Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 12
12 3. desember 2006 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is frá degi til dags ÚtgáfUfÉlag: 365 ritstJÓrar: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson aÐstOÐarritstJÓrar: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason fUlltrÚar ritstJÓra: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UmræÐan Skattamál Stjórnvöld höfðu gefið okkur skatt-greiðendum fögur fyrirheit um að tekjuskattur einstaklinga yrði lækkaður um tvö prósent um áramótin. Það var m.a.s. búið að lögfesta þá lækkun. Í sumar gaf ríkisstjórnin hinsvegar út þá yfirlýsingu að skatturinn yrði aðeins lækkaður um eitt prósent og er nú verið að keyra þá breytingu í gegnum þingið. Rökin eru aðeins þau að það þurfi að tryggja þær efnahagslegu forsendur sem liggja til grundvallar samkomulagi aðila vinnumarkaðarins, sérstaklega hvað varðar þróun verðlags. Markmiðið er sem- sagt að slá á þenslu. Slík rök eru aðeins fyrirsláttur. Í fyrsta lagi var ríkisstjórninni full kunnugt um hverslags þensla yrði hér um þessar mundir, þegar skattalækkun- unum var lofað. Í öðru lagi er í sama frumvarpi lagt til að barnabætur, persónuafsláttur, sjómanna- afsláttur og vaxtabætur verði hækkaðar. Slíkt hlýt- ur að vera þensluhvetjandi og er því hróplegt inn- byrðis ósamræmi í rökunum. Í þriðja lagi sýnir ríkisstjórnin það ekki í öðrum verkum sínum að henni sé hugað um að sporna gegn þenslu. Nýverið var hætt við að hætta við ýmsar framkvæmdir, sem áttu að vera þensluhvetjandi, vegna þess að það var ekki lengur talin þörf á því. Í fjórða lagi slær þetta aðeins á þenslu ef ríkið leggur auknu tekjurnar fyrir. Það er ekki að sjá á fjárlagafrum- varpinu að nægjanlegs aðhalds sé gætt. Rannsóknir sýna að skattbyrði á ein- staklinga hefur aukist undanfarin ár. Er það vegna þess að tekjuskattsprósentan hefur ekki lækkað nægjanlega samfara hækkandi tekjum landsmanna. Stjórnmál á Íslandi snúast í of mikl- um mæli um hagsmuni fárra. Hérlendis hafa þrýstihópar sem gæta sérhagsmuna svo mikil áhrif að ríkisstjórnin gerir sérstaka samninga við þá þar sem það er tilgreint hvað þeir fái í sinn hlut. En hver gætir hagsmuna allra? Hags skattgreiðenda? Engir samningar eru gerðir við skattgreiðendur, það er ekki einu sinni staðið við loforðin sem þeim eru gefin. Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Hver gætir hagsmuna heildarinnar? davíÐ ÞOrlákssOn einu sinni er allt fyrst Meirihlutinn í Árborg sprakk á föstudag og er þá fyrsti meirihluti sem springur síðan kosningar fóru fram síðastliðið vor. Í Árborg mynduðu Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta en nú sakar oddviti Sjálfstæðisflokksins, Þórunn Jóna Hauksdóttir, framsóknarmenn um að hafa ekki starfað af heilindum í bæjar- stjórninni. Ekki leið heldur á löngu frá því að meirihlutinn sprakk þangað til viðræður Framsóknar, Samfylkingar og VG voru hafnar. Meiri- hlutinn í Árborg verður væntanlega ekki eini meirihlutinn í bæjum eða sveitarstjórnum sem springur á kjör- tímabilinu. Þeir verða orðnir nokkrir áður en því lýkur ef marka má söguna. enginn fjárskortur Pétur Gunnarsson, bloggari með meiru, bendir á að Akureyringar verði stórtækir í biðlaunagreiðslum næstu árin til handa fyrrverandi bæjarstjórum. Kristj- án Þór Júlíusson fær biðlaun í sex mánuði mánuði þegar Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra. Hún mun svo eiga rétt á biðlaunum þegar hún víkur sæti fyrir Hermanni Jóni Tómassyni samfylkingarmanni sem verður bæjarstjóri síðasta ár kjörtímabilsins. Pétur leiðir að því líkur að Hermann eigi svo rétt á biðlaunum í lok kjörtímabilsins. Það hljóti að vera hefðin. kakó við kulda Líf og fjör var í miðbæ Reykjavíkur í gær enda stutt í jólin og margir farnir að huga að undirbúningi þeirra. Þrátt fyrir hrollkalt veður var margt um manninn. Stúlkur úr Háteigsskóla létu kuldann ekki aftra sér frá því að standa á Lækjartorgi þar sem þær buðu gest- um og gangandi heitt kakó gegn 250 króna gjaldi. Þær söfnuðu örugg- lega digrum sjóði enda vegfarendur fegnir að geta yljað sér í bæjarferðinni. sigridur@frettabladid.is Þórunn Jóna Hauksdóttir 2. sæti Stúdentar við Háskóla Íslands hafa