Fréttablaðið - 27.11.2006, Side 65
Keppnin um Meistara-
bikar Evrópu fór fram í Köln um
helgina en í úrslitum mættust
Íslendingaliðin Ciudad Real og
Gummersbach. Ólafur Stefáns-
son leikur með Ciudad en með
liði Gummersbach leika Guðjón
Valur Sigurðsson, Róbert Gunn-
arsson, Guðlaugur Arnarsson og
Sverre Jakobsson. Þjálfari liðs-
ins er landsliðsþjálfarinn Alfreð
Gíslason.
Fimmtán þúsund manns
mættu til að horfa á úrslitaleik-
inn í Kölnarena og þeir fengu
eitthvað fyrir aurinn því leikur-
inn var bráðskemmtilegur og vel
leikinn. Meistaradeildarmeistar-
ar Ciudad tóku frumkvæðið í
upphafi og héldu því allt til loka.
Þegar blásið var til leikhlés var
staðan 18-13 fyrir spænska liðið
og munurinn á liðunum var sá
sami þegar leiktíminn var liðinn,
36-31.
Ólafur var góður hjá Ciudad og
skoraði fjögur mörk ásamt því að
leika félaga sína uppi hvað eftir
annað. Markahæstur hjá Ciudad
var Króatinn Mirza Dzomba sem
skoraði níu mörk. Þjálfarinn Tal-
ant Dujshebaev var næstur með
fimm mörk en þessi magnaði leik-
maður tók skóna úr hillunni á
nýjan leik fyrir skömmu síðan.
Róbert Gunnarsson var öflug-
ur á línunni hjá Gummersbach og
skoraði sex mörk. Hann var
markahæstur í liðinu ásamt
Frakkanum Daniel Narcisse.
Guðjón Valur skoraði fimm mörk
að þessu sinni. Guðlaugur stóð
síðan vaktina í vörninni en komst
ekki á blað.
Ciudad Real lagði Gummers-
bach í skemmtilegum leik
Eggert Magnússon,
verðandi stjórnarformaður West
Ham, sagði í samtali við BBC
fréttastofuna í fyrradag að hann
hygðist ræða við Peter Kenyon,
framkvæmdastjóra Chelsea, um
möguleg kaup á Shaun Wright-
Phillips, leikmanni félagsins.
„Ég þekki Peter Kenyon vel og
ég held að við munum setjast
niður og reyna að komast að réttu
verði, hvað svo sem það kann að
verða. Wright-Phillips hefur ekki
spilað reglulega fyrir Chelsea en
er góður leikmaður og á alla
möguleika á að standa sig vel.“
Ætlar að ræða
við Kenyon
Eggert Magnússon,
verðandi stjórnarformaður West
Ham, segir í viðtali við BBC að
draumur hans sé að færa
heimavöll liðsins frá Upton Park
á Ólympíuleikvanginn að loknum
leikunum sem fram fara í
Lundúnum árið 2012. Hefur hann
þegar óskað eftir viðræðum við
yfirvöld vegna þessa.
„Við keyptum West Ham þar
sem félagið er nú, á Boylen
Ground (Upton Park). En hvað
framtíðina varðar viljum við
flytja á Ólympíuleikvanginn.“
Hlaupabraut verður á vellinum
en Eggert segir að lítið mál sé að
leggja sæti yfir brautina, eins og
er gert til að mynda á Stade de
France í París.
Draumur Egg-
erts að flytja
Wayne Rooney skrifaði í
gær undir nýjan samning við
Manchester United sem gildir til
ársins 2012 en Rooney er búinn að
vera í herbúðum United í tvö ár
eftir að hann var keyptur frá
Everton á 27 milljónir punda.
„Ég er glaður því ég vildi alltaf
framlengja. Ég vil afreka mikið
hjá þessu félagi og vonandi
byrjar það á Englandsmeistara-
titlinum í ár,“ sagði Rooney.
Framlengir til
ársins 2012
Argentínumaðurinn
Carlos Tevez er í vondum málum
eftir framkomu sína um helgina.
Hann varð reiður er honum
var skipt af velli gegn Sheff. Utd
og þegar hann var búinn í sturtu
hélt hann heim á leið án þess að
kveðja nokkurn.
„Ég er mjög svekktur með
þessi viðbrögð,“ sagði Alan
Pardew, stjóri West Ham. „Þetta
er vanvirðing við mig, starfsfólk-
ið og liðsfélaga hans. Ég mun
hlusta á útskýringar hans áður en
ég tek ákvörðun um framhaldið.“
Líklega refsað
af West Ham