Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 67
Enska úrvalsdeildin Ítalska úrvalsdeildin Spænska úrvalsdeildin Hollenska úrvalsdeildin Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar Það var sannkallaður stórleikur á Old Trafford í Manchester í gær þegar efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar, Man. Utd, tók á móti liðinu í öðru sæt- inu, Chelsea, en þessi tvö lið eru svo gott sem búin að stinga hin liðin af í deildinni. Leikurinn var fínasta skemmtun og endaði með 1-1 jafntefli. Louis Saha kom Man. Utd yfir með góðu skoti utan teigs en Ricardo Carvalho jafnaði metin í síðari hálfleik. United er því enn með þriggja stiga forystu í deildinni. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var jákvæður eftir leikinn. „Við sönnuðum að við getum keppt á toppnum og þegar við erum upp á okkar besta þá erum við besta liðið í landinu. Næst á dagskrá er að stíga annað skref áfram og halda áfram að leggja hin liðin að velli. Stöðugleiki er það sem þarf til að vinna titla,“ sagði Sir Alex en hann var sam- mála kollega sínum hjá Chelsea, José Mourinho, að úrslitin væru betri fyrir Chelsea en fyrir United. „Það var svekkjandi að missa leikinn niður í jafntefli. Þeir voru mikið með boltann en sköpuðu lítið af færum. Við stóðum okkur vel í skyndisóknunum og fengum tvö frábær færi til að ganga frá leiknum. Við vorum óheppnir og maður þarf heppni í svona leikj- um,“ sagði Ferguson en hann var gríðarlega ánægður með Louis Saha í leiknum en Saha klúðraði dýrmætu víti gegn Celtic í Meist- aradeildinni og var ólmur í að bæta fyrir þau mistök. „Ég óttaðist aldrei um hann. Hann er þroskaður leikmaður og hefur verið eins og villt dýr á æfingum síðustu daga. Svo var honum sleppt úr búrinu í dag og þá sýndi hann styrk sinn.“ Saha skreið meiddur af velli undir lokin sem og Cristiano Ronaldo. United má ekki við frek- ari framherjameiðslum þar sem Ole Gunnar Solskjær er meiddur og Alan Smith er ekki kominn í mikið form eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var mjög sáttur við sína menn þar sem þeir komu til baka í leiknum og sýndu karakter. „Raunveruleikinn er sá að tíma- bilið ræðst í mesta lagi af sex stig- um. Það kom mér því mikið á óvart hversu örugglega við unnum deildina í fyrra. Ég tel lið mitt vera klárt í slaginn aftur núna og við getum hæglega farið alla leið. Það sem ég er ánægðastur með er karakterinn í strákunum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og yfirgefum svæðið þegar munur- inn á liðunum er sá sami. Mótið hefði ekki verið búið þótt United hefði náð sex stiga forystu. Engu að síður er munur á þriggja eða sex stiga forskoti,“ sagði Mourin- ho en hann segist hafa rætt við Ferguson eftir leikinn og þeir voru sammála um að jafntefli væru sanngjörn úrslit. Hann hrósaði síðan Howard Webb dómara. „Mér fannst hann standa sig mjög vel og er greinilega efnileg- ur dómari. Hann hefði getað brotn- að í svona stórum leik en stóð vaktina vel,“ sagði Mourinho. Chelsea-strákarnir fóru sáttir heim til London eftir að hafa náð jafntefli gegn Manchester United á Old Traf- ford í Manchester. Stjórar liðanna, Ferguson og Mourinho, voru sammála um að úrslitin væru sanngjörn. Man. Utd heldur því þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni en United og Chelsea hafa nánast stungið af. Fjölmargir leikir voru í spænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær en um helgina unnu þrjú efstu liðin í deildinni sína leiki. Barcelona vann Villarreal, 4- 0, á laugardagskvöldið og í gær vann Real Madrid 1-0 sigur á Val- encia en Sevilla vann Athletic Bilbao á útivelli. Sevilla hélt því öðru sætinu í deildinni en Real komst þangað um stundarsakir í gær eftir að fyrirliðinn Raul hafði skorað eina mark leiksins gegn öðru stórliði, Valencia. Leikmenn Valencia stjórnuðu leiknum löngum stundum en fóru illa að ráði sínu þegar kom að því að klára sín færi. Madrídingar fengu hins vegar fá færi en nýttu þó sín betur. Þegar sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skor- aði Raul eftir fyrirgjöf Robertos Carlos. Leikmenn Valencia hafa átt í miklum meiðslavandræðum og fór til að mynda hinn skæði framherji David Villa af velli eftir aðeins fimmtán mínútur. Fernando Mori- entes var á bekknum þar sem hann er enn að jafna sig á meiðslum í læri. Valencia hefur nú ekki unnið í fimm leikjum í röð. Real Zaragoza er í fjórða sæti deildarinnar en gaf toppliðunum ekkert eftir í gær er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Celta Vigo á útivelli. Liðið er nú fjórum stigum á eftir Real Madrid. Osasuna tókst að lyfta sér af fallsvæðinu með sínum fyrsta sigri í átta útileikjum á tímabilinu er liðið fór illa með Deportivo og vann, 4-1. Raul tryggði Real sigur gegn Valencia 32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í karlaflokki lauk í gær með átta leikjum. Úrvalsdeildarlið mættust innbyrðis í tveimur leikjum í gær og vann Keflavík útivallarsigur á Hetti og Grinda- vík vann Snæfellinga á heima- velli. Steven Thomas skoraði 23 stig fyrir Grindavík og Adam Darboe 18. Justin Shouse var stigahæstur hjá Snæfelli með 28 stig og Sigurður Þorvaldsson var með 17. Grindavík vann Snæfell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.