Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ...
Engar evrur | Útilokað er að
íslensku viðskiptabankarnir færi
uppgjör sitt og eigið fé í evrur
á árinu. Samkvæmt lögum hefði
umsókn um slíkt þurft að liggja
fyrir 1. nóvember á síðasta ári.
Greiðslur hækka | Stjórn
Lífeyrissjóðs verslunarmanna
stefnir á að hækka lífeyrisréttindi
sjóðsfélaga sjóðsins um sjö pró-
sent, sem nemur 11,8 milljörðum
króna.
Breyttur hópur | Bræðurnir
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir
hafa selt hlut sinn í Hanza-hópn-
um ehf., sem hefur verið áberandi
á fasteignamarkaðnum að undan-
förnu, til Merlu ehf. sem er í eigu
Róberts Melax.
Fær einkunn | Orkuveita
Reykjavíkur hefur fengið láns-
hæfiseinkunnina Aa2 frá matsfyr-
irtækinu Moody´s. Einkunnin er
sú þriðja besta sem íslenskt fyrir-
tæki fær, á eftir Landsvirkjun og
Íbúðalánasjóði.
Met slegið | Rabobank í Hollandi
hefur gefið út jöklabréf fyrir
fjörutíu milljarða íslenskra króna
til eins árs. Útgáfan er sú lang-
stærsta til þessa en útgáfur hafa
gjarnan verið í kringum þrjá
milljarða.
Óvænt hækkun | Vísitala neyslu-
verðs hækkaði um 0,26 prósent á
milli desember og janúar. Þetta
jafngildir því að verðbólgan hafi
lækkað úr sjö prósentum í 6,9 pró-
sent síðastliðna 12 mánuði.
Nærri fullkomnun | Í nýrri
greiningu fjárfestingarbankans
Merrill Lynch á Actavis segir að
félagið komist nærri því að vera
hið fullkomna fyrirtæki. Bankinn
metur gengi félagsins á 67 krónur
á hlut.
Heimskringlan
Allt að opnast
í Búlgaríu
22
Gnúpur fjárfestingarfélag
Vöxturinn liggur í
fjármálageiranum
10
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
F R É T T I R V I K U N N A R
Jafnrétti kynjanna
Í rétta átt á
hraða snigilsins
12-13
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP eru fjárfestingarsjó›ir í skilningi laga nr.
30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Sjó›irnir eru reknir af
Landsvaka hf., rekstrarfélagi me› starfsleyfi FME. Landsbankinn er
vörslua›ili sjó›anna. Athygli fjárfesta er vakin á flví a› fjárfestingar-
sjó›ir hafa r‡mri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en
ver›bréfasjó›ir. Um frekari uppl‡singar um sjó›ina, m.a. hva› var›ar
muninn á ver›bréfasjó›um og fjárfestingarsjó›um og fjárfestingar-
heimildir sjó›anna, vísast til útbo›sl‡singar og útdráttar úr útbo›s-
l‡singu sem nálgast má í afgrei›slum Landsbankans auk uppl‡singa
á heimasí›u bankans, landsbanki.is.
Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar
EUR
3,2%*
GBP
5,7%*
ISK
13,3%*
Markmið
Peningabréfa er
að ná hærri ávöxtun en
millibankamarkaður og
gjaldeyrisreikningar. Enginn
munur er á kaup-
og sölugengi.
Peningabréf
Landsbankans
USD
5,3%*
* Nafnávöxtun á ársgrundvelli frá 1. desember 2006 - 3. janúar 2007.
Á sama tíma og íslensk fyrirtæki
keppast um að kaupa fyrirtæki í
öðrum löndum fjölgar ört þeim
útlendingum sem kjósa sér að
búa á Íslandi. Samspil þessara
tveggja hliða á alþjóðavæðing-
unni er þó með minnsta móti.