þann góða sið að halda sérstaklega upp á 1. desember. Þá minnast þeir fullveldis þjóðarinn- ar, votta minningu þeirra sem fyrir því börðust virðingu og um leið staðfesta þeir mikilvægi Háskóla Íslands fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Háskólinn var stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar og nú styttist óðum í aldarafmæli skólans. Við megum vænta þess að það verði heilmikið tilstand á afmælinu og það er mjög við hæfi, tilefnið er ærið. En við eigum að nota þessi fimm ár fram að afmælinu til þess að gera átak í að efla Háskóla Íslands. Skólinn hefur verið ein meginstoð þeirrar lífskjarabyltingar sem við Íslendingar höfum notið á síðustu öld. Hann hefur átt drjúgan þátt í því að Ísland er nú eitt ríkasta land veraldarinnar. Forystumenn skólans hafa lýst því markmiði sínu að Háskóli Íslands eigi að verða einn af hundrað bestu skólum heimsins. Þetta er mjög metnaðarfullt markmið og það sýnir mikla dirfsku hjá stjórnendum skólans að setja það fram. Ég er ekki endilega viss um að hægt sé að ná þessu markmiði en nú er búið að setja viðmið og það er hægt að mæla hvernig miðar. Ég er samt mjög hrifinn af þessari ákvörðun háskólayfirvalda því ég er sannfærður um að ekki hafi verið lagt af stað með þetta markmið nema vilji væri til þess innan háskólans að taka á skipulagsmál- um skólans. Skólinn þarf að auka metnað sinn, bæði á kennslu- og á rannsóknasviðinu. Það þarf að auka kröfur til árangurs í kennslu og halda samkeppni um rann- sóknafé innan skólans til að verðlauna afburðafólk og ýta frá þeim sem litlu afkasta. Jafnframt þarf að auka fjármuni til skólans. Háskóli Íslands þarf meira fé ef hann á að vera í fremstu röð í heiminum, framhjá þessu verður ekki litið. Ísland er nú eitt ríkasta land heimsins. Við gerum því kröfur til þess að hjá okkur sé allt fyrsta flokks. Heilbrigðiskerfið, aðbún- aður aldraðra og barna, félags- þjónustan, allt á þetta að standast samanburð við það sem best þekkist annars staðar. Til þess að við verðum áfram í hópi ríkustu þjóða, til þess að við getum áfram veitt þá samfélagsþjónustu sem við viljum og til þess að almenn lífskjör séu góð, þá verður hagkerfið að vera öflugt, öflugra en hjá flestum öðrum þjóðum. Háskólar landsins eru aflvél hagkerfisins og mikilvægasti hluti vélarinnar er Háskóli Íslands. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur unnið afrek þegar litið er til háskólanna, um það þarf ekki að deila. Fjölgun þeirra og aukin fjölbreytni í námsframboði hefur gert það að verkum að Ísland er nú í fremsta flokki þegar reiknað- ur er fjöldi háskólanema sem hlutfall af fólksfjölda. Á næstu fimm árum þarf að setja það markmið að fjárframlög til Háskóla Íslands vaxi jafnt og þétt þannig að á hundrað ára afmæli skólans hafi hann það fjármagn milli handanna sem dugar til að ná árangri. Á sama tíma þarf skólinn að efla innviði sína og auka gæðakröfur sínar. Þannig á að fara saman aukið fjármagn og betur skipulagður skóli. Á næstu fimm árum mun Háskóli Íslands ekki verða einn af hundrað bestu háskólum heims. En við getum, með samstilltu átaki lagt þann grunn sem dugar til þess að á aldarafmæli skólans eigi hann sóknarfæri, möguleika á því að verða í fremstu röð. Ef háskólinn á ekki möguleika á því að vera afburðagóður þá óttast ég mjög að þjóðin eigi ekki möguleika á því að halda áfram að vera í hópi ríkustu þjóða heims. Ríkisvaldið þarf því að auka framlag sitt á næstu fimm árum og skólinn sjálfur þarf að gera upp við sig hvort hann vill innheimta hóflegt gjald af nemendum sínum með sama hætti og aðrir háskólar í landinu gera. Gjöful fiskimið, ódýr orka, gríðarleg vinnuharka og menntun lyftu þjóðinni upp úr fátækt. Hnattvæðing viðskiptalífsins hefur breytt samkeppnisaðstæð- um þannig að framleiðsla sem þarf á miklu vinnuafli að halda hefur færst austur á bóginn. Möguleikar okkar og annarra Evrópulanda í þeirri samkeppni felast í starfsemi sem byggir á háu tæknistigi eða miklu fjár- magni. Þetta sést glögglega þegar hlutdeild álfunnar í heimsviðskipt- um er skoðað. Við Íslendingar erum á réttri leið í þessum efnum. Fjármálaviðskipti, líftækni og aðrar slíkar greinar sem byggja á hátækni og menntun hafa vaxið