Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 80

Fréttablaðið - 03.12.2006, Síða 80
44 3. desember 2006 SUNNUDAGUR Ítalir kalla hann Canna. Í senn stytting á nafni hans og tilvísun í tvennt. Annars vegar sykurreyrs- stafinn sem bognar en brotnar ekki. Þykir lýsa ódrepandi bar- áttugleði hans. Hins vegar orðatiltækið „pov- ero in canna“ sem merkir bláfá- tækur og er vísun í uppruna hans í hinni snauðu borg Napólí. Þegar Fabio Cannavaro tók á móti verð- launum sínum sem besti knatt- spyrnumaður Evrópu í vikunni til- einkaði hann þau fátækum börnum Napólí með von um að aðstæður þeirra bötnuðu. Þótti lýsa hjartalagi landsliðs- fyrirliðans sem alltaf hefur fyrst og fremst litið á sig sem Napólí- mann og margsinnis sagt að ekk- ert annað komi til greina en að ljúka ferlinum með Napólí. Helst með bróður sinn Paolo sér við hlið í vörninni og að sjálfsögðu verði Napólí þá komið á sinn réttmæta stað í deild hinna bestu, Serie A. Varnarmenn vanmetnir Fabios Cannavaro bíða sennilega önnur verðlaun innan skamms, verðlaunin sem FIFA veitir besta leikmanni ársins. Þar etur hann kappi við Zidane og Ronaldinho en er laus við samkeppni landa síns Buffons sem varð í öðru sæti á eftir honum í vali France Foot- ball. Öll Ítalía því að baki hans en menn skiptust í tvö nokkuð jöfn horn í stuðningi sínum við Buffon og Cannavaro þegar misvísandi fréttir birtust um hvor þeirra hefði verið valinn. Báðir enda þjóðhetjur og að auki fannst mönn- um tími til kominn að varnarmað- ur eða markvörður yrði heiðrað- ur. Ítalir fárast mikið yfir því að hvorki Paolo Maldini, Franco Bar- esi né Dino Zoff hafi hlotið verð- launin á glæstum ferli. En sóknar- menn hafa alltaf dómínerað þetta val. Lev Yashin eini markvörður- inn og Josef Masopust, Franz Beckenbauer og Mattias Sammer einu varnarmennirnir sem valdir hafa verið. Val Sammers þykir Ítölum alltaf jafn kjánalegt enda átti hann fá góð ár þótt hann hafi grísað á flotta leiki með Evrópu- meistaraliði Þjóðverja 1996. Sloppinn úr syndinni Það kann að hafa veitt Cannavaro forskot umfram Buffon að hann er farinn frá hinu synduga liði Juventus. Því eftir mútuhneykslið mikla vill enginn kannast við stór- kostlegan leik félaganna í meist- araliði síðasta vors. Vilja einblína á HM. Þar var Buffon frábær en Cannavaro ef eitthvað er enn betri auk þess að vera fyrirliðinn sem tók á móti styttunni og fékk mynd- irnar af sér á forsíður blaðanna um allan heim. Jafnframt held ég að það hafi hjálpað Cannavaro að menn hafi hreinlega ekki gert sér grein fyrir því almennilega á alþjóðavetvangi fyrr en á HM hversu stórkostlegur leikmaður hann er á góðum degi. Á meðan Buffon var undrabarn sem var kominn í landsliðið 19 ára og verið í sviðsljósinu síðan þurfti Cannavaro að bíða síns tíma og var orðinn 25 ára þegar hann lék sinn fyrsta landsleik. Hann lék á þeim árum með Parma sem var ágætt lið en ekki í miðpunkti fót- boltaheimsins. Þaðan fór hann til Inter þar sem hann átti tvö heldur slæm ár. Svo léleg reyndar að Inter lét hann fara á frjálsri sölu til Juventus eftir að hafa greitt Parma 32 milljónir evra fyrir hann á sínum tíma. Það var ein af alspaugilegustu pæl- ingunum sem komu upp í calciopoli hneykslinu að Canna- varo hefði „leikið sig lélegan“ undir sitt síðasta hjá Inter til þess að losna úr prísundinni og ná að auka möguleika sína á betri samningi annars staðar með því að fá frjálsa sölu. Heilaköst á mörk- um fáránleikans auð- vitað en víst er að Inter- vistin dró úr trúverðugleika Canna- varos sem leikmanns og mörgum þótti þáverandi áskrift hans að landsliðs- sæti óverðskulduð. Leiktíð- irnar tvær hjá Juventus voru hins vegar svo glimrandi sem og framganga