Fréttablaðið - 17.01.2007, Page 14
Heildarraforkukostn-
aður meðalheimilis hefur hækkað
um þrjú til fjögur prósent milli ára
hjá flestum raforkufyrirtækjum
en lækkað um fjögur prósent hjá
viðskiptavinum Norðurorku.
Kostnaður hjá viðskiptavinum
Orkubús Vestfjarða og Orkuveitu
Húsavíkur stendur í stað milli ára.
Þetta kemur fram í úttekt sem
Alþýðusambandið hefur látið gera
og birt er á vef ASÍ.
Heildarkostnaður fyrir dreif-
ingu, flutning og raforku til
almennra heimilisnota hjá meðal-
heimili í þéttbýli, sem notar fjögur
þúsund kílóvattstundir af rafmagni
á ári, er hæstur hjá viðskiptavin-
um á svæði Orkuveitu Húsavíkur,
eða rúmlega 42.000 krónur á ári.
Viðskiptavinir Norðurorku greiða
lægsta verðið, rúmlega 39.000
krónur. Munurinn er kr. 2.900 krón-
ur á ári, eða 7,4 prósent.
Heildarkostnaður meðalheimil-
is í dreifbýli er umtalsvert hærri
en í þéttbýlinu. Meðalheimilið í
dreifbýli á svæði Orkubús Vest-
fjarða greiðir ríflega kr. 51.500 á
ári fyrir raforku til almennra heim-
ilisnota, en á dreifbýlissvæði Rarik
er kostnaðurinn ríflega kr. 47.000 á
ári.
Gert er ráð fyrir því að við-
skiptavinir kaupi af fyrirtæki með
einkaleyfi á viðkomandi lands-
svæði og eigi aðeins viðskipti við
eitt raforkufyrirtæki.
Norðurorka lækkar ein raforkuverðið
Fídel Castro Kúbuleið-
togi er við dauðans dyr eftir þrjár
skurðaðgerðir og alvarlega iðra-
sýkingu. Þetta hafði fréttavefur
spænska dagblaðsins El País í gær
eftir ónafngreindum samstarfs-
mönnum spænsks skurðlæknis
sem fór til Kúbu í desember til að
hlynna að hinum áttræða Castro.
Kúbverskur stjórnarerindreki
sagði fréttina vera „helberan upp-
spuna“.
Hinir ónafngreindu heimildar-
menn blaðsins starfa á Gregorio
Maranon-sjúkrahúsinu í Madríd,
þar sem skurðlæknirinn Jose Luis
Garcia Sabrido er yfirlæknir.
Sabrado sjálfur lét ritara sinn
skila því til fjölmiðla að hann
hygðist ekki tjá sig um málið opin-
berlega.
Í frétt El País segir að „alvar-
leg garnasýking, að minnsta kosti
þrjár misheppnaðar skurðaðgerð-
ir og margvíslegar hliðarverkanir
hafi leitt kúbverska einræðisherr-
ann, Fídel Castro, að dauðans
dyrum.“ Þegar Sabrado hitti
Castro í desember hafi hann haft
stórt sár í meltingarveginum, sem
um hálfur lítri af vökva lak út um
á dag, sem olli „alvarlegum nær-
ingarefnamissi“. Því væri Castro
gefin næring í æð.
Erindreki í kúbverska sendi-
ráðinu í Madríd sagði fréttina vera
upplogna. „Þetta er enn ein lygin
og við ætlum ekki að ræða hana.
Ef einhver þarf að tala um veik-
indi Castros eru það ráðamenn í
Havana,“ sagði hann. „Þessi frétt
er helber uppspuni.“
Ráðamenn í Havana hafa gefið
mjög lítið upp um mein Castros
frá því hann lagðist inn á sjúkra-
hús í júlí og lét völdin tímabundið
í hendur bróður síns, Raúls.
Sagður vera við dauðans dyr