Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 8
 Hvað er ESA? Hvort eru framvísandi eða bakvísandi barnastólar öruggari? Hvað gaf Baltasar starfsfólki sínu við Mýrina í jólagjöf? Fulltrúar frá Ísrael og Sýrlandi höfðu í nærri tvö ár stundað samningaviðræður með leynd og voru komnir með drög að friðarsamkomulagi þegar Líban- onstríðið braust út síðastliðið sumar. Frá þessu skýrði ísraelska dagblaðið Haaretz í gær. Samkvæmt frásögn blaðsins höfðu samningamennirnir náð samkomulagi um að Ísraelsher færi alfarið frá Gólanhæðum, sem Ísrael hertók frá Sýrlandi árið 1967, en í staðinn myndu sýrlensk stjórnvöld hætta öllum stuðningi við herskáa hópa Palestínumanna. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir þó að viðræðurnar hafi ekki verið á vegum ísraelskra stjórnvalda heldur alfarið verið einkaframtak einstaklinga. Starfs- maður utanríkisráðuneytisins í Sýrlandi segir fréttir af slíkum viðræðum tilhæfulausar með öllu. Hins vegar staðfesti talsmaður ísraelsku stjórnarinnar, sem vildi ekki láta nafns síns getið, að ísra- elskir ráðamenn hefðu vitað af þessum viðræðum þótt ekki hefðu þær verið á vegum stjórnvalda. Dagblaðið heldur því fram að bæði ísraelsk og sýrlensk stjórn- völd hafi vitað af viðræðunum, sem haldnar voru í nokkur skipti í Evrópu á árunum 2004 til 2006. Bashar Assad Sýrlandsforseti hefur nýverið látið í ljós vilja til að halda áfram friðarviðræðum við Ísrael. Olmert hefur hins vegar sagt að ekki komi til greina að hefja viðræður fyrr en Sýrlend- ingar hafi hætt stuðningi við her- skáa andstæðinga Ísraels. Bandaríkjastjórn hefur einnig hafnað því að hefja viðræður við Sýrlendinga en sakar þá um að aðstoða baráttu súnní-múslima í Írak gegn bæði sjíum og bandaríska herliðinu þar. Síðast í gær féllu að minnsta kosti 65 manns í árásum á sjía-hverfi í Bagdad í Írak. Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hefur verið á ferð um Mið-Austurlönd að afla fylgis ráðamanna þar við nýja stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak. Leiðtogar sumra arabaríkja hafa sagst reiðubúnir að aðstoða Banda- ríkin við að stilla til friðar í Írak gegn því að Bandaríkin leggi sig meira fram við að finna lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna. Í gær hitti hún Saud al-Faisal prins í Sádi-Arabíu, sem sagðist ekki hafa mikla trú á að árangur næðist í Írak. Sýrlendingar og Ísraelar voru nærri samkomulagi Ísraelskt dagblað heldur því fram að Sýrlendingar og Ísraelar hafi nánast verið tilbúnir með drög að friðar- samkomulagi. Bandaríkjamenn reyna enn að afla stuðnings meðal arabaríkja við nýja Íraksstefnu sína. Það munar mikilu á öryggi bakvísandi og framvísandi bílstóla. Í bílslysum sleppa 60 pró- sent þeirra barna sem eru í framvís- andi stólum án alvarlegra meiðsla en í bakvísandi sleppa 90 prósent þeirra. Því ætti fólk hiklaust á velja barnastól sem snýr baki í aksturs- stefnu og hafa það í honum þar til það verður 25 kíló. Þetta segir Ragn- heiður Davíðsdóttir, forvarnarfull- trúi VÍS. Í fréttum blaðsins í gær var greint frá því að forsvarsmenn íslenskra tryggingarfélaga eru ugg- andi yfir því hve dræmar móttökur bakvísandi bílstólar hafa fengið hér á landi en þeir mæla með því að börn séu í þeim til þriggja ára aldurs þar sem þeir þykja mun öruggari. Ragnheiður segir VÍS fyrst hafa flutt þessa stóla til landsins eða árið 1994. Þeir hafi þá komið frá Svíþjóð en þar séu bakvísandi stólar mjög algengir og dauðaslys barna í bíl- slysum nær óþekkt. Hún segir helstu ástæðuna fyrir því að Íslendingar vilji síður nota bakvísandi stóla vera þá að þeir taki þægindin fram yfir öryggið, Undir það tekur Herdís Storgaard hjá Forvarnarhúsi Sjóvár. Þær benda á að algengustu slys á Íslandi séu vegna hliðar- eða framan- ákeyrslna og við þau séu bakvísandi stólar mun betri