Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 26

Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 26
Jæja Arkitektúr er nýtt íslenskt fagrit sem kemur út á hálfs árs fresti og hjálpar lesendum að greina hismið frá kjarnanum. „Útgáfufyrirtækið SAGAZ vildi gera vörutímaritið Inn enn veg- legra með því að bæta við það sér- stökum hluta helguðum arkitekt- úr og fékk mig til að ritstýra honum,“ segir Arnaldur Geir Schram arkitekt um aðdragand- ann að útgáfunni. „Útkoman er því tvískipt tíma- rit, annars vegar Inn og hins vegar nýi hlutinn Jæja Arkitekt- úr, og kemur það út á sex mánaða fresti,“ heldur Arnaldur áfram. „Hvert tölublað er síðan helgað ákveðnu þema þannig að viðbúið er að það taki ákveðnum breyting- um þar sem gæði verða ávallt höfð í fyrirrúmi.“ Arnaldur segir Jæja Arkitekt- úr skera sig frá öðrum hönnunar- tímaritum, meðal annars vegna áherslu á gagnrýna umfjöllun og uppfræðslu. „Alltof mörg tímarit snúast um upphafningu einhverra vörumerkja,“ segir Arnaldur. „Markmið Jæja Arkitektúrs er að hjálpa lesendum við að greina his- mið frá kjarnanum svo þeir öðlist meiri innsýn í heim hönnunar.“ Arnaldur telur þekkingu á arki- tektúr og skipulagsmálum nokkuð ábótavant á meðal almennings, en sjálfur var hann við nám við Southern California Institute of Architecture í Los Angeles (SCI- Arc). Hann segist þó ekki vera að setja sig á háan hest gagnvart samlöndum sínum, heldur vilji hann einfaldlega miðla fróðleik. „Ég er ekki alvitur í þessum efnum en hef hins vegar fengið til liðs við mig fagaðila, bæði til að skrifa í tímaritið og sitja fyrir svörum,“ segir Arnaldur. „Í því samhengi er rétt að nefna að sumar greinanna eru skrifaðar af erlendu fagfólki og munu birtast á ensku í tímaritinu í bland við þær íslensku.“ Arnaldur segir að þótt Jæja Arkitektúr sé að þessu sinni upp- fullt af fróðleik um arkitektúr og skipulag, sé það skemmtilegt og auðvelt aflestrar enda löngu orðið tímabært að Íslendingum standi til boða tímarit sem uppfyllir slík skilyrði. Öðruvísi tímarit uppfullt af fróðleik um arkitektúrFlottustu teppin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.