Fréttablaðið - 03.12.2006, Page 26

Fréttablaðið - 03.12.2006, Page 26
 3. desember 2006 SUNNUDAGUR26 Ó lafur segist ekki hafa hugmynd um hversu mikið af tón- list og textum hann hefur samið í gegn- um tíðina. „Ég ætl- aði nú reyndar aldrei að gerast textahöfundur en það var af ein- hverri nauðsyn sem það vantaði endilega texta,“ segir Ólafur og bætir því við að hann muni meira að segja hvar og hvenær. „Það kom hérna danskur kvartett sem hét „Four Jacks“ og við spiluðum undir hjá þeim. Þeir tóku meðal annars lagið „O, Maria, jeg vil hjem til dig“, sem okkur langaði til að flytja á íslensku en gátum ekki þýtt það almennilega því við kunnum ekk- ert í dönsku,“ segir Ólafur hlæj- andi en hann gerði textann í einhverjum galsa á hljómsveitar- æfingu. „Þetta varð til þess að ég byrjaði að semja texta.“ Ólafur játar því að textarnir hans verði gjarnan tregablandnir enda sé hann mjög rómantískur og textarnir hans því líka. „Ég er stundum að reyna að sneiða fram- hjá því en það gengur ekkert og ég veit ekki hvers vegna,“ segir hann brosandi. Ólafur bendir á að þegar hann útsetur lög fyrir aðra sé hann að vissu leyti að semja tónlist líka. „Stundum er maður að snarbreyta einhverju og setja við það stór for- spil og fleira, þá er maður alltaf að semja. Létt tónlist er í svo fyrir- fram ákveðnum formum og lengd- um en ef það kemur eitthvað skrít- in lengd þá viljum við ekki hafa það svoleiðis því það verður óþægi- legt,“ segir Ólafur sem er mikið fyrir melódíur með fallegum hljómum undir. „Það er mitt fag.“ Rekinn fyrir að spila djass Aðspurður hvenær tónlistaráhug- inn hafi vaknað segir Ólafur Gauk- ur: „Ég var bara strákur í mennta- skóla og ætlaði að verða læknir þegar ég byrjaði að spila tónlist. Svo fengum við svo mikinn áhuga á djassmúsík, nokkrir strákar, og fórum að spila. Við vorum síðan auglýstir sem Djasstríó Ólafs Gauks,“ segir Ólafur en uppátæk- ið féll ekki í góðan jarðveg hjá rektor skólans. „Ég var kallaður inn til rektors sem sagði við mig: „Ef ég sé eina auglýsingu í viðbót, Ólafur Gaukur, þá ert þú rekinn úr skólanum.“ Hann þoldi ekki djass og sagði að djass og búlluvesen á kvöldin væri ekki fyrir hans nem- endur,“ segir Ólafur og játar að foreldrar hans hafi heldur ekkert verið hrifnir. „Pabbi var magister í rómönskum tungumálum. Ég skil ekki enn þann dag í dag af hverju hann flutti hingað með gráðu í fjórum rómönskum tungumálum frá háskólanum í Sorbonne. Hann var reyndar mikið úti en bjó hér alla tíð.“ Ólafur segir djassinn hafa þótt það neðsta sem hægt var að komast á þessum tíma. „Núna held ég að það sé hægt að taka próf í þessu í menntaskóla enda þykir það voða fínt í dag að hlusta á djass. Þeir sem það gera þykja mjög fínir í hausnum og skilja meira en aðrir.“ Það fauk verulega í Ólaf vegna viðbragða rektors. „Ég var náttúrulega bara lítill strákur og gat ekkert gert. Þorði ekkert að segja eða gera heldur labbaði bara út með skottið á milli lappanna. Ég fór beint til félaga míns og bað hann að auglýsa mig ennþá meira til þess að hefna mín,“ segir Ólaf- ur og bætir því við að um vorið hafi hann síðan fallið í latínu. „Ég álít að það hafi verið út af þessu en það er alls ekkert víst.“ Tónlist fram yfir læknisfræði Ólafur Gaukur gerði þó gott úr öllu saman og fór í Menntaskólann á Akureyri. „Þar var skólabróðir pabba skólameistari þannig að ég tók síðasta veturinn þar. Það gekk mjög vel en ég ákvað að spila ekki mikið þar enda varð ég að lesa rosa- lega mikið því námsefnið var öðru- vísi þar en í MR.“ Í MA fékk Ólafur mjög góða aðstoð frá skólasystkin- um sínum svo þar gekk allt upp. „Svo innritaði ég mig í læknis- fræði og var þá kominn með kær- ustu og eitt barn. Ég hafði nóg að gera við að spila og var því bara í tvö ár í læknisfræðinni. Endaði á því að mæta illa og óreglulega og gera ekki neitt.“ Spurður hvort hann hafi þá verið að elta hjartað þegar hann tók tónlistina fram yfir læknis- fræðina segir hann: „Í rauninni var ég ekkert að elta hjartað held- ur bara það sem var auðveldara. Ég er alveg sáttur við það núna og sérstaklega af því að sonur minn er skurðlæknir í dag í Bandaríkj- unum, þannig að hann reddaði þessu fyrir mig á síðustu stundu. Hann lét tónlistina ekki trufla sig en spilar þó reglulega vel á gítar.