Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 64

Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 64
 Fréttablaðið hefur á und- anförnum vikum tekið ítarleg viðtöl við marga af eftirsóttustu knattspyrnumönnum landsins. Tilgangur viðtalanna var að kom- ast til botns í hinum sérstaka íslenska leikmannamarkaði sem enginn veit mikið um. Ekki einu sinni leikmennirnir sjálfir. Hvað fá leikmenn í laun? Hvaða lið borga best? Hvernig samningar eru í boði hjá hverju félagi? Hvaða félög brjóta félagaskipta- reglurnar? Er verið að greiða leikmönnum „svart“ og hvaða lið á mest af peningum er á meðal þeirra spurninga sem Fréttablað- ið spurði leikmennina að. Fréttablaðið mun alla þessa viku birta greinar sem ætlað er að varpa ljósi á leikmannamarkað- inn. Þær upplýsingar sem koma fram í greinunum eru alfarið fengnar frá leikmönnunum sjálf- um. Í dag er farið yfir laun leik- manna. Það eru ekki mörg ár síðan nánast einu greiðslurnar í íslenska bolt- anum voru bónusgreiðslur. Svo er ekki lengur. Mikið fé er komið í íslenska boltann og má segja að sprengja hafi orðið síðustu tvö ár enda hefur þeim leikmönnum sem fá vel greitt fyrir knattspyrnuiðk- un á Íslandi fjölgað verulega á síð- ustu tveim árum. Fleiri félög en áður virðast hafa nokkuð fé á milli handanna. Þær sögur hafa gengið að marg- ir leikmenn í Landsbankadeildinni séu að fá 500-600 þúsund í mánað- arlaun. Það eru tröllasögur. Slíkar greiðslur eru samt í gangi en aðeins allra bestu leikmenn lands- ins hafa á milli 500-600 þúsund krónur í fastagreiðslu á mánuði. Ekki er ólíklegt að sömu leik- menn hafi fengið væna undir- skriftagreiðslu á sínum tíma sem gæti verið í kringum 1 milljón króna. Þessir leikmenn eru svo með árangurstengda bónusa. Mjög fáir leikmenn hér á landi eru í þessum flokki og klárlega færri en margur heldur. Laun „góðu“ leikmannanna hafa hækkað á síðustu árum og helsta breytingin er sú að fleiri leikmenn eru farnir að fá veglega greitt en áður. Ef leikmenn á annað borð eru eftirsóttir hér á landi í dag geta þeir verið að fá 250-350 þúsund krónur í fastagreiðslu á mánuði. Þeim er mjög sjaldan boðið minna í fyrstu atrennu. Ofan á það geta síðan komið árang- urstengdar greiðslur sem og fríð- indi. Fríðindin eru þá oftast afnot af bíl sem og íbúð sem félagið skaffar leikmanninum. Þau fríð- indi geta numið allt að 150 þúsund krónum á mánuði. Félög hafa einnig farið þá leið að bjóða leikmanni niðurgreiðslu af nýrri íbúð hjá ákveðnum verk- tökum. Þá erum við að tala um þriggja milljóna króna afslátt. Sumir leikmenn setja síðan atvinnu inn í samninginn sinn og ef leikmenn eru klókir geta þeir fengið tekjutryggingu og dæmi eru um slíkt. Þeir halda því ákveðnum launum þó svo þeir verði reknir úr því starfi sem þeim var skaffað. Þessa leikmenn má einnig kalla atvinnumenn því sumir þeirra hafa yfir 300-400 þúsund á mánuði og eru líka í vinnu í einhverjum tilvikum. Þetta eru heldur ekki ónýt laun samhliða námi. Þess má einnig geta í þessu samhengi að félög sem hafa verið á höttunum eftir atvinnumönn- um á leið heim hafa oftar en ekki einnig boðist til að greiða fyrir flutning leik- mannsins til landsins. Laun „miðlungsmanns- ins“ hafa einnig hækkað á síðustu árum. Leik- menn sem kannski hafa lítið gert á sínum ferli geta samt verið að fá um 150-250 þúsund í fastagreiðslu á mánuði. Það eru fáir leikmenn til skipt- anna á Íslandi í dag og það kemur „miðlungsmanninum“ til góða því hann er oftar en ekki eftirsóttur af þeim félögum sem betri mennirn- ir vilja ekki spila með. Slíkur leikmaður fær í flestum tilfellum einnig árangurstengdar greiðslur sem og einhver fríðindi. Þessir strákar geta verið að slá í 300 þúsund krónur á mánuði þegar vel lætur. Leikmenn sem eru í leikmanna- hópi liðanna í efstu deild og eru líklegir til að spila einhverja leiki hafa síðan um 50-100 þúsund krón- ur á mánuði í flestum tilfellum. Það hefur nokkuð færst í vöxt að lið séu að hækka greiðslur fyrir spilaða leiki og eitt lið í efstu deild hefur tekið stórt forskot á þeim vettvangi en við greinum frá nafni þess síðar í vikunni. Það lið hefur boðið leikmanni yfir 150 þúsund krónur fyrir spilaðan leik sem er langt fyrir ofan það sem önnur lið bjóða. Sig- urleikur hjá sama liði getur sett greiðsluna fyrir leikinn í um 170 þúsund krónur sem er ótrúleg tala. Algengt er að greiðsla fyrir leik sé á bilinu 30-70 þúsund krón- ur