hans á HM að hann hefur tryggt sess sinn sem einn besti varnarmaður Ítalíu- sögunnar. Cannavaro þykir drengur góður, alþýðlegur og trúr upp- runa sínum. Jafnframt einstakt glæsimenni sem kynþokkinn drýpur af. Hló ég mikið þegar ég var að vinna þessa grein og sló inn leitarorðið „Fabio Canna- varo biography“ að efst kom upp síðan www.mostbeautiful- man.com með glæsilegum graðhestamyndum af kappan- um fáklæddum. SunnudagSpenninn einar logi VigniSSon Glæsimennið sem lék sig lélegan R akel Dögg Bragadótt- ir ætti að vera flest- um handboltaunn- endum að góðu kunn. Hún leikur handbolta með Stjörnunni í Garðabæ og er lykilmaður í liði þeirra. Rakel Dögg er tvítug og mjög áberandi á velli, en þessi hávaxna og myndarlega stúlka ber sig einkar tignarlega á vellinum og vekur auk þess athygli hvar sem hún kemur fyrir vinalega og hlýlega framkomu. Stjarnan hefur alltaf verið félagið hennar Rakelar og hún hóf ung að æfa handbolta með félag- inu. „Ég var sjö ára þegar ég fór á fyrstu æfinguna en ég byrjaði að æfa þegar ég var níu ára. Við flutt- um til Danmerkur þegar ég var átta ára en þegar ég kom aftur tæpu ári síðar voru allar stelpurn- ar í bekknum byrjaðar að æfa og þá byrjaði ég líka,“ sagði Rakel en hún reyndi fyrir sér í mörgum íþróttagreinum á sínum yngri árum. Var efnileg í skák „Ég var lengi í fótbolta og svo hef ég prófað fimleika, badminton og skák. Ég veit reyndar ekki hvort það telst íþrótt en ég var samt efnileg í skák,“ sagði Rakel og hló. „Svo hef ég prófað körfubolta og sund líka en ekkert af neinu viti þó.“ Rakel sagði að handboltinn hafi einfaldlega átt best við sig. „Mér fannst þetta bara svo skemmtilegt og ég fann það eiginlega bara strax. Frá því að ég byrjaði að æfa með öllum stelpunum í bekknum mínum þá hefur þetta legið svo vel fyrir mér og fann það strax að þetta var rétta íþróttin fyrir mig. Þó að ég hafi alltaf verið í fótbolta þá vissi ég alltaf að ég myndi velja handbolta. Mér finnst þetta bara svo skemmtileg og spennandi íþrótt.“ Herdís Sigurbergsdóttir var fyrsti þjálfari Rakelar og hún var einnig helsta fyrirmynd Rakelar þegar hún var að byrja í hand- bolta. Rakel sagði einnig að hún hafi alltaf litið upp til Hrafnhildar Skúladóttur sem nú er samherji hennar í landsliðinu. Að leika með landsliðinu er gamall draumur. „Ég hef alltaf stefnt að þessu frá því ég byrjaði og mig langaði alltaf að fara í A- landsliðið. Ég var líka ótrúlega ánægð þegar kallið kom. Mér finnst þetta líka mikill heiður, að spila fyrir hönd þjóðarinnar. Maður lærir líka svo margt í þess- um ferðum og sér svo marga ólíka hluti. Maður lærir líka að meta Ísland betur. Það er líka gaman að kynnast svona mörgum stelpum í kring- um þetta allt saman. Eins og þegar ég byrjaði í unglingalands- liðinu á sínum tíma, þá var maður allt í einu liðsfélagi stelpnanna sem maður spilaði alltaf á móti. Maður þoldi eiginlega ekki að spila á móti þeim en svo voru þetta bara skemmtilegar stelpur. Ég hlakka líka alltaf rosalega til að fara í þessar ferðir og það heldur manni oft gangandi ef það kemur einhver smá niðursveifla hjá manni,“ sagði Rakel sem á u.þ.b. 30 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en hún var ekki nema 17 ára gömul þegar hún var fyrst valin í A-landslið Íslands. góður félagsskapur Rakel bætti einnig við að hún hafi eignast margar af sínum bestu vinkonum í gegnum handboltann. „Allar þær stelpur sem fóru með mér í gegnum alla yngri flokkana eru góðar vinkonur mínar,“ sagði Rakel og eftir að hafa fylgst með landsliðinu í Rúmeníu undanfarna daga finnst undirrituðum augljóst að Rakel og Eva Margrét Kristins- dóttir, leikmaður Gróttu, nái mjög vel saman utan vallar. „Ég og Eva vorum saman í yngri landsliðunum og náðum strax vel saman. Við erum svipað- ar persónur og erum kannski jafn mikil fífl. Við erum alltaf að fíflast eitthvað saman.