gríðarlega hér á landi. Hver hefði til dæmis trúað því að á örfáum árum yrði fjármálastarfsemi sem hlutfall þjóðarframleiðslu jafn mikilvæg og sjávarútvegurinn? Þessi þróun grundvallast meðal annars á því að háskólar landsins séu öflugir. Við eigum því að setja okkur það markmið að búa til besta grunn- og menntaskóla í heimi. Á þeim grunni eigum við að byggja háskólaumhverfi sem stenst samanburð við það sem best þekkist. Þar skiptir mestu að Háskóli Íslands sé í fremstu röð á alþjóðamælikvarða. Þannig fáum við staðist þá samkeppni sem hnattvæðingin hefur í för með sér. Háskólinn árið 2011 Menntamál s amstarf núverandi ríkisstjórnarflokka í þrjú kjörtíma- bil hefur verið farsælt. Það hefur leitt til framfara og bættra lífskjara. Með nokkrum sanni má segja að fyrir utan átökin um náttúruvernd hafi aðeins stuðningur við Íraksstríðið og svo stríð ríkisstjórnarflokkanna sjálfra gegn frjálsum fjölmiðlum reynst þeim alvarlega mótdrægt á svo löngum tíma. Það er í raun ríkur árangur. Náttúruverndarmálin eru dæmi um hefðbundinn pólitísk- an árekstur andstæðra hagsmuna. Aðferðafræðin viðvíkjandi stuðning við Íraksstríðið og hugsunin á bak við stríðið gegn frjálsum fjölmiðlum bentu á hinn bóginn til þess að þeir sem línur lögðu á sinni tíð hefðu í sterku ljóskasti valdanna orðið fyrir augnabliks blindu. Frumvarpið um Ríkisútvarpið ohf. eru einu leifarnar sem eftir eru af þeim gamla vanda stjórnarflokkanna. Athyglisvert er því að þeir hafa ákveðið að færa stjórnarandstöðunni þessar leifar sem eins konar forgjöf í komandi kosningabaráttu. Í manntafli lýsir forgjöf að sönnu stórmennsku. En stundum getur skákin teflst þannig að jafnvel snjöllustu menn hafa ekki nægjanlegt vald á stöðunni til þess að hafa efni á forgjöf. Það á einfaldlega eftir að koma í ljós hvort báðir stjórnarflokkarnir hafa pólitískan styrk til þessarar forgjafar. Kosningarnar skera úr því. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ákveðið að ræða mynd- un ríkisstjórnar fái þeir til þess nægjanlegt afl eftir kosning- ar. Fram til þessa hafa þeir helst náð samhljómi um eitt mál sem fengið hefur almennan hljómgrunn meðal fólksins. Það er útvarpsmálið. Ríkisstjórnin er í eðli sínu það sem kalla má hófsama borgara- lega stjórn. Pólitíska þverstæðan sem hún býr til í Ríkisútvarps- málinu felst í því að hafna varðstöðu um menningarlega öflugt opinbert útvarp þar sem jafnframt er virtur réttur markaðarins til þess að halda uppi almannaþjónustu á því sviði á heiðarlegum samkeppnisforsendum. Höfuðmarkmiðið með nýju Ríkisútvarpslögunum er að nota skattpeninga almennings til að koma hælkróki á þá aðila sem stunda sams konar almannaþjónustu á markaðsgrundvelli. Það minnir á gamaldags og úrelt sjónarmið í pólitík sem flestir vinstrimenn hafa kastað fyrir róða. Óhætt er að fullyrða að mikill meirihluti landsmanna vill hins vegar umhverfi þar sem bæði þessi form á almannaþjónustu í útvarpi og sjónvarpi fá að njóta sín. Ríkisstjórnin hefur nú gefið vinstriflokkunum tækifæri til þess að ganga til kosninga sem einu málsvarar hófsamra skynsemissjónarmiða á þessu sviði. Þeir geta nú hagnýtt sér það. Fylgishrun Framsóknarflokksins er helsta ástæðan fyrir því að litlar líkur eru á að stjórnarflokkarnir haldi velli. Formaður flokksins reyndi fyrir viku að opna dyr fyrir þá sem horfið hafa annað. Nú hefur hann ákveðið að loka þeim dyrum aftur með því að standa að Ríkisútvarpsfrumvarpinu efnislega óbreyttu. Engin önnur þingmál á þessum vetri hafa pólitískt gildi fyrir Framsóknarflokkinn í þeim tilgangi að kalla til baka þá sem hafa yfirgefið hann. Vegna veikrar stöðu Framsóknarflokksins er áræðni hans að nota þetta mál í forgjöf til stjórnarandstöðunnar því miklu meiri en Sjálfstæðisflokksins sem staðið hefur vel að vígi undangengið ár. Einingarmál stjórnarandstöðunnar: Forgjöf ÞOrsteinn PálssOn skrifar Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 s. 590 2000 - www.benni.is Verð kr. 3.795.000,- Nýskráður 7.1993 Ekinn 115 þús. 250 hestöfl, 5 gíra beinskiptur, grá leðurinnrétting, topplúga, klassískur gullmoli. Porsche 911 Carrera www.porsche.is/notadir illUgi gUnnarssOn í dag |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.