Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 58
Undirtektir á frumsýningu Nem-
endaleikhússins á Blóðbrúðkaupi
Lorca á föstudag voru heldur dauf-
ar; klappliðið þó mætt, kennarar
og starfsmenn, forkólfar og emb-
ættismenn. Og gagnrýnendur. Sú
var tíðin að nýliðun var svo hæg í
íslenskum leikhúsum að sviðsetn-
ingum Nemendaleikhússins var
fagnað af ofsalegu dálæti á nýjum
andlitum. Sannleikurinn er sá að
það heyrir til undantekninga að
sýningar nemenda haldi máli;
stóran mun mátti sjá þegar nem-
endahópurinn var settur inn í sam-
hengi starfandi leikflokks í svið-
setningu Benedikts Erlingssonar
á Draumleik fyrir fáum misser-
um.
Blóðbrúðkaup er valið af dönsk-
um leikstjóra sem hingað var val-
inn af einum kennara skólans.
Nemendurnir stærðu sig af því
skömmu fyrir frumsýningu að
textann hefðu þeir sullað saman
úr tveimur íslenskum þýðingum
og einni enskri. Það var það fyrsta
sem stakk í eyrun á frumsýning-
unni. Virðingarleysið fyrir töluðu
máli og upphöfnum stíl skáldsins
lýsti af textanum, þar ægði saman
flötu máli og upphöfnu, leikendum
gekk enda illa að fóta sig í ljóð-
rænum stíl skáldsins. Og þegar
leikari veit ekkert hvert hann er
að fara með textanum kemur það
niður á öllu fasi hans, svipbrigð-
um og hreyfingu.
Það er óskiljanleg ráðstöfun að
kalla til erlendan leikstjóra að
verkinu. Henni og samverkamönn-
um er veitt tækifæri til að setja
verkið upp á eina hringsviði lands-
ins og sitja áhorfendur í þröngum
helmingi áhorfendasvæðisins en
leikið í djúpum botni, tveimur
hliðarpöllum, baksviði og yfir því
svölum. Það þarf ansi harðsnúinn
leikhóp til að tengjast og varpa því
til áhorfenda á svo bútuðu svæði.
Leikstjórinn megnar ekki að upp-
hefja hin ólíku svæði leiksins í eitt
rými, hann þjónar atriðisskipting-
unni með því að lesa leikleiðbein-
ingar og útlistanir milli atriða sem
í flestum tilvikum staðfesta hið
augljósa. Sundurbútun hans á
atriðum verksins tætir heild þessa
harmasöngs sem verkið er.
Sviðsetningin er öll í útliti höll
undir fornan natúralisma, eins og
það hafi þurft. Ljóðið er svo hreint
í sínu einfalda táknkerfi að það
kallar næstum á abstrakt leik-
mynd.
Ég kýs að nafngreina ekki
flokkinn: utan Vigni Hrafn Val-
þórsson sem er skrefi framar
félögum sínum: þeir eru allir við-
vaningslegir á sviði, fálmandi í
óskýru konsepti leikstjóra síns.
Mesta furðu vekur hvað sýn-
ingin er öll er orkulítil, hvað í hana
skortir kraft og hita. Það er
áhyggjuefni. Leiklistardeild Lista-
háskólans hefur um langan tíma
verið heilög kýr: slök frammistaða
deildarinnar í verkefni sem þessu
dregur upp efasemdir um kenn-
aralið skólans og tengsl hans við
virkt leikhúslíf í landinu. Hann er
helsjúkur af foragt af reynslu og
þangað eru kallaðir einstaklingar
sem hafa afar takmarkaða reynslu
af praktísku starfi á sviði. Raunin
hefur enda orðið sú að kraftar á
íslenskum sviðum koma víðar að,
úr erlendum skólum, jafnvel
áhugamennsku. Flestir nemendur
sem þaðan útskrifast ná áttum á
sviðum landsins á tveimur leiktíð-
um fái þeir vinnu. Hinir hverfa til
annarra starfa. Þannig að það
gerir máski ekki mikið til þó fjór-
um árum kennara og nemenda sé
fórnað fyrir jafn slakan árangur
og þessi sýning er. Eða hvað?
Tónlist Egils Guðmundssonar
prýddi sýninguna sem á kafla virt-
ist ætla að breytast í söngleik.
Hún var áheyrileg og fallega spil-
uð. Þannig að í einhverjum deild-
um skólans eru reynsluríkt fólk að
fleyta nemendum sínum til kunn-
áttu á sínum listrænu meðulum.
Blóðlítið nemendabrúðkaup
Hjá Leikfélagi Akureyrar eru
hafnar æfingar á leikritinu Svart-
ur köttur (The Lieutenant of Inish-
more) eftir Martin McDonagh.
Leikritið er margverðlaunað og
hefur víða vakið verðskuldaða
athygli. Sömu sögu er að segja um
mörg fyrri verka McDonaghs:
Koddamanninn, Halta Billa og
Fegurðardrottninguna frá Línakri
sem öll hafa verið sýnd hérlendis.
Frumsýning verður 20. janúar hjá
LA í Samkomuhúsinu en þá eru
liðin 100 ár frá fyrstu frumsýn-
ingu í húsinu.
Þetta hófst allt með því að dauð-
ur köttur fannst á veginum – besti
vinur Patreks í öllum heiminum.
Hann leitar hefnda, Mairead leitar
að ástinni, allir leita að Patreki
nema Davey sem leitar að leið út
úr klandrinu. Sagan er reyfara-
kennd og fyndin, persónurnar vit-
grannar en brjóstumkennanlegar,
umfjöllunarefnið áleitið og húm-
orinn flugbeittur. Svartur köttur
var frumsýndur í Bretlandi fyrir
fjórum árum og var valinn gaman-
leikrit ársins af þarlendum gagn-
rýnendum. Nú í vor var leikritið
svo frumsýnt á Broadway þar sem
leikhúsunnendur halda ekki vatni.
Leikstjóri er Magnús Geir
Þórðarson. Filippía Elísdóttir
hannar leikmynd og búninga en
hún er með reyndustu og eftirsótt-
ustu búningahönnuðum landsins
en hefur ekki áður hannað leik-
mynd fyrir leikhús. Þórður Orri
Pétursson hannar lýsingu. Hljóm-
sveitin SKE semur, útsetur og flyt-
ur tónlist og þýðingu annaðist
Hávar Sigurjónsson. Ragna Foss-
berg hannar gervi. Leikarar eru:
Guðjón Davíð Karlsson, Þráinn
Karlsson, Ívar Örn Sverrisson,
Ísgerður Gunnarsdóttir, Gísli
Pétur Hinriksson, Ólafur Steinn
Ingunnarson og Páll S. Pálsson.
Svartur köttur við Pollinn