Á næstu mánuðum mun
Ósýnileg
auðlind
Gangi Seðlabankinn of langt í
stýrivaxtaaðhaldi gæti það leitt
til flótta úr krónunni. Þetta sagði
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður
greiningardeildar Kaupþings, á
morgunverðar-
fundi um efna-
hagshorfurnar í
gær.
Ásgeir segir
raunvaxtaaðhald
rétt vera að byrja
að bíta og bend-
ir á að verðbólga
sé að ganga niður.
„En það þýðir hækkandi raun-
vexti,“ segir hann og kveður við
því að búast að raunvextir fari
í tíu prósent á fyrsta og öðrum
fjórðungi þessa árs.
„Það er náttúrlega ljóst að
Seðlabankinn notar krónuna til
að halda hagkerfinu niðri og fyrir
það blæða bæði fyrirtækin og
heimilin í landinu því þau þurfa
jú að borga hærri vexti. Hins
vegar held ég reyndar að nokk-
ur takmörk séu fyrir því hvað
Seðlabankinn geti þrýst á hag-
kerfið með þessu eina stýritæki.
Ef gengið er of langt gætum við
séð flótta úr krónunni.“ - óká
Háir vextir geta
leitt til flótta
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Í nýrri greiningu Fox-Pitt Kelton á Kaupþingi er
vikið að því að Kaupþing verði æ ákjósanlegri yfir-
tökukostur fyrir stærri fjármálafyrirtæki, meðal
annars sökum aukins hagnaðar sem verði til erlend-
is. „Með því að taka yfir Kaupþing trúum við því
að yfirtökubankinn myndi ná eftirsóknarverðri
stöðu á Norðurlöndum og í Bretlandi.“ Þrátt fyrir
að dregið hafi úr hagnaði og tekjum Kaupþings
á Íslandi telja sérfræðingar Fox-Pitt Kelton að
íslenska starfsemin fæli ekki hugsanlega kaupend-
ur frá. Stórir bankar gætu líka séð samlegðaráhrif
í lægri fjármögnunarkostnaði.
Fox-Pitt Kelton telur þó líklegra að Kaupþing
sjálft ráðist í fleiri yfirtökur og horfi einkum til
þess að bæta í safnið heildsölubanka, með hátt hlut-
fall innlána, eða bankarekstur sem hefur litla og
meðalstóra kúnna í viðskiptum en takmarkað vöru-
framboð. „Þýskaland, Benelux og Eystrasaltslöndin
hafa verið nefnd til sögunnar sem hugsanleg
markaðssvæði í framtíðinni. Við teljum hins vegar
að fyrirtækið muni einbeita sér að eflingu á þeim
mörkuðum sem það er þegar fyrir,“ segja skýrslu-
höfundar.
Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans sjá
einnig fyrir sér að spennandi ár sé í vændum hjá
Kaupþingi. Bankinn safnaði yfir 55 milljörðum
króna í hlutafjárútboði til erlendra fjárfesta í haust
í þeim tilgangi að ráðast í frekari ytri vöxt.
Fyrir skemmstu yfirtók Danske Bank banka-
hluta finnsku Sampo-samstæðunnar á álitlegu yfir-
verði. Danske Bank greiddi um 3,5-falt bókfært
eigið fé Sampo-bank. Markaðsvirði Kaupþings er
1.050 milljarðar króna miðað við 3,5-falt eigið fé,
sem er ekki undir 300 milljörðum króna. Þetta
samsvarar genginu 1.418 krónum á hlut, en 1.215
krónum miðað við þrefalt eigið fé. Fox-Pitt Kelton
verðleggur Kaupþingshlutinn á 968-970 krónur en
gengið stóð í 910 krónum í Kauphöllinni í gær.
