Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 62

Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 62
 3. desember 2006 SUNNUDAGUR20 Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona er farin að vinna aftur eftir fæðingarorlof og þarf því oft að vinna á sunnudagskvöldum. Best: „Það er bara svo æðislegt að vera í fríi og fjölskyldan er yfirleitt öll í fríi og getur verið voða mikið saman. Mér finnst til dæmis mjög gaman að fara í göngutúra á sunnudögum og vil þá helst hafa gott veður.“ Verst: „Eftir að hafa verið í þessu yndislega fríi og geta eytt tíma með fjölskyld- unni er stundum verst að fara að vinna á sunnudagskvöldum og þurfa að yfir- gefa fjölskylduna. En svo er náttúrulega alltaf voða gaman þegar ég er komin á sviðið því það er svo skemmtilegt að leika.“ Sunnudagar Verst að fara frá fjölskyldunni Jóhönnu finnst best þegar allir geta verið saman í fríi. FréttAblAðið/StEFán að útlaginn Fjalla-Eyvindur fæddist árið 1714 og er þekktasti útilegu- maður Íslandssögunnar? að Eyvindur var sonur Jóns Jónssonar og ragnheiðar Eyvindsdóttur? að hann fæddist í Hlíð í Hruna- mannahreppi í árnessýslu? að Eyvindur ólst upp hjá foreldrum sínum í Hlíð? að Eyvindur eignaðist barn með stúlku af næsta bæ? að hann fór fulltíða að traðarholti í Flóa og varð þar fyrirvinna? að hann varð þaðan að fara fyrir þjófnað og óknytti? að þar skildi hann eftir aðra barns- móður sína? að sú saga gekk að hann hafi hnuplað osti úr poka förukerlingar og hún hafi lagt það á hann að hann skyldi aldrei verða óstelandi upp frá því? að þegar hún var beðin að taka orð sín aftur gat hún það ekki en sagði jafnframt að Eyvindur myndi aldrei falla undir manna hendur? að kona Eyvindar hét Halla? að hann kynntist henni vestur á fjörðum en hún var ekkja og átti nokkur börn? að Halla þótti bæði harðlynd og hafði illt orð á sér? að hún þótti blendin í trú og sótti ekki kirkju? að Eyvindur þótti hins vegar blíð- lyndur? að hann þótti sundmaður góður, glímumaður og manna fráastur á fæti? að honum er lýst svo á Öxarárþingi 1765? „Hann er grannvaxinn, með stærri mönnum, útlimastór, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan, bólugrafinn, toginleitur, nokkuð þykkari efri en neðri vör, mjúkmáll og geðþýður, hirtinn og hreinlátur, reykir mikið tóbak, hæglátur í umgengni, blíðmæltur og góður vinnumaður, hagur á tré og járn, lítt lesandi, óskrifandi, raular oft fyrir munni sér rímu-erindi, oftast afbakað.” að árið 1760 hverfa Halla og Eyvindur frá búi sínu á Vestfjörðum og leggjast út að því er talið er að Eyvindarhóli í Jökulfjörðum? að 1761 eru þau handtekin af Skag- firðingum? að Eyvindur sleppur og tekst að frelsa Höllu? að árið 1962 dvelja þau við Arnar- fellsmúla sunnan Hofsjökuls? að þaðan fara þau til Austfjarða þar sem þau eru hrakin úr haganlega gerðu hreysi? að 1763 eru þau í fjalllendi Vest- fjarða? að 1764 fara þau frá Hveravöllum og til Austurlands þar sem þau eru undir verndarvæng Hans Wium sýslumanns? að þau eru á flótta næstu árin? að þau flytja loks vestur í Jökulfirði? að þau eru þá orðin aldurhnigin og fjárlaust orðið á afréttum vegna fjárkláða? að Eyvindur er jarðsettur utangarðs á Hrafnfjarðareyri árið 1783 eða 1785? að árið 1792 er Halla jarðsett í Stað- arkirkjugarði Grunnavík. ViSSir þú... E N N E M M / S ÍA / N M 2 4 10 4 Ævint‡ralegar fiskbú›irHamraborg 14a • Skipholti 70 • Höf›abakka 1 • Vegamótum (Nesvegi 100) • Sundlaugavegi 12 • Háaleitisbraut 58-60 jóma›urinn hugljúfi haf›i siglt um ví›a veröld í leit a› hamingjunni flegar hann uppgötva›i a› hann haf›i aldrei komi› til Eskifjar›ar. Hann hélt flví raklei›is flanga› og viti menn, flar haf›i ástin be›i› eftir honum allan flennan tíma. Sjóma›urinn fær›i henni ‡su í so›i› og ba› hana a› sigla me› sér á vit ævint‡ranna. Hún kva› já vi› og flau keyptu íbú› í blokk í fjar›armynninu. fieim lei› alla tí› vel á Hafsbotni 4B og flegar flau voru svöng réttu flau bara háfinn út um gluggann. Hann sigldi um öll heimsins höf en haf›i aldrei komi› til Eskifjar›ar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.