Fréttablaðið - 27.11.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 27.11.2006, Síða 66
DHL-deild karla Þýska úrvalsdeildin Skoska úrvalsdeildin Royal League HK heimsótti Fylki heim í Árbæinn í gær en leikurinn var skrautlegur í meira lagi og endaði með eins marks sigri HK, 33-34. Það var Valdimar Þórsson sem skoraði sigurmarkið úr glóru- lausu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn en Valdimar fór á kost- um í leiknum, skoraði 13 mörk og þar af 6 síðustu mörk HK. Fyrri hálfleikur fór ákaflega rólega af stað. Sóknarleikur beggja liða var ákaflega hægur og hreinlega hlægilegur á köflum líkt og dómgæslan sem var ekki boð- leg. Blessunarlega hallaði jafnt á bæði lið nánast allan leikinn en dómaraparið var stressað og hafði ekki snefil af sjálfstrausti. Ástandið batnaði eftir því sem á leið en heimamenn höfðu ávallt frumkvæðið og leiddu mest með þrem mörkum, 13-10, en einu marki munaði á liðunum í leikhléi, 19-18. HK mætti geysilega grimmt til síðari hálfleiks. Petkevicius smellti í lás í markinu og HK var fljótlega komið með þriggja marka forystu, 20-23. Þá hættu Kópa- vogsbúar að spila vörn og hið seiga og þolinmóða Fylkislið laumaði sér inn í leikinn aftur og tók for- ystuna á ný. Lokamínútur leiksins voru spennuþrungnar. Tomislav Bros jafnaði leikinn, 33-34, þegar tíu sekúndur voru eftir. HK tók leik- hlé, fór síðan í sókn og fékk dæmt víti á einhvern óskiljanlegan hátt þegar leiktíminn var að renna út. Allt varð vitlaust í húsinu, vara- mannabekkirnir tæmdust og Fylk- ismenn gerðu aðsúg að grútlélegu dómarapari leiksins. Dómurunum var viss vorkunn enda fengu þeir ekki frið til að sinna sínu starfi frá upphafi leiks- ins og þar fór fremstur í flokki Sigurður Sveinsson, þjálfari Fylk- is, en ömurlegt var að fylgjast með tuðinu í honum og ljóst að dómgæslan batnar ekki ef for- ráðamenn félaganna gefa dómur- unum aldrei frið og brjóta þá stanslaust niður en það er því miður raunin í allt of mörgum leikjum. Valdimar var annars yfirburða- maður á vellinum og í raun sá eini sem eitthvað gat hjá HK úti á vell- inum en í markinu varði Petkevic- ius vel. Ásbjörn átti stórleik hjá Fylki, Eymar var sterkur en Bros og Duric mjög slakir og hreint ótrú- lega hægir leikmenn. HK fékk sigur á silfurfati frá dómurunum Haukar unnu í gær góðan sigur á botnliði ÍR í DHL- deild karla í handbolta. Sigurinn var ekki eins öruggur og hann hefði getað verið en heimamenn fengu mörg tækifæri til að gera út um leikinn en hleyptu ÍR-ingum jafn oft aftur inn í leikinn. Haukar voru með þriggja marka forystu í hálfleik og unnu að lokum, 31-29. Árni Þór Sigtryggsson kom Haukum í 3-0 með þremur þrumu- fleygum í upphafi leiksins en ÍR- ingum tókst að jafna metin í stöðunni 10-10. Gestunum tókst reyndar aldrei aftur að jafna metin þrátt fyrir að komast nokkr- um sinnum nærri. Það var reynd- ar útlit fyrir að Haukarnir væru svo gott sem stungnir af í stöðunni 26-21 um miðjan síðari hálfleik- inn. ÍR-ingar komust aftur inn í leikinn og löguðu stöðuna í 28-27. En nær komust þeir ekki og upp- skáru Haukar sigur. „Eins og allir vita og hefur verið rætt mikið um að við höfum átt í bölvuðu basli og erum við að reyna að vinna okkur úr því. Þessi stig eru mikilvæg þó svo að ýmis- legt hafi vantað upp á spila- mennskuna hjá okkur í dag, sér í lagi var varnarleikurinn ekki nógu beittur. En sigur er sigur og ég er fyrst og fremst ánægður með það,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við komumst fimm mörkum yfir í síðari hálfleik og þá fengum við gott tækifæri til að gera end- anlega út um leikinn en enn og aftur slökuðum við of mikið á í þessari stöðu og hleyptum þeim inn í leikinn. En sem betur fer náðum við að halda haus út allan leikinn í þetta skiptið en það virð- ist stundum vanta upp á að við klárum allar sextíu mínúturnar.