Í viðtali við Markaðinn í dag spáir Þórður Már
Jóhannesson, framkvæmdastjóri Gnúps fjárfest-
ingafélags, að miklar fréttir berist af fjármála-
og fjárfestingarfélögum á þessu ári. Hann telur
hugsanlegt að í náinni framtíð verði innlend fjár-
málastofnun sameinuð eða yfirtekin af erlendum
samkeppnisaðila og erlendir fjárfestar verði meira
áberandi í bönkunum. „Það er nauðsynlegt að ráð-
andi hluthafar fjármálafyrirtækja finni leiðir til
þess að auka breidd í hluthafahópi með því að laða til
sín erlenda fjárfesta en nýlegt útboð Kaupþings til
erlendra fagfjárfesta er gott dæmi um þetta.“
Sjá bls. 10
Kaupþing áhugavert
fyrir erlendan banka
Fox-Pitt Kelton sér það fyrir sér að Kaupþing sjálft verði
yfirtekið af erlendum banka. Hluturinn í Kaupþingi gæti þá
farið á allt að 50 prósenta yfirverði.
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur
verði heldur meiri en áður var
gert ráð fyrir á þessu ári í nýjum
endurskoðuðum hagspám bæði
Kaupþings og fjármálaráðuneyt-
isins. Spár komu frá báðum í gær-
morgun, en eru þær þó ekki alveg
samhljóma.
Í spá fjármálaráðuneytisins er
gert ráð fyrir því að hagvöxtur á
þessu ári verði 2,2 prósent, í stað
eins prósents í síðustu spá. Heldur
meiri sveifla er hins vegar í spá
Kaupþings, sem gerir ráð fyrir
3,4 prósenta hagvexti í stað 0,2
prósenta áður.
Munurinn á spánum endur-
speglast að stórum hluta í forsend-
unum sem að baki þeim liggja en
Kaupþing reiknar með áhrifum af
stækkun álversins í Straumsvík
og metur þau á um eitt prósent.
Fjármálaráðuneytið hefur hins
vegar þá stefnu að taka ekki með í
reikninginn framkvæmdir fyrr en
búið er að fastsetja þær, en nokk-
ur óvissa er enn um stækkunina.
Almenn er ráð fyrir því gert að
á árinu takist að ná verðbólgu niður
í markmið Seðlabanka Íslands, en
að á næsta ári taki svo verðbólga
að aukast á ný. Landsbankinn,
sem birti fyrir helgi álit sitt á
Ráð gert fyrir meiri hagvexti
Landsbanki, Kaupþing og fjármálaráðuneyti hafa endurskoðað spár sínar.
Smáauglýsingasími
Guðmundur Atli Pétursson er í sjónvarps- og kvik-
myndanámi í Danmörku auk þess sem hann vinnur
hjá íslenska ríkissjónvarpinu.Mediaskolerne heitir skólinn sem Guðmundur Atli Péturs-
son stundar nám við í Danmörku. Sjónvarps og kvikmynda-
námið sem hann leggur stund á tekur þrjú og hálft ár í allt.
„Til þess að komast inn í námið þarf maður að vera með
lærlingsstöðu hjá einhverjum viðurkenndum miðli. það er
reyndar hægt að fá að taka eina önn án þess, til að prófa, en
til að geta byrjað í sjálfu náminu þarf maður að fá nema-
pláss. Ég er búinn með fjórar annir af fimm og er að fara
aftur út núna í febrúar til þess að gera lokaverkefni, fara í
próf og klára.“Guðmundur er sjálfur skráður sem lærlingur hjá
íslenska ríkissjónvarpinu. „Lærlingsstaðan er í raun og
veru bara á pappírunum því ég var búinn að vera í fullu
starfi hjá Sjónvarpinu í tvö ár áður en ég fór í skólann og
fékk raunverulega bara námsleyfi,“ segir hann.