þar sem minna álag verði á háls og höfuð barnsins í þeim. „Þeir sem útvega bakvísandi stóla eru VÍS, Sjóvá, Bílanaust og Ólavía og Oliver, um fleiri staði veit ég ekki en fólk ætti að velja þá bakvísandi þar til barnið nær 25 kílóa þyngd,“ segir Herdís. Bakvísandi bílstólar öruggari „Mér finnst Ragnar draga upp ansi vill- andi mynd af þróun tekjuskiptingarinnar síðastliðinn áratug þar sem hann byggir á allt of takmörkuðum mælikvarða, sem eru atvinnutekjur einar og sér fyrir skatta,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor við félags- vísindadeild Háskóla Íslands, um niðurstöður rann- sóknar Ragnars Árnasonar hagfræðiprófessors sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. Í rannsókn sinni komst Ragnar að þeirri niður- stöðu að allir tekjuhópar hefðu aukið tekjur sínar verulega síðustu þrettán árin. Rannsókn Ragnars miðaði þó einvörðungu við atvinnu- og fjármagnstekjur fyrir skatta og það telur Stefán að dragi upp skakka mynd. „Hann horfir alger- lega framhjá dreifingaráhrifum lífeyristekna og skatta. Þær breytingar eru þess eðlis að skattbyrðin í lægri hópum þjóðfélagsins jókst mest og aukningin lækkar eftir því sem ofar í tekjustigann er komið. Því hafa lægri hóparnir dregist aftur úr og hæsti hópur- inn farið langt fram úr. Það er því gliðnun í tekjustig- anum alla leiðina upp ef menn horfa á ráðstöfunar- tekjur eftir skatta, sem er sá mælikvarði sem er notaður á þetta alstaðar í löndunum í kringum okkur. Það er það sem snertir fólk, hvað það hefur í ráðstöf- unartekjur.“ Danska veðurstofan sagði í gær hættu á óveðri í suðurhluta Danmerkur í kjölfar lægðar á fimmtudag að því er kom fram á vef Politiken. „Ef lægðin færir sig suður fyrir Danmörku sleppum við, en færir hún sig inn yfir landið mun óveður geisa á öllum suðurhluta Danmerkur,“ sagði Mogens Bendsen, vaktstjóri á veðurstof- unni. Janúar hefur verið vindasam- ur í Danmörku og hefur meðal- vindur verið 9,2 metrar á sekúndu. Venjulegur meðalvindur er 6,5 metrar á sekúndu. Óveðri spáð í Danmörku Fjórðungur rússneskra stríðsfanga sem lentu í finnskum fangabúðum dó, meirihlutinn úr hungri, kulda og sjúkdómum. Aðstæður í fangabúðum voru lélegri en hingað til hefur verið talið. Þetta kemur fram á fréttavef finnska dagblaðsins Hufvudstadsbladet. Margir Rússar, bæði hermenn og óbreyttir borgarar, dóu í finnskum einangrunarbúðum í stríðinu. Í rannsókn sem verið er að gera í Ríkisskjalasafninu í Finnlandi hefur ýmislegt komið fram, til dæmis að aðstæðurnar voru afskaplega slæmar og að þriðjungur borgaranna var börn. „Þetta er skuggahlið stríðsins sem þarna kemur fram,“ segir Lars Westerlund sem stýrir rannsókninni. Fjórðungur dó úr vosbúð Ráðamenn í Færeyjum leggja nú til að Færeyjar verði sameinaðar í eitt byggðarlag, einkum til þess að auðvelda samgöngur milli svæða. Frá þessu er skýrt í færeyska dagblaðinu Dimmalætting. Færeysk stjórnvöld settu sér um aldamótin síðustu það markmið að árið 2015 yrðu Færeyjar komnar í röð með þeim löndum heims sem best er að búa og starfa í. Á vegum lögmanns- skrifstofunnar hefur mikil stefnumótunarvinna verið í gangi síðustu árin og um þessar mundir er hver nefndin á fætur annarri að skila frá sér tillögum sínum. Færeyjar verði eitt byggðarlag Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra flytur á morgun, fimmtudag, stefnuræðu um öryggis- og varnarmál á opnum fundi í Háskóla Íslands. Til fundarins boða Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg, í sam- vinnu við utanríkisráðuneytið. Fundurinn fer fram í Hátíðarsal HÍ og hefst kl. 12. Í fréttatilkynningu segir að Valgerður muni í erindinu ræða þróun öryggis- og varnarmála þjóðarinnar og breyttar aðstæður eftir brottför bandaríska varnar- liðsins. Stefnuræða um varnarmál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.