“ Þetta var aðeins annar sigur Hauka í deildinni en liðið hefur oft átt betra gengi að fagna. „Það er búin að vera allt önnur og betri stemning á æfingum hjá okkur undanfarnar tvær vikur og finnst mér að þetta sé allt á upp- leið hjá okkur. Við þurftum virki- lega á sigrinum að halda í dag til að kynnast sigurtilfinningunni á nýjan leik – menn voru kannski búnir að gleyma henni,“ sagði Páll. Jón Heiðar Gunnarsson og Brynar Steinarsson áttu frábæran leik fyrir ÍR en framlag erlendu leikmannanna í liðinu þarf að vera miklu meira ætli liðið að bjarga sér frá falli. Hjá Haukum var Árni Þór Sigtryggsson öflugur á köfl- um og Andri Stefan kom sterkur inn í síðari hálfleik. Björn Ingi Friðþjófsson átti einnig góðan leik í seinni hálfleik í markinu. Haukar hefndu ófaranna gegn ÍR-ingum „Þetta er svekkjandi en við vorum engan veginn nógu góðir, gerðum alltof mörg mistök og áttum ekki skilið að vinna þenn- an leik,“ sagði Markús Máni Michaelsson við Fréttablaðið eftir tap Valsmanna á Akureyri í gær og hafði hann hárrétt fyrir sér. Mikil kátína ríkti hjá Akureyring- um með þennan frábæra baráttu- sigur en Valsmenn trónuðu á toppnum fyrir leikinn. Norðanmenn tóku undirtökin um miðbik fyrri hálfleik eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í upphafi. Valsmenn gerðu mörg mistök í sóknarleik sínum og gátu þakkað Ólafi Gíslasyni mark- manni fyrir að vera ekki meira en þremur mörkum undir í hálfleik, 14-11. Valsmönnum tókst með harð- fylgi að jafna metin í síðari hálf- leik þar sem spennan var magn- þrungin frá upphafi til enda. Dómarar leiksins voru mikið í sviðsljósinu og voru bæði lið ósátt með parið sem rak hvern leik- manninn út af á eftir öðrum og missti öll tök á leiknum, sem kom þó jafn mikið niður á báðum liðum. Akureyringar náðu að halda forystu sinni undir lokin og þegar Valsmenn gerðu hvað þeir gátu til að jafna bættu Akureyringar við og unnu að lokum þriggja marka sigur, 25-22. „Mistökin í sókninni voru okkur dýrkeypt og við vorum nánast að elta þá allan leikinn án þess að ná tökum á leiknum. Við getum bara sjálfum okkur um kennt. Við verð- um að líta í eigin barm og ég get ekki annað en óskað Akureyri til hamingju með sigurinn,“ sagði Markús. „Ég held að þetta hafi verið verðskuldaður sigur. Þetta var frábær leikur og virkilega gaman að vinna þetta. Við náðum að spila góðan leik, heilt yfir, bæði í vörn og sókn, þrátt fyrir að við getum gert betur. Menn voru allir að berjast, hver einn og einasti og þegar stemningin er svona þá áttu ekki að geta tapað leik,“ sagði kampakátur Sævar Árnason, þjálf- ari Akureyrar, eftir leikinn. „Þetta gefur liðinu aukið sjálfs- traust. Ég tel að við höfum tapað tveimur síðustu leikjum vegna þess að við vorum lélegir, ekki vegna þess að andstæðingar okkar hafi endilega verið mikið betri. Þetta small í dag, við náðum að sýna nánast okkar besta leik og þá getum við unnið öll lið í deildinni,“ bætti Sævar við að lokum. Topplið Vals reið ekki feitum hesti frá leik sínum á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu fyrir Akureyri, 25-22, og misstu þar með toppsætið til HK. Valsmenn kenna engu nema sjálfum sér um tapið. Antoine Sibierski tryggði Newcastle fyrsta sigur liðsins í undanförnum níu leikjum þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Portsmouth á 69. mínútu. Heimamenn í Newcastle voru mun betri í leiknum og voru óheppnir að mark Obafemi Martins var dæmt ólöglegt vegna rangstöðu í fyrri hálfleik. Var þetta fyrsti sigur Newcastle á heimavelli síðan í 1. umferð deildarinnar og mark Sibierskis var aðeins það níunda í haust. Þá vann Tottenham 3-1 sigur á Wigan eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. Tvö mörk á tveimur mínútum undir lok hálfleiksins kom Tottenham- mönnum á rétta braut. „Við erum með flest stig allra liða í UEFA-bikarkeppninni, erum komnir í fjórðungsúrslit í deildarbikarnum og unnum góðan sigur í dag. Við getum verið nokkuð ánægðir með okkur í dag,“ sagði Martin Jol, hinn hollenski þjálfari Tottenham. Loksins sigur hjá Newcastle

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.