Námið er ekki á háskólastigi en nemendurnir útskrifast
með sveinspróf. „Það er litið svolítið á þetta nám sem tækni-
nám en það er samt miklu fjölbreyttara en það. Við lærum
allt mögulegt, viðtalstækni, fréttamennsku og dagskrár-
gerð og oft sitjum við og greinum kvikmyndir og lærum
drama og leikstjórn og svoleiðis líka. Það sem mér finnst
kosturinn við þennan skóla er að hann er ekki of sérhæfður
og við tökum kúrsa í öllum grunnþáttunum. Maður getur
því komið út úr þessu námi sem annað hvort leikstjóri eða
dagskrárgerðarmaður sem hefur þokkalegan skilning á öllu
ferlinu og mér finnst það persónulega mjög mikilvægt.“
Guðmundur segist hafa hvatt marga sem að hann þekkir
til þess að skoða þennan möguleika á námi. „Skólinn er
borgaður af danska ríkinu svo það eru engin skólagjöld. Svo
framarlega sem maður býr á Norðurlöndunum og fær
samning einhvers staðar sem nemi þá er þetta raunveru-
lega frítt nám og ég slapp til dæmis við að taka námslán.
Svo er þetta bara góður skóli og mjög virtur í sjónvarps-
bransanum í Danmörku.“
Í sjónvarps- og
kvikmyndanámi
[ SÉRBLAÐ UM FJÁRMÁL – MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2006 ]
SPARAÐ Á HVERJUM DEGIEinföld og góð sparnaðarráð SJÁ BLS. 4
Fjármál heimilanna
EINKABANKINNAUÐVELDAR LÍFIÐMaría Dungal segir fólk geta nýtt einkabankann betur.
SJÁ BLS. 5
Góð og einföld
sparnaðarráð
Hagvöxtur dróst saman á Vest-
fjörðum og Norðurlandi vestra á tímabilinu
1998-2004, á sama tíma og hann jókst í öllum
öðrum landshlutum. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofn-
unar Háskóla Íslands um hagvöxt á landinu
eftir landshlutum.
Hagvöxturinn mælist langmestur á höfuð-
borgarsvæðinu og fer yfir tíu prósent árið
2004. Sjávarútvegur dregst saman víða um
land, þó einkum á Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra. Hinn mikli vöxtur sem mælist á
Vesturlandi útskýrist fyrst og fremst af auknu
umfangi stóriðju, auk þess sem þjónusta hefur
vaxið gríðarlega í þeim landshluta vegna Hval-
fjarðarganganna.
Ekki var kominn fullur þungi í hagvöxt á
Austurlandi vegna stóriðjuframkvæmda á
skoðunartímabilinu en sá landshluti kemur
samt sem áður næstur höfuðborgarsvæðinu af
öllum á landinu í auknum hagvexti.
Halldór V. Kristjánsson, sérfræðingur hjá
þróunarsviði Byggðastofnunar sem vann að
gerð skýrslunnar, segir niðurstöðurnar stað-
festa það sem hann hafi rennt í grun, að ákveð-
in stöðnun væri á Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra. Athyglisvert sé að bera saman
hagvaxtartölur og tölur um fólksflutninga
undanfarin ár því fólk virðist hneigjast til að
flytja frá þeim stöðum þar sem tekjur hækki
lítið, til þeirra staða þar sem uppgrip séu. „Ef
engin breyting verður í þessum landshlutum
gæti það verið fyrirboði um frekari flutninga
inn á þau svæði þar sem tekjur eru hærri.“
Halldór telur að þessi þróun geti vel orðið
hættuleg. „Við gætum verið að tapa ákveðnum
landshlutum en ríkisstjórnin hefur verið að
grípa til aðgerða með vaxtarsamningum og við
gerum okkur auðvitað vonir um að geta haft
áhrif á þessa þróun á komandi árum. Allar til-
lögur þess efnis eiga þó að koma frá heima-
mönnum. Menn eru búnir að finna það út að
bestu tillögurnar koma frá þeim en ekki að
ofan.“
Halldór segir tilefni til að ætla að hlutirnir
hafi breyst töluvert á þeim tveimur árum sem
liðin eru en skýrslan tekur ekki til. „Ég held að
hlutirnir hafi breyst töluvert á síðustu tveimur
árum, og þá sérstaklega vegna þess að áhrifa-
svæði höfuðborgarsvæðisins hefur stækkað
mjög mikið. Þar á ég við Suðurlandið allt,
Vesturlandið og Reykjanesið. Þetta kemur
mjög skýrt fram og það virðist ekkert lát vera
á þeirri þróun.“ -
Norðvestrið stendur í stað
Niðurstöður nýrrar skýrslu um þróun hagvaxtar á Íslandi á tímabilinu 1998-2004 sýna stöðnun á Norðurlandi
vestra og Vestfjörðum. Hagvöxtur er langmestur á höfuðborgarsvæðinu. Staðfestir grun, segir sérfræðingur.
