Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 74
 3. desember 2006 SUNNUDAGUR38 Heimasíðan Youtube.com er ein sú vinsælasta á netinu. Fjöldinn allur af fólki hefur hlaðið inn myndböndum á síðuna og reyna margir að vekja á sér eftirtekt og vona að þannig verði þeir uppgötvaðir með hjálp síðunnar. Milljónir manna heimsækja heimasíðuna Youtube.com dag hvern. Síðan er botnlaus gleði- gjafi og inniheldur hátt í milljón myndskeið, fólki til gagns og gamans. Myndskeiðin eru jafn mismunandi og þau eru mörg, en notendur síðunnar geta hlaðið inn eigin efni, hvort sem það er viðurkennt skemmtiefni eða ómerkilegar heimaupptökur. Grínistinn Jud- son Laipply á Youtube alla sína velgengni að þakka en yfir 36 milljónir manna hafa skoðað sex mínútna myndband af uppistandi með honum, langvinsælasta mynd- skeið Youtube frá upphafi. Síðan að myndbandið sló í gegn á síð- unni hefur ferill hans sem grínisti blómstrað, en áður leit hann á uppistandið sem áhugamál en ekki tekjulind og feril. Leikstjórinn Kevin Smith sem leikstýrði meðal annars Clerks, Dogma, Mallrats og nú síðast Clerks 2 heldur því fram að youtube sé kjörinn stökk- pallur til þess að koma hæfileika- fólki framtíðarinnar á framfæri. „Ef kvikmyndagerðarmenn eiga erfitt með að fá fólk til að sjá myndina sína, geta þeir skipt henni upp í sex kafla og sett hana á Youtube,“ segir leikstjórinn, en í dag er mjög algengt að sjálfstæðir kvikmyndagerðarmenn veki athygli á verkum sínum þannig. „Þegar svo yfirmenn kvikmynda- veranna sjá myndina og hvort ein- hverjir hæfileikar búi að baki geta tilboðin hrannast inn,“ segir Smith enn fremur, en hann segir að netið sé eina leiðin til að koma sér áfram í dag, eins og Myspace-síðan hefur sýnt og sannað. En á Youtube skipt- ir ekki máli hvort maður sé tónlist- armaður, grínisti, leikstjóri eða leikari, lögmálið er einfalt, ef það er skemmtilegt og á ensku þá slær það í gegn. Pottþétt. dori@frettabladid.is Stökkpallur fyrir hæfileikafólk Kevin smith Segir að Youtube muni hrista upp í Hollywood. Judson LaippLy Yfir 36 milljón manns hafa skoðað myndskeið hans á Youtube sem er það allra vinsælasta frá upphafi. Ef Íslandi er flett upp á síðunni Youtube.com þá finnast yfir 3.000 myndskeið. Mörg hver eru ómerkileg en inn á milli má finna gullmola. Íslenskt á Youtube „Er hann svangur? Ég er nefnilega að sjóða pylsur ef hann vill,“ segir Steinþór Hróar Steinþórsson þegar blaðamaður segir honum að ljós- myndari sé á leiðinni til hans. Steinþór hefur slegið í gegn meðal net- verja með gamansemi sinni undanfarin misseri, en með aðstoð Myspace og Youtube hefur hann dreift grínlögum og sketsum við góðar undir- tektir. „Vinir mínir voru flestir í tónlist, en á því sviði hef ég takmarkaða hæfileika og áhuga. Svo á meðan þeir vinna að list sinni og reyna að koma henni á framfæri, geri ég það sama með grínið mitt,“ segir Stein- þór um hvernig gamanið hafi þróast og æxlast. Steinþór er 22 ára gam- all, búsettur í Mosfellsbæ og hefur starfað við fjölmiðla síðastliðin ár. Í sumar ritstýrði hann tímaritinu Flass og var einnig með útvarpsþátt á samnefndri stöð. Í haust sagði hann skilið við útvarpsstöðina til þess að starfa í kvikmynd Guð- nýjar Halldórsdóttur, Veðramót. „Kvikmynda- gerðin heillar mig mikið og er það sem ég vil læra. Núna er ég að skrifa hand- rit að stuttmynd samhliða því að skrifa í bæjarblaðið hér í Mosó,“ segir Steinþór en um hríð gaf hann út sitt eigið blað í Mosó. Af íslensku gríni eru það þeir Tvíhöfða-frændur sem standa upp úr að mati Steinda, en annars hlær hann mest að vitleysunni í félögum sínum. „Mér finnst vanta meira af íslensku gríni, við eigum alveg nóg af skemmtilegu fólki,“ segir hann alvarlegri en áður. „Hei, ég verð að hætta, pylsurnar eru farnar að sjóða upp úr, illa séð