Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 51

Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 51
Presturinn Gunnar Jóhannesson skrifar í Lesbók Morgunblaðs- ins 8. júlí sl. um trú og vísindi. Ástæðan er viðtal við Richard Dawkins í Kastljósinu 25. júní, hann ásamt trúbræðrum sínum kalla sig trúleysingja, hvernig sem það má nú vera að trú (skoð- un) þeirra á lífið og tilveruna sé trúleysi, vegna þess eins að vís- indin hafa ekki enn fundið gemsa- númerið hjá „Guði“. Vísindamenn hafa ekki alltaf rétt fyrir sér, það er vísindalega sannað, sá ég slegið fram nú fyrir nokkru. „Vísindi án trúarbragða eru lömuð, trúarbrögð án vísinda eru blind“ er haft eftir A. Einstein, hann sagði einnig, „Það óskiljan- legasta við alheiminn er það, að það er hægt að skilja hann“. Hann lýtur sem sé að stjórn. Er þessi stjórn ef til vill ekki það sem er í daglegu tali kallað „Guð“? Ef til vill sjáum við ekki það augljósa, vegna þess að það er of nálægt okkur, sjáum ekki skóginn fyrir trjánum. Grein Gunnars er nokkuð löng og skilmerkileg, og nokkuð marg- ir menn hafa gripið penna sér í hönd og tjáð sig um málefnið. Eitt er þó sammerkt með all- flestum skrifum presta og ann- arra guðfræðinga að þeir hafa ekki að mínu viti getað skilgreint hvað er þessi Guð, hann, hún eða það sem gefur okkur frjálsan vilja, setur okkur svo (Guðs)lög til að fara eftir að viðlagðri refsingu. Vil ég nú kalla eftir þessari skilgreiningu. Mig hefur um nokkurt skeið langað að koma á framfæri nokkr- um staðhæfingum er ég hef aflað mér um hvað sé „Guð“. Ég ætla að setja þetta upp eins og „Guð“ væri að útskýra hvað „hann“ er. „Það sem drífur alheiminn áfram og gerir tilvist hans „raun- verulega“ er það sem þið fólkið kallið sál eða áru sem er í kringum alla hluti alheimsins, og sumt fólk sér. Það er eingöngu til ein sál í öllum alheiminum sem allt er hluti af. Sál ykkar er einstaklingsmynd þessa guðsanda sem er allt-sem- er, og tjáir sig staðbundið og ein- stök. Sálin er allsherjarlífsorkan, einskorðuð og staðbundin og ólgar á tiltekinni tíðni í tilteknu rúmi og tíma. Orka er bylgjast á einstæðan hátt og er einstætt-útstreymi- alheimslífsins, og er kölluð sál og styðst við orku alheimslífsins er hún tilheyrir, sem er eitt af þrem- ur úrræðum hennar til að móta til- tekna upplifun, þessi orka er stundum kölluð andi. Hin úrræðin eru líkami og hugur. Sálin er þessi raunverulegi „þú“, og „þú“ ert ekki líkami þinn, sálin „þú“ notar eingöngu líkamann og hugann til að upplifa sig í ríki-hins-afstæða. Sálin getur horfið úr líkamanum um stund til að hressast og eflast, það tímabil kallið þið svefn, hún getur einnig runnið saman við alheimsorkuna í mjög langan tíma, það kallið þið dauða, en „dauði“ er að sjálfsögðu ekki til, sálin ummyndar einungis orku líkama ykkar og huga er hún sameinast aftur öllu-í-öllu (alheimsorkunni). Þannig upplifir einstaklingssálin sig aftur og aftur uns hún hefur upplifað sig í öllum litrófum lífs- ins og sameinast alheimssálinni að lokum sem hreinn kærleikur. Þessi orka hefur greind, eins og þið kallið það. Hún er uppspretta og geymsla allrar þekkingar og vitundar, allra gagna og upplýs- inga, skilnings og upplifunar. Þið eruð þessi orka og þessi orka er þið og það er ekkert sem skilur ykkur að. Þið og allt eruð eitt með þér, því að allt er fólgið í þessari orku. Það táknar að þú og allir aðrir í heimin- um eruð eitt, ekki í fræðilegum skilningi heldur í afar bókstaf- legum skilningi. Það er enginn, engin mann- leg vera neins staðar, sem þú átt ekki hlut í – eðlislægan og náinn hlut. Og því segi ég við ykkur enn og aftur. 1. Guð hefur aldrei hætt að tala við menn- ina milliliðalaust, hann hefur talað við og í gegnum menn frá fyrstu tíð, og gerir enn. 2. Sérhver mannvera er eins sér- stök og hver önnur sem nokkru sinni hefur lifað eða mun nokkru sinni lifa. Þið eruð öll boðberar, og berið boðskap lífsins hverja stund. 3. Engin leið til Guðs er beinni en önnur. Engin trúarbrögð eru „hin sönnu trúarbrögð“, engin þjóð er „hin útvalda þjóð“ og enginn spámaður er „merkasti spámaðurinn“. 4. Guð þarfnast einskis, æskir einskis til að vera ánægður því hann er ánægjan sjálf. Þess vegna æskir hann ein- skis af neinum eða neinu í alheim- inum. 5. Guð er ekki einstök ofurvera sem lifir einhversstaðar í alheim- inum eða utan hans, og hefur ekki sömu tilfinningaþarfir eða býr við sama tilfinningarót og menn. Það- sem-er-Guð verður ekki sært eða skaddað á neinn veg og þarf því ekki að leita hefnda eða refsa. 6. Allir hlutir eru eitt. Það er aðeins eitt og allir hlutir eru hluti af því-eina-sem-er. 7. Það er ekki til neitt sem er „rétt“ eða „rangt“. Eingöngu það-sem- gefst-vel og það-sem-gefst-ekki- vel, eftir því hvað það er sem þið leitist við að vera, gera eða hafa. 8. Þið eruð ekki líkami ykkar. Það sem þið eruð er takmarkalaust og tekur engan endi. 9. Þið getið ekki dáið og þið verðið aldrei dæmd til eilífrar útskúfun- ar (í eldi helvítis). Þessar staðhæfingar eru sann- ar. Þessar opinberanir eru raun- verulegar, og þið getið notað þær sem grundvöll fyrir nýja umfjöll- un andlegra efna.“ Hér líkur Guð máli sínu. Svo mörg voru þau orð, og nú er það hvers og eins að tjá sig. Það er að sjálfsögðu hægt að hafa þetta nokkuð yfirgripsmeira, en þá væri ekkert annað efni í blaðinu í dag. Með vinsemd og virðingu fyrir öllum skoðunum, og von um lífleg- ar og skemmtilegar umræður, og munið að það ósennilega í dag er raunveruleiki morgundagsins. Höfundur er leigubifreiðastjóri í Keflavík. Trú, trúarbrögð og vísindi HENRY BIRGIR GUNNARSSON - STEPHEN FOSTER FÁNÝTUR FRÓÐLEIKUR UM FÓTBOLTA GAGNLEGAR OG GAGNSLAUSAR UPPLÝSINGAR UM FÓTBOLTAMENN LANDSINS OG HEIMSINS. ALLT HIÐ SÖGULEGA, FYNDNA, SORGLEGA, STÓRKOSTLEGA OG FRÁBÆRA ... OG AUÐVITAÐ MERKILEG HNEYKSLISMÁL! Hver vissi að Tryggvi Guðmundsson hefði kornungur rifið gula spjaldið í miðjum leik? Eða að Guðjón Þórðarson hefði hjólað á eftir leikmönnum KR þegar þeir skokkuðu á Nesinu? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.