Óvenjumargir
glóbrystingar eru hér á landi nú.
Jóhann Óli Hilmarsson, fugla-
fræðingur og formaður Fugla-
verndunarfélags Íslands, segir
þó ekki gott að segja til um
nákvæman fjölda þeirra. „Ég hef
fengið óvenjumargar tilkynning-
ar um þessa fugla í vetur enda
eru þeir óskaplega fallegir og
vekja athygli þótt flestir aðrir
Evrópubúar séu vanir þeim,“
segir Jóhann en glóbrystingar
eru meðal algengustu fugla Evr-
ópu.
Jóhann segir algengt að fugl-
ar hrekist hingað til lands eftir
að hafa lent í lægð á leið sinni
yfir Norðursjó. Yfirleitt séu það
ungir og óreyndir fuglar sem
mikið sæki í fóðrun. „Það veit
enginn hvort þeir lifa veturinn af
eða ekki en vitað er til þess að
þeir hafi orpið og sest hér að,“
segir Jóhann. Tíminn einn mun
því leiða í ljós hvort þessir fal-
legu fuglar nema land eða hvort
þeir reyna að komast aftur til
síns heima, lifi þeir veturinn af.
Jóhann bendir fuglavinum á
að glóbrystingum þyki flest feit-
meti gott í bland við brauð, eink-
um í kulda á við þann sem nú er.
Fuglavinum bent á feitmeti
G
O
T
T
F
Ó
LK
M
cC
A
N
N
„Ég vil að þessir
menn náist og fái makleg mála-
gjöld,“ segir Pétur Jakobsson á
sport- og karókíbarnum Shooters í
Kópavogi. Að sögn Péturs kviknaði
í Shooters aðfaranótt síðastliðins
föstudags þegar bensínsprengju
var kastað inn um rúðu. Ekki er
vitað hver var að verki og nú heitir
Pétur hundrað þúsund króna
verðlaunum fyrir ábendingu sem
leiðir sannleikann í ljós „Hér brann
allt; tæki og innréttingar og húsið
sjálft,“ segir Pétur, sem var með
allt innbúið ótryggt. Hann segir
tjónið vegna þessa vera á bilinu
fjórar til fimm milljónir. „Ég fæ
þetta vísast ekki bætt þótt
viðkomandi náist en ég er bara
orðinn þreyttur á svona rugli.“
Fé til höfuðs
brennuvargi
Meirihluti bandarískra
kvenna býr nú án maka - líklega í
fyrsta sinn í sögunni. Frá þessu
greinir bandaríska dagblaðið New
York Times.
Árið 1950 bjuggu 35 prósent
bandarískra kvenna án maka, árið
2000 var hlutfallið komið upp í 49
prósent og árið 2005 var það komið
í 51 prósent. Það gerðist einnig árið
2005 að hjón voru í fyrsta sinn í
sögunni komin í minnihluta
bandarískra fjölskyldna.
Þá er greinilegur munur á
hlutfalli hjónabanda eftir uppruna,
því einungis þrjátíu prósent
blökkukvenna búa með maka, en 49
prósent spænskættaðra kvenna eru
í hjónabandi eða sambúð, 55
prósent annarra hvítra kvenna og
60 prósent asískra kvenna.
Konur án maka
nú í meirihluta
Fyrrum stigavörður situr
fyrir svörum