sko,“ og þannig lýkur viðtalinu. Þeim sem hafa áhuga er bent á að fara á myspace. com/steindijr eða fletta nafninu upp á Youtube. - hal Grasrótargrínistinn steinþór hróar steinþórsson Vinnur að gríninu sínu eins og aðrir listamenn að sinni iðju. Quentin taran- tino á ára- mótabrennu Stutt myndskeið þar sem Quentin Tarantino sést á áramótabrennu í Vesturbæn- um. Tekið með myndavélarsíma. evróvisJón eins og það Leggur sig Á Youtube er hægt að finna öll evróvisjón-atriði sem Íslendingar hafa sent í keppnina síðan árið 1986, þegar HLH-flokkurinn braut ísinn. disney Lögin Hvert eitt og einasta Disney lag sem komið hefur út á íslensku undanförnum 15 árum má finna á youtube. Í flestum tilvikum eru það Disney-óðir Bandaríkjamenn sem hlaða upp myndskeiðunum. XXX rottweiLer - sönn ísLensK saKamáL Myndband hljómsveit- arinnar sem var tilnefnt til íslensku tónlistarverðlaunanna 2001, þrátt fyrir að hafa aðeins verið í spilun í nokkra daga. Myndbandið var bann- að og hafa fáir fengið að njóta þess. bJörK í sJón- varpsþættin- um mtv Cribs Söngkonan Björk sýndi heimili sitt að Geirsgötu í sjónvarpsþættin- um MTV Cribs um árið. Skemmtilegur þáttur sem fór framhjá mörgum, en er hægt að sjá hér. syKurmoLa- tónLeiKarnir í Laugar- daLshöLL Alla tónleikana, lag fyrir lag, má finna á síðunni, en tónleikarnir voru að sögn viðstaddra alveg stórkostlegir. FaLL unnar birnu Þó svo að það sé bannað að hlæja að óförum annarra þá er ekki annað hægt hér. Unnur Birna dett- ur beint á trýnið á keppninni Ungfrú Ísland 2006. „Það var alveg rosalega skemmtilegt. Erfitt en skemmtilegt,“ segir Sævar Guðmundsson leik- stjóri en nýverið lauk tökum á nýrri þáttaröð af gamanþáttunum Stelpurnar sem Sagafilm fram- leiðir fyrir Stöð 2. Þetta er í fyrsta skipti sem Sævar leikstýrir Stelpunum en á liðnum árum hefur hann starfað sem auglýsingaleikstjóri, auk þess að leikstýra stuttmyndum og þáttunum um Venna Páer sem er verið að sýna á Skjá einum. „Það er fyrst og fremst frábær kjarni sem stendur á bak við þessa þætti. Hópur sem gerir erfitt og annasamt verk létt og skemmtilegt, eða léttara í það minnsta,“ segir Sævar og er sáttur við afrakst- urinn. Eitthvað er þó um ný andlit í Stelpunum í þessari nýju seríu þar sem Brynhildur Guðjóns- dóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Nína Dögg Filipp- usdóttir og Steinn Ármann Magnússon eru ekki lengur með. Í þeirra stað eru komin Helga Braga Jónsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og strák- arnir Sveppi, Auddi og Pétur svo það er engin vöntun á grínurum frekar en fyrr. Sævar tekur fram að með viðbættum fyrri kjarna hafi þessi hópur unnið einstaklega vel saman. „Í raun er alveg sama hvaða vitleysingur er að leikstýra þessum snillingum,“ segir Sævar í léttum tón. „Í nýju seríunni er samt ekki mikið um að fyrri karakterar snúi aftur, enda er alltaf lagt upp með að gera nýja og ferska hluti. Engu að síður vorum við að vinna með týpur og atriði í sama anda, með sama húmor og hefur þegar fallið svona vel í kramið hjá Íslendingum.“ Sævar er nú sestur við að klippa þættina og hefur gaman af. Stelpurnar fara í sýningu eftir áramót. - mg Nýtt fólk og nýir karakterar í Stelpunum töKum LoKið á steLpunum Sævar Guðmundsson leikstjóri gerir allt klárt í næsta skot. heimsmet benediKts magnús- sonar Kraftakappinn Benedikt Magnússon lyftir 410 kg í réttstöðu sem ku vera heimsmet. Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. 9. HVERVINNUR! KEMUR Í VERSLAN IR 4. DES! OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! SENDU SMS BTC MDF Á NÚMERIÐ 1900 Vinningar eru Met allica the best of v ideos • Aðrir DVD með Metallica Geislplötur með M etallica • Aðrar ge islaplötur • DVD m yndir og margt fle ira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.