hjá hinum liðunum í efstu deild. Heildarlaun leikmanna geta því oft orðið ansi há ef vel gengur. Þess má geta að svartar greiðslur eru á miklu undanhaldi en heyra þó ekki sögunni til þó erfiðara sé að fela svörtu greiðslurnar en áður. Titlabónusar eru einnig hjá liðum í efstu deild og eru mjög mismunandi á milli liða eins og eðlilegt getur talist. Slíkur bónus er frá 200 þúsund og upp í milljón. Ef við skoðum hegðun félaga á leikmannamarkaðnum þá kemur í ljós að ekkert félag sem leikur í efstu deild fer eftir félagaskipta- reglunum. Ef liðin brjóta ekki reglurnar blákalt þá fara þau í kringum þær á mismunandi hátt. Algengast er að félög fara í gegnum feður leikmanna með sín mál. Það hefur reyndar komið fyrir að haft sé beint samband við mæður leikmanna en það er sjald- gæft. Það sem kemur kannski mest á óvart er að leikmenn eru duglegastir allra í því að „hlera“ menn sem eru samnings- bundnir öðru félagi. Þeir fá ekki greiðslu fyrir viðvikið en gera það af þeirri ástæðu að sitt lið styrkist komi ákveðinn leikmaður til liðs- ins. Um leið auk- ast möguleikar þeirra sjálfra á frekari árangurs- tengdum greiðsl- um. Það kemur örsjald- an fyrir að lið komi heið- arlega fram og biðji um leyfi til að ræða við leikmenn. Slík beiðni er þó oft eingöngu upp á kurteisina því öll lið hika ekki við að hafa samband við leikmann þótt slíkri beiðni sé hafnað. Ágengni félaganna kemur öllum leikmönnum á óvart og það hefur ósjaldan komið fyrir að leikmenn hreinlega slökkvi á símum sínum til að losna við áreitið. Þá grípa forráðamenn liðanna til þess ráðs að hringja í heimasíma sem og í síma foreldra. Forystumenn íslenskra knattspyrnufélaga eru mjög fylgnir sér enda stendur kapphlaupið um bestu bitana oft- ast stutt yfir. Þegar kemur að því að halda „ólöglegan“ fund við samnings- bundinn leikmann hefur komið fyrir að lið vilji hittast á skrifstofu viðkomandi félags að kvöldlagi og síðan er passað upp á að yfirgefa ekki húsið á sama tíma. Rétt eins og í góðri bíómynd. Mörg lið eru þó kærulaus og kæra sig kollótta þótt sjáist til leikmanns í „ólög- legri“ heimsókn. Knattspyrnumennirnir eru nær undantekningarlaust hissa á þeirri umræðu sem oftar en ekki er í fjölmiðlum um launamál þeirra því fæstum þeirra hafa verið boðnar þær upphæðir sem talað er um. Leikmennirnir tala ekki opin- skátt saman um launamál sín á milli og eru hræddir við að gefa upp laun sín við kollegana. Flestir knattspyrnumennirnir eiga það þó sameiginlegt að vera frekar slakir samningamenn og þeir játa það fúslega. Þeir taka sér allt of sjaldan nógu góðan tíma í samn- ingaviðræðurnar og eru of fljótir að samþykkja tilboð. Þeir sem minnsta reynslu hafa fara verst út úr samn- ingaviðræðunum. Knattspyrnu- mennirnir eru of linir og gefast allt of fljótt upp. Það er staðreynd. Leikmennirnir eru ekki einir um að vera klaufalegir í samning- um því félögin hafa ítrekað gert sig seka um að klúðra samningum. Það hefur margoft komið fyrir síðustu árin að þegar leikmenn hafa gefið gefið munnlegt loforð um að ganga til liðs við ákveðið félag þá bjóðast önnur félög til að tvöfalda þann samning. Við því hafa leikmennirnir ekki gengist og er ekki vitað til þess að leikmaður hafi gengið á bak munn- legs samnings. Hann hefur samt líklega blótað félaginu sem var til- búið að tvöfalda launin fyrir að hafa ekki verið löngu búið að bjóða betur því leikmaðurinn hefði aldrei hafnað slíku boði. Um þetta eru mýmörg dæmi og það sýnir að liðin eru til í teygja sig mjög langt eftir rétta leik- manninum en halda höndunum allt of fast að sér í upphafi og missa því af manninum. Oft fyrir einskæran klaufaskap. Íslenskir knattspyrnumenn virðast aftur á móti vera menn orða sinna og standa við gerða samninga þó svo hann sé munnlegur. Nýlegt dæmi um hið gagnstæða er undantekn- ing frá reglunni. Á morgun: Umfjöllun um liðin sem hafa minna á milli handanna en risarnir þrír – Valur, KR og FH. Knattspyrnumenn á Íslandi eru ekki lengur áhugamenn. Miklir peningar eru komnir í knattspyrnuna og þeir sem skara fram úr hafa það gott. Svartar greiðslur eru á undanhaldi en heyra ekki sögunni til. Athygli vekur að bæði leikmenn og stjórnarmenn eru klaufar í samningaviðræðum. Fleiri félög hafa fé á milli handanna í dag en áður. Öll lið brjóta reglur um félagaskipti. Hélt ég myndi missa af öðru stórmóti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.