Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 22
3. desember 2006 SUNNUDAGUR22
É
g var örkumla í heilt
ár. Stöðugar blóðgjaf-
ir. Átti erfitt með
gang,“ sagði Nikolai
Khokhlov, fyrrver-
andi njósnari hjá
KGB, í viðtali við rússneska dag-
blaðið Novaya Gazeta sumarið
2004.
Á árum seinni heimsstyrjaldar-
innar var Khokhlov meðlimur í
leynilegri hermdarverkasveit
KGB en flúði til Bandaríkjanna
árið 1953. Fjórum árum síðar, árið
1957, var eitrað fyrir honum með
geislavirku þallíni í Frankfurt í
Þýskalandi þar sem hann sótti ráð-
stefnu á vegum andkommúnista.
Hann lifði af, en segir að læknarnir
sem hafi sinnt sér, fyrst í Þýska-
landi og síðar í Bandaríkjunum,
hafi ekkert botnað í því hvernig á
því stæði.
„Ég veiktist alvarlega vegna of
mikillar geislunar með öllum ein-
kennum sem því fylgja. Hárið féll
af mér og ég logaði allur alls stað-
ar, húðin flagnaði og blóðið vall úr
henni. Höfuðið bólgnaði upp og
blóðlituð mynd af mér sat eftir á
koddanum. Í munninum flagnaði
ég allur og til þess að geta drukkið
þurftu læknarnir fyrst að deyfa
mig.“
Anna Politkovskaja
Blaðamaðurinn, sem tók viðtalið
við Khokhlov, sem birtist í Novaya
Gazeta í júlí árið 2004, var engin
önnur en Anna Politkovskaja sem
var harður gagnrýnandi Pútín-
stjórnarinnar í Rússlandi, sakaði
stjórnvöld hvað eftir annað um
gróf mannréttindabrot, ofbeldis-
verk og launráð.
Aðeins tveimur mánuðum eftir
að viðtalið við Khokhlov birtist,
eða í september árið 2004, var
gerð tilraun til þess að ráða hana
af dögum. Þá var hún á leiðinni frá
Moskvu áleiðis til Beslan til þess
að fjalla um gíslatökuna í barna-
skóla þar. Hún veiktist alvarlega
eftir að hafa drukkið vatnsglas í
flugvélinni skömmu fyrir lend-
ingu og var um tíma tvísýnt um líf
hennar. Talið er fullvíst að eitrað
hafi verið fyrir henni.
Hún náði sér í það skiptið en
var myrt núna í október síðast-
liðnum, skotin til bana í lyftunni í
fjölbýlishúsinu þar sem hún bjó í
Moskvu. Hún var í þann veginn að
senda frá sér grein um pyntingar
á föngum í Tsjetsjeníu, föngum
sem rússnesk stjórnvöld halda þar
í eins konar fangabúðum fyrir
grunaða hryðjuverkamenn.
Fyrrverandi njósnari
Strax eftir morðið á Önnu Polit-
kovskaju heyrðust raddir um að
rússnesk stjórnvöld ættu þar hlut
að máli, og einn þeirra sem hvað
ákafast hélt því fram var Alexand-
er Litvinenko, sem sjálfur var
fyrrverandi njósnari hjá KGB,
síðar FSB, og þekkti því vel til
mála þar á bæ.
Hann snerist gegn yfirboður-
um sínum árið 1998, kom fram í
sjónvarpi í Rússlandi ásamt félaga
sínum þar sem þeir fullyrtu að
þeir hefðu fengið skipanir um að
myrða Boris Berezovsky, einn af
auðkýfingunum sem voru í háveg-
um hafðir þegar Boris Jeltsín var
forseti Rússlands en voru ekki
jafn vel liðnir af Vladimir Pútín.
Litvinenko hafði reyndar um tíma
haft það verkefni hjá FSB að vera
lífvörður Berezovskys.
Berezovsky flúði fljótlega til
Englands og árið 2000 gerði
Litvinenko slíkt hið sama og sótti
þar um hæli. Hann fékk svo bresk-
an ríkisborgararétt núna í október
sl., en aðeins fáum vikum síðar, 23.
nóvember síðastliðinn, lést hann á
sjúkrahúsi í London eftir erfitt
dauðastríð.
Hann veiktist 1. nóvember og
hafði þá verið á fullu við að rann-
saka morðið á Önnu Politkovskaju,
taldi sig jafnvel hafa fengið sann-
anir fyrir því að rússnesk stjórn-
völd stæðu á bak við það.
Geislavirkt eitur
Í fyrstu var talið að eitrað hefði
verið fyrir Litvinenko með þung-
málminum þallín, en síðar bentu
einkenni hans til þess að geisla-
virkt þallín hefði verið notað –
sama efnið og notað var til að eitra
fyrir Nikolaí Khokhlov árið 1957.
Á endanum kom þó í ljós að notast
hafði verið við pólón-210, geisla-
virkt efni sem nánast eingöngu er
hægt að nálgast á sérhæfðum
kjarnorkurannsóknastöðvum þar
sem það er framleitt í kjarnakljúf-
um eða agnahröðlum.