“ Rakel sagðist eiga margar góðar minningar frá landsliðs- ferðum í gegnum árin. „Ferðin til Makedóníu síðasta vor er t.d. mjög eftirminnileg. Við spiluðum í stóru íþróttahúsi og það voru eitthvað um fjögur þúsund áhorfendur á leiknum. Það voru þvílík læti á leiknum, við þurftum lögreglu- fylgd, það var verið að hrækja inn á völlinn og maður var eiginlega hálf hræddur. Ferðin til Tékklands var líka frábær upplifun, þegar við kom- umst loksins á stórmót. Að sjá úrslitaleikinn á milli Rússlands og Noregs var ótrúlega mikil upplifun. Þær eru svo góðar þessar stelpur. Við vorum þarna í tvær vikur og þarna var spilað- ur heimsklassa handbolti.“ Rakel stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands og er á öðru ári í því námi, en auk þess að vera í skóla þjálfar hún 4. flokk í handbolta hjá Stjörnunni. „Hag- fræði er svo sem ekkert sem ég hef stefnt að lengi. Ég datt eigin- lega bara inn á þetta af því að fjölskyldan mín er svo mikið í þessu. Bróðir minn, pabbi minn og frænka mín eru öll í þessu. Ég var alltaf ákveðin í að fara beint í háskóla eftir stúdentsprófið og þegar bróðir minn fór í þetta og fór að tala um þetta þá fékk ég áhuga á þessu. Ég ætlaði alltaf að verða læknir eða flugmaður eða eitt- hvað því um líkt þegar ég var lítil en ég valdi hagfræði. Ég er líka mjög ánægð með það, þetta á vel við mig og ég er mjög ánægð í þessu námi,“ sagði Rakel sem kláraði stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ á þremur árum. „Mig langar mikið að fara út til Danmerkur eftir háskólann og taka framhaldsnám þar. Mig langar líka að spila handbolta þar. Ég bjó þar um tíma og kann- ast vel við mig. Svo fær maður sér bara góða vinnu þegar þar að kemur. Ég er ekkert að flýta mér í þeim efnum,“ sagði Rakel en hún er staðráðin í að klára námið hér heima áður en hún fer til Danmerkur að spila handbolta eins og stefnan er hjá henni. Yngst þriggja systkina Rakel Dögg er yngst þriggja syst- kina en hún á tvo eldri bræður. „Yngsta prinsessan fékk mikla vernd og mikla stríðni líka. Ég fékk alveg að finna fyrir því og það er kannski þess vegna sem ég er svona hörð í dag,“ sagði Rakel glöð í bragði og bætti við að hún hafi fengið gott uppeldi. „Ég er mjög ánægð með það. Ég fékk ekki mjög strangt upp- eldi. Foreldrar mínir treystu mér alveg til þess að koma heim á rétt- um tíma og ég held að það hafi í rauninni gert mig miklu sam- viskusamari og ábyrgðarfyllri. Ef þau sýna mér mikið traust þá sýni ég þeim að ég get staðið undir því trausti. Bræður mínir áttu líka alveg þátt í uppeldinu. Ég lít mikið upp til foreldra minna og þau er miklar fyrirmyndir í mínu lífi,“ sagði þessi einkar geðgóða stelpa að lokum. SUNNUDAGSviðtAlið rakel dögg bragadóttir Stefnir á að spila handbolta í Danmörku Rakel Dögg Bragadóttir er tvímælalaust ein efnilegasta handboltakona landsins en þessi tvítuga stelpa var fyrst valin í A-landslið Íslands þegar hún var 17 ára gömul. Dagur Sveinn Dagbjartsson settist niður með Rakel Dögg í Rúmeníu þar sem íslenska landsliðið leikur í undankeppni HM þessa dagana og ræddi við hana um handboltann, æskuárin, námið og fleira. hreSS og kát Rakel sést hér á göngu í Rúmeníu með vinkonu sinni, Elísabetu Gunnarsdóttur. fRéttablaðið/daGuR ákVeðin Rakel dögg brýst hér af harðfylgi í gegnum vörn Portúgals í öðrum leik íslenska liðsins í Rúmeníu. Sá leikur tapaðist því miður og gerði út um möguleikana á að komast áfram. fRéttablaðið/tihi jovanovic
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.