Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 27.11.2006, Blaðsíða 70
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Það er rétt að bandið er svolítið í lausu lofti en við erum ekki hættir,“ segir Egill Tómasson, gítarleikari í hljómsveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome. Þrálát- ur orðrómur hefur gengið að undanförnu þess efnis að þessi umdeilda hljómsveit hafi lagt upp laupana. Ívar Örn Kolbeinsson, annar forsprakki sveit- arinnar, hefur verið mikið í fréttum undan- farið vegna opinskárra yfirlýsinga sinna um eiturlyfjaneyslu og rokklíferni sitt. Þær sögur hafa gengið fjöll- um hærra í Reykjavík að Ívar sé kominn í meðferð úti á landi og muni í kjölfarið ætla að flytjast til Danmerkur með móður sinni. Ívar er sagður hafa ákveðið að segja alfarið skilið við hljómsveitina. Egill segir að þessar sögur séu ekki alls kostar réttar, Ívar sé í það minnsta ekki að flytjast til Danmerkur. „Ívar er bara að reyna að hugsa sinn gang og er kominn í afslöppun úti á landi. Það var líka alveg kominn tími á það,“ segir Egill. Hann líkir hljómsveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome við unglingapartí sem fer úr böndunum. „Fólk þekk- ir þetta alveg, þetta er eins og í gamla daga þegar einhver var einn heima. Allt var í góðu til að byrja með en svo kom einhver með landa og þá varð fjandinn laus. Það var mikið aksjón í hljómsveitinni og partíið fór úr böndunum,“ segir hann. Egill segir að hinir meðlimir Dr. Mister taki lífinu með ró um þessar mundir og ætli svo að sjá til hvað verður. „Við bíðum bara eftir að Ívar sé búinn í jóganu, eða hvað þetta er sem hann stundar þarna, og slöppum af á meðan. Bandið er allavega ekki opinberlega hætt. Þó það hrikti aðeins í stoðunum þarf þetta ekki að vera búið.“ „Þú hittir nú á mig þegar ég er ennþá alveg í sæluvímu,“ sagði Kristinn Darri Röðulsson, nýkrýndur Herra Ísland, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á föstudag. Hann var að vonum hæstánægður og sagði keppnina hafa verið skemmtilega í alla staði. „Þetta er búið að vera svolítið strangt og erfitt ferli, en alveg gjörsamlega þess virði,“ sagði Kristinn, en hann hélt upp á sigurinn á fimmtudagskvöldið í félagsskap hinna keppendanna. Kristinn er búsettur á Akranesi en sækir skóla í Reykjavík, og er því nokkurt flandur á honum. „Ég er að læra kerfisfræði í Iðnskólan- um, maður er svona smá tölvunörd,“ sagði Kristinn. „Sem betur fer búa bæði bróðir minn og einn af mínum bestu vinum í bænum svo ég gisti hjá þeim þegar ég er alveg að gefast upp á að keyra á milli,“ sagði Kristinn kátur. Utan skóla á fótboltinn hug hans allan. „Ég æfi með ÍA og er yfirleitt í fótboltanum alla daga, en ég er meiddur núna,“ sagði Kristinn, sem er einn- ig nýkominn úr sambandi og því einhleypur sem stendur. Kristinn var á leið á fund til að fá nánari leiðbeiningar um hlutverk sitt sem Herra Ísland, en annars mun hann einbeita sér að undirbúningi fyrir jólapróf á næstu dögum. „Svo verður maður að gera eitthvað fyrir vini sína og fjölskyldu til að þakka allan stuðning- inn, maður þarf að reyna að launa þeim þetta einhvern veginn,“ bætti hann við. „Myndin fjallar um afstöðu ungs fólks á Austurlandi gagnvart álverum og virkjanaframkvæmd- um,“ segir menntaskólaneminn Hákon Seljan um heimildarmynd sem hann og félagi hans Garðar Bachman eru nú að leggja loka- höndina á. Hákon er bróðir fjölmiðla- mannsins Helga Seljan, sem nýlega hóf störf í Kastljósi og hafði áður starfað sem fréttamaður á NFS við góðan orðstír. Hákon útskrifast um jólin frá Menntaskólanum á Egils- stöðum og hefur getið sér gott orð sem skeleggur ræðumaður í menntaskólanum. Í ár var það þó vinnan við heimildarmyndina sem aftraði honum frá því að taka þátt í Mælsku- og rökræðukeppni fram- haldsskóla Íslands. Félagarnir hafa unnið að gerð myndarinnar frá því í byrjun september og hefur starfið gengið vel fyrir sig, þrátt fyrir tak- markaða reynslu í kvikmyndagerð. „Upphaflega stóð til að frum- sýna myndina á laugardaginn var en það náðist því miður ekki, það er alveg greinilegt að svo verður ekki,“ segir Hákon en lofar því að myndin verði tilbúin fyrir áramót en helst fyrr. „Það er Garðar sem er leiðandi í gerð myndarinnar, hann sér um allt kvikmynda-dótarí- ið á meðan viðtölin eru á minni könnu.“ Myndin verður frumsýnd á Austurlandi, líklega í sýningarsal Menntaskólans á Egilsstöðum, en svo er ætlunin að koma henni í sjón- varp. Eftir stúdentspróf stefnir svo Hákon á að breyta um umhverfi, „hvort sem það verður Reykjavík eða Vestfirðir, bara prófa eitthað nýtt.“ En um starf í fjölmiðlum gefur hann engin loforð, segir aðeins að það yrði gaman, „annars eitthvað sem framtíðin þarf að bera í skauti sér.“ Forvitnileg heimildarmynd að austan Herra Ísland er í fótbolta og tölvunörd ...fær Árni Salómonsson fyrir að kenna börnum að forðast hættur heimilisins með skemmtilegum hætti. PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 61.900 kr. Sannkölluð menningarveisla sem enginn óperu- unnandi má missa af. Ein þekktasta ópera Wagners, Loehengrin, í leikstjórn Peter Konwitschny, sýnd í Nýju Óperunni. Innifalið er flug fram og tilbaka með sköttum, gisting í 3 nætur á Hótel Imperial Copenhagen, 4* hóteli í hjarta borgarinnar, akstur til og frá flugvelli og miði á Lohengrin í Nýju Óperunni. Fararstjóri er Magnús Gíslason. Ferðin er í samstarfi við Borgarleikhúsið. ÓPERUFERÐ TIL KÖBEN 12.–15. janúar Verð á mann í tvíbýli: 49.900 kr. Það verður fjör þegar Liverpool kemur í heimsókn á Upton Park í janúar. Því ekki að skella sér til London og sjá hið íslenska West Ham mæta stórliði Liverpool í Ensku úrvals- deildinni? Svo skemmir ekki fyrir að Eggert og Björgólfur verða án efa í stúkunni á Upton Park. Þetta verður ævintýri af bestu gerð. WEST HAM– LIVERPOOL Verð á mann í tvíbýli: 30.–31. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.