð kr. 5.900 kr. 7.900 kr. 5.000 á mann kr. 14.000 2 nætur í hjónaherbergi ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com STIGAR OG HANDRIÐ Við höfum lausnina, mælum, teiknum, smíðum og setjum upp Á lager : Beinir stigar - Loftastigar Handlistar - Stólpar - Pílárar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.