“ Eftir að hann hætti í læknis- fræðinni var mikið að gera hjá Ólafi við að spila með alls konar hljómsveitum úti um allt land við góðar viðtökur. „Ég var í plötu- upptökum í hverri viku á sjötta áratugnum og spila á mörgum plötum sem enginn veit um,“ segir Ólafur Gaukur sem hefur spilað með flestum þekktustu tónlistar- mönnum fyrri tíma og nokkrum af þeim yngri líka. Þrátt fyrir aldurinn er Ólafur Gaukur að spila á sýningu á Broad- way um þessar mundir ásamt þeim Friðriki Ómari og Guðrúnu Gunnars. „Við byrjuðum í fyrra með metsöluplötu fyrir jólin og gáfum út aðra um mitt þetta ár. Nú erum við komin með þessa sýn- ingu út frá efni þessara platna. Þannig að á einu ári erum við komin með tvöfalda gullplötu sem nú er verið að selja saman í einum pakka.“ Sextíu og eitthvað Ólafur Gaukur segir að sjálfum finnist honum það skrítnara en öllum öðrum að hann skuli vera orðinn 76 ára. „Ég bara skil það ekki. Ég þori varla að segja þetta og segi það ekki í útlöndum. Þar segi ég bara sextíu og eitthvað. Mig langar ekkert að segja fólki að ég sé kominn á grafarbakk- ann,“ segir Ólafur sem dregur ekkert af sér í daglegum störfum sínum. Ólafur hefur mjög ákveðnar skoðanir á aðstæðum gamals fólks á Íslandi í dag: „Aðstæðurnar á Íslandi eru ekkert sérstakar fyrir þann sem hefur verið sinn eigin herra alla tíð og á ekkert í lífeyris- sjóði nema einhverja smáaura og ætlar svo að hætta að vinna. Ég verð annaðhvort að vinna til dauða- dags eða bara að segja mig á sveit- ina,“ segir hann. „Við eigum alveg nóg fyrir okkur, en svona er þetta bara. Ég myndi reyndar samt halda áfram þar meðan ég hef orku til þess og segi þetta bara vegna þess að þetta hefur verið mikið í umræð- unni og er svo óskaplega ósann- gjarnt fyrir þetta blessaða fólk. Aðbúnaður gamals fólks er svoleið- is fyrir neðan allar hellur að við megum skammast okkar,“ bætir Ólafur við og heldur áfram: Þetta munar engu. Kannski milljarði eða tveimur en það er alltaf verið að tala um hundruð milljarða.“ Ólafur Gaukur segir þetta skýr- ast af því að þeir sem séu að vinna með þessi mál séu sjálfir búnir að koma því þannig fyrir að þeir séu vel settir þegar þeir hætti sjálfir að vinna. „Þegar maður er í útlönd- um mikið þá veit maður að margt er gott um Ísland að segja en ekki þetta. Þetta er búið að vera í umræðunni undanfarin ár en ekkert gerist þannig að ég býst ekki við neinum breytingum. Ég trúi ekki á neitt í sambandi við gamla fólkið fyrr en ég sé fimm milljarða minnst,“ segir Ólafur ákveðinn en sjálfur vonast hann eftir að geta unnið í mörg ár í við- bót. „Það getur verið að það sé vitleysa en þarf ekkert að vera óraunhæft.“ Öll þróun af hinu góða Spurður hvort hann hafi lifað fyrir tónlistina segir Ólafur Gaukur. „Ég hef að minnsta kosti alltaf lifað á tónlist en hvort ég hef lifað fyrir tónlist, það veit ég ekki.“ Hann segist aðspurður einskis sakna frá fyrri dögum og vera mjög ánægður með lífið í dag, hvað varðar tónlistina. „Ég á mér ekkert uppáhald af því sem ég hef gert í gegnum tíð- ina og ekkert skemmtilegra tíma- bil en annað á ferlinum. Það var reyndar rosalega skemmtilegt í tónlistarskólanum í Los Angeles þar sem ég var í átta ár með hléum. Skólastjórinn var farinn að segja við mig: „Nei, ert þú kominn enn einu sinni? Mér datt ekki í hug að þú kæmir aftur.“ Alveg þangað til ég kláraði allt,“ segir Ólafur Gauk- ur og hlær. „Íslensk tónlist hefur þróast mjög mikið frá því ég byrjaði og öll þróun er af hinu góða. Það verða að gerast gagngerar breyt- ingar til þess að ekki sé alltaf farið í sömu áttina. Það er þannig með allt. Það þarf að fara í hinar og þessar áttir til þess að eitthvað fari að hreyfast og tosast áfram,“ segir Ólafur Gaukur og bætir við: „Ef ekkert er vikið frá beinu brautinni verður allt hundleiðin- legt. Mér finnst sumt gott og sumt ekki gott,“ segir hann um íslenska tónlist og bætir því við að hann eigi sér ekkert uppáhaldslag. „Ég heyri stundum eitthvað rosalega fallegt á ljósvakanum, hugsanlega bara einn frasa sem ég er með í huganum allan daginn. Ég bara stirðna upp þegar ég heyri slíkt,“ segir hinn eldhressi og erni tónlistarmaður Ólafur Gaukur. Rómantískur og fullur af orku Ólafur Gaukur hefur verið afkastamikill tónlistarmaður í gegnum tíðina. Hann hefur samið tónlist og texta auk þess að spila á gítar og útsetja tónlist fyrir sjálfan sig og aðra. Þar að auki hefur hann rekið Gítarskóla Ólafs Gauks í 31 ár. Sigríður Hjálmarsdóttir hitti Ólaf, sem er orðinn 76 ára gamall en slær ekki slöku við þrátt fyrir aldurinn. UngUR í anda Ólafur Gaukur segist sjálfur vera meira undrandi á því en aðrir að hann sé far- inn að nálgast áttrætt enda sé hann enn ungur í anda og gefi ekkert eftir. fréttablaðið/Gva Ég verð annaðhvort að vinna til dauðadags eða bara að segja mig á sveitina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.