Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 72

Fréttablaðið - 27.11.2006, Page 72
 Áratugum saman hefur verið rætt um að setja í lög þá lýð- ræðislegu nauðsyn að stjórn- málaflokkar opni bókhald sitt svo að hægt sé að greina fjár- hagsleg tengsl milli stjórnmála- flokka og kostunaraðila. Það hefur þó ekki hvarflað að nokkr- um manni að setja þak á þær peningaupphæðir sem einstakl- ingar eða fyrirtæki mega leggja í kosningasjóði; aðeins er farið fram á að viðskiptin og tengslin séu uppi á borðinu en ekki falin. virðist sem svo sem þing- menn hafi loksins tekið eftir þessari háværu umræðu og vilji í nafni lýðræðisins koma til móts við óskir almennings um betra siðferði í stjórnmálum. Í stað þess að „opna bókhaldið“ vilja þingmenn þó heldur opinbera hið pólitíska siðferði með því að þjóðnýta stjórnmálaflokkana og skammta þeim „hálfan milljarð“ af almannafé á hverju ári. Sem sagt 8 milljónir á ári fyrir kjör- inn þingmann; 32 milljónir fyrir hvern þingmann pr. kjörtíma- bil! þar sem ennþá virðist vera áhugi á því meðal fólks að bjóða sig fram til þingstarfa af fúsum og frjálsum vilja og á eigin kostnað virðist það í fljótu bragði vera fáránlegt bruðl með almannafé að þjóðnýta stjórn- málaflokka og borga þeim fyrir að framleiða þingmenn, 32 millj- ónir á stykkið. allrar sanngirni eru ríkisframlög af þessu tagi þó ekki fordæmislaus. Það er til dæmis alkunna að til er fólk sem stundar refa- og minkaveiðar af hugsjón eða einskærum áhuga á viðfangsefninu. Engu að síður er talið sanngjarnt að umbuna þess- um veiðimönnum af almannafé. Við minkaveiðar er greitt jafn- aðarkaup, kr. 650 á klukkustund og kr. 3.000 fyrir hvert dýr sem veiðist. Grenjaskyttur fá 7.000 kr. fyrir hvern fullorðinn ref (en aðeins 1.600 kr. fyrir hvern yrð- ling). Fyrir hálfan milljarð væri hægt að veiða rúmlega 70 þús- und fullþroska refi en það er einmitt sú upphæð sem í ráði er að greiða fyrir 63 alþingismenn. Það bendir til þess að það einvalalið sem situr á Alþingi Íslendinga telji við hæfi að meta hvern kjörinn þingmann á við 1.000 refi – og skal hér ekki tekin afstaða til þess mats, enda er það að líkindum huglægt. Huglægt mat

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.