Vegna þess hve erfitt er að
útvega pólón-21 og hve mikla sér-
þekkingu þarf til að nota það þykir
mörgum útilokað annað en að
valdamiklar stofnanir hafi átt ein-
hvern hlut að máli.
Nú síðast gerðist svo það, dag-
inn eftir að Litvinenko lést, að
Jegor Gaídar, frjálslyndur stjórn-
málamaður í Rússlandi, veiktist
heiftarlega á Írlandi og liggur nú
veikur á sjúkrahúsi í Moskvu.
Talið er að eitrað hafi verið fyrir
honum, og grunur leikur á að veik-
indi hans tengist með einhverjum
hætti morðunum á Litvinenko og
Politkovskaju – þótt óljóst sé
hvernig sú tenging gæti litið út.
Regnhlífarmorðið í London
Fjölmörg dæmi eru hins vegar til
um morð á erfiðum stjórnar-
andstæðingum frá fyrrum austan-
tjaldslöndum, bæði fyrir og eftir
fall járntjaldsins, þar sem ýmist er
vitað með vissu eða sterkur grunur
leikur á um að þau hafi þar haft
hönd í bagga. Flest þeirra mála eru
með einum eða öðrum hætti rakin
til sovésku leyniþjónustunnar KGB
eða arftaka hennar FSB.
Frá fyrri tíð er til að mynda
frægt morðið á búlgarska blaða-
manninum Georgi Markov sem
opinskátt hafði gagnrýnt komm-
únistastjórnina þar í landi.
Hinn 7. september árið 1978
beið Markov eftir strætó á
Eitur í beinum óþægra Rússa
Fyrir skömmu lést Alexander Litvinenko í London eftir þriggja vikna kvalastríð. Eitrað hafði verið fyrir honum. Lögreglan í
Bretlandi hefur ekki viljað fullyrða neitt um sökudólga í máli Litvinenkos, en löng hefð er fyrir því að eitri sé beitt á óþægilega
andstæðinga stjórnvalda í Rússlandi. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér söguna.
VLAdimíR Pútín oG skuGGi hAns Forseti Rússlands sætir víða hörðum ásökunum um að hann beri ábyrgð á æ fleiri launmorðum í anda KGB á andstæðingum sínum.
FRéttaBlaðið/aFp
Kenningarnar um andlátin
Morðið á Önnu politskovskaju, hið
dularfulla lát alexanders litvin-
enkos, og nú síðast eitrun Jegors
Gaídars, hafa vakið furðu. Miklar
vangaveltur eru um hvort og þá
hvernig þessi þrjú mál tengjast og
böndin hafa verið fljót að berast
að rússneskum ráðamönnum og
jafnvel sjálfum forseta landsins.
Rússnesk stjórnvöld harðneita því
að hafa átt nokkurn að máli og
breska lögreglan hefur enn ekki vilj-
að fullyrða neitt um að litvinenko
hafi yfirhöfuð verið myrtur. lát hans
er enn rannsakað sem óútskýrt
mannslát, og ein kenningin er sú
að hann hafi hreinlega eitrað fyrir
sér sjálfur til þess að koma höggi á
pútín forseta.
aðrar kenningar eru um að á bak
við þessi morð standi önnur voldug
öfl innan Rússlands, annaðhvort
með rætur í KGB eða í skipulagðri
glæpastarfsemi – nema hvort
tveggja sé. Þaggað hafi verið niður
í þeim politkovskaju og litvinenko
vegna þess að þau hafi verið komin
óþægilega nálægt því að afhjúpa
skuggalega starfsemi, sem þau
töldu tengjast pútín þótt svo þurfi
ekki að vera.
Einn möguleikinn enn er svo að
andstæðingar pútíns vilji láta grun
falla á hann, eða jafnvel að stuðn-
ingsmenn pútíns, sem starfi án vit-
undar eða vilja hans, reyni nú hvað
þeir geta til að skapa þær aðstæður
í Rússlandi að hann geti hreinlega
ekki látið af völdum þegar kjörtíma-
bil hans rennur út árið 2008.
Waterloo-brúnni í London þegar
maður gekk upp að honum rak
regnhlífarodd í lærið á honum.
Markov fann fyrir sárum sting, en
hélt til vinnu sinnar á breska
útvarpinu BBC. Um kvöldið fékk
hann háan hita og lést þremur
dögum síðar á sjúkrahúsi.
Í regnhlífinni hafði verið örlítið
málmhylki með eiturefninu sarín
sem skotið var í læri Markovs með
sérstökum útbúnaði, ættuðum frá
KGB að því er síðar kom í ljós.
danskur forngripasali
Sarín er bráðeitrað efni sem
skemmir taugakerfi líkamans.
Þýskir nasistar létu á sínum tíma
framleiða sarín en stilltu sig um
að nota það í seinni heimsstyrjöld-
inni, hugsanlega af ótta við að
bandamenn myndu svara í sömu
mynt. Japanski trúarsöfnuðurinn
Aum Shinrikyo hikaði hins vegar
ekki við að dreifa þessu eiturefni í
neðanjarðarlestum Tókýóborgar
árið 1995, með þeim afleiðingum
að tólf manns létu lífið og þúsund-
ir veiktust heiftarlega.
Breska dagblaðið Times hélt
því fram sumarið 2005, og studdist
við upplýsingar úr skjölum frá
leyniþjónustu Búlgaríu, að „regn-
hlífarmorðinginn“ í London hafi
verið danskur ríkisborgari, Franc-
esco Giullino að nafni, af ítölskum
uppruna, sem ferðaðist um Evr-
ópu á húsbíl og þóttist vera forn-
gripasali. Í raun og veru hafi hann
þó starfað hjá búlgörsku leyni-
þjónustunni DS og fengið skipanir
þaðan um að myrða Markov.
Nokkrar sérútbúnar regnhlífar
munu hafa fundist á lager hjá
leyniþjónustunni DS eftir fall
kommúnistastjórnarinnar í Búlg-
aríu árið 1989.
Annar blaðamaður
Frá síðustu árum má einnig nefna
rússneska blaðamanninn, rithöf-
undinn og þingmanninn Júrí
Sjtsjekotsjikín, sem lést 3. júlí árið
2003 eftir að hafa skyndilega
veikst af torkennilegum sjúkdómi,
sem olli bæði hármissi og húð-
bruna.
Vjatsjeslav Izmaílov, blaða-
maður á rússneska dagblaðinu
Novaya Gazeta, sama blaðinu og
Anna Politskovskaja starfaði hjá,
fullyrti fyrir skemmstu í viðtali
við AP-fréttastofuna að það væri
þallíneitrun sem hefði orðið Sjtsje-
kotsjikín að bana. Hann sagðist
hafa fullnægjandi sannanir fyrir
því frá rússneskum réttarmeina-
fræðingum, þrátt fyrir að ættingj-
ar Sjtsjekotsjikíns hafi aldrei
fengið neinar opinberar skýringar
frá læknum á banameini hans.
Izmaílov fullyrti einnig að þall-
ín hefði verið notað á tvo tsje-
tsjenska uppreisnarmenn, Salman
Radujev og Turpal-Ali Atgerijev,
sem voru dæmdir í lífstíðarfang-
elsi árið 2001 en létust báðir í fang-
elsinu ári síðar. Sömuleiðis hafi
þallín verið notað á Lecha Islamov,
annan uppreisnarmann sem lést í
fangelsi árið 2004.
Opinbera skýringin var sú að
Radujev hafi látist af völdum inn-
vortis blæðinga en Atgerijev af
völdum hvítblæðis. Þá sögðu
stjórnvöld að bæði hjarta- og
nýrnabilun hefði orðið Islamov að
bana.
Sjtsjekotsjikín var þingmaður
frjálslynda flokksins Yabloko frá
1995, vann að því að rannsaka
spillingarmál og skipulagða glæpa-
starfsemi í Rússlandi og var harð-
ur andstæðingur hernaðaraðgerða
Rússa í Tsjetsjeníu.
samsæriskenningar
Hann sat einnig í þingnefnd sem
hafði það verkefni að rannsaka
ásakanir um að gassprengingar í
íbúðarblokkum í Moskvu árið 1995
hafi í raun verið skipulagðar af
leyniþjónustunni FSB í þeim til-
gangi að geta kennt tsjetsjenskum
uppreisnarmönnum um þær og
fengið þar með ástæðu til að hefja
stríð í Tsjetsjeníu.
Bæði Anna Politskovskaja og
Alexander Litvinenko höfðu rann-
sakað þessar gassprengingar og
komist að þeirri niðurstöðu að
ábyrgðin væri ekki hjá Tsjetsjenum,
eins og stjórnvöld héldu fram,
heldur hjá leyniþjónustunni og þar
með mætti rekja ábyrgðina beint
til Pútíns forseta.
Sumar yfirlýsingar Litvinenk-
os um illsku rússneskra ráða-
manna hafa reyndar þótt frekar
ótrúverðugar á Vesturlöndum,
eins og til dæmis að þeir hafi átt
hlut að árásunum á Bandaríkin 11.
september 2001.
En hvað svo sem hæft er í öllum
þessum ásökunum þá er greini-
lega löng hefð fyrir því að menn,
sem hafa reynst stjórnvöldum í
Rússlandi og öðrum fyrrverandi
austantjaldslöndum óþægur ljár í
þúfu, láti lífið með voveiflegum
hætti. Þau dæmi sem hér hafa
verið talin upp eru aðeins brot af
heildarfjöldanum, en eitur kemur
þar furðu oft við sögu. n
Hárið féll af mér og ég logaði allur alls staðar, húðin flagnaði og
blóðið vall úr henni. Höfuðið bólgnaði upp og blóðlituð mynd af mér
sat eftir á koddanum.