Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 38
MARKAÐURINN 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR10
F R É T T A S K Ý R I N G
núpur fjárfestingarfélag tók til
starfa á haustdögum og opnaði
skrifstofu í Kauphallarhúsinu
við Laugaveg. Þórður Már
Jóhannesson, fyrrverandi for-
stjóri Straums-Burðaráss, fer fyrir fjög-
urra manna starfsliði Gnúps en með honum
starfa jafnframt tveir fyrrum lykilstarfs-
menn Straums. Bakhjarlar Gnúps eru að
hluta til sömu kjölfestuhluthafar og stóðu
að Straumi fyrir samrunann við Burðarás,
þeir Magnús Kristinsson og Kristinn
Björnsson. Þórður Már á um sjö prósenta
hlut í félaginu en þeir Kristinn og fjöl-
skylda hans, og Magnús Kristinsson eiga
Gnúp að jöfnu að öðru leyti en þeir lögðu
inn í félagið eignarhluti sína í FL Group og
Kaupþingi sem þeir fengu í skiptum fyrir
Straumsbréf um mitt síðastliðið ár.
FJÁRMÁLAGEIRINN LYKILGEIRI
Þórður Már segir að hugmyndin að stofnun
Gnúps hafi byggst á því að nýta sérþekk-
ingu og reynslu af fjármálamarkaði og
þann fjárhagslega styrk sem var til staðar
til frekari sóknar og landvinninga. Auk
þess hafi verið horft til erlendra fyrir-
mynda við undirbúning að stofnun félags-
ins og áframhaldandi þróun þess. Félagið
mun fjárfesta í skráðum og óskráðum
fyrirtækjum bæði hér heima og erlendis.
„Stefna okkar er að taka þátt í þeim fjár-
festingum sem við teljum arðbærastar
hverju sinni en við erum ekki að sérhæfa
okkur í fjárfestingum í einni atvinnugrein
umfram aðra. Það er hins vegar ekkert
launungarmál að við horfum á fjármála-
geirann sem lykilatvinