Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.11.2006, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 27.11.2006, Qupperneq 72
 Áratugum saman hefur verið rætt um að setja í lög þá lýð- ræðislegu nauðsyn að stjórn- málaflokkar opni bókhald sitt svo að hægt sé að greina fjár- hagsleg tengsl milli stjórnmála- flokka og kostunaraðila. Það hefur þó ekki hvarflað að nokkr- um manni að setja þak á þær peningaupphæðir sem einstakl- ingar eða fyrirtæki mega leggja í kosningasjóði; aðeins er farið fram á að viðskiptin og tengslin séu uppi á borðinu en ekki falin. virðist sem svo sem þing- menn hafi loksins tekið eftir þessari háværu umræðu og vilji í nafni lýðræðisins koma til móts við óskir almennings um betra siðferði í stjórnmálum. Í stað þess að „opna bókhaldið“ vilja þingmenn þó heldur opinbera hið pólitíska siðferði með því að þjóðnýta stjórnmálaflokkana og skammta þeim „hálfan milljarð“ af almannafé á hverju ári. Sem sagt 8 milljónir á ári fyrir kjör- inn þingmann; 32 milljónir fyrir hvern þingmann pr. kjörtíma- bil! þar sem ennþá virðist vera áhugi á því meðal fólks að bjóða sig fram til þingstarfa af fúsum og frjálsum vilja og á eigin kostnað virðist það í fljótu bragði vera fáránlegt bruðl með almannafé að þjóðnýta stjórn- málaflokka og borga þeim fyrir að framleiða þingmenn, 32 millj- ónir á stykkið. allrar sanngirni eru ríkisframlög af þessu tagi þó ekki fordæmislaus. Það er til dæmis alkunna að til er fólk sem stundar refa- og minkaveiðar af hugsjón eða einskærum áhuga á viðfangsefninu. Engu að síður er talið sanngjarnt að umbuna þess- um veiðimönnum af almannafé. Við minkaveiðar er greitt jafn- aðarkaup, kr. 650 á klukkustund og kr. 3.000 fyrir hvert dýr sem veiðist. Grenjaskyttur fá 7.000 kr. fyrir hvern fullorðinn ref (en aðeins 1.600 kr. fyrir hvern yrð- ling). Fyrir hálfan milljarð væri hægt að veiða rúmlega 70 þús- und fullþroska refi en það er einmitt sú upphæð sem í ráði er að greiða fyrir 63 alþingismenn. Það bendir til þess að það einvalalið sem situr á Alþingi Íslendinga telji við hæfi að meta hvern kjörinn þingmann á við 1.000 refi – og skal hér ekki tekin afstaða til þess mats, enda er það að líkindum huglægt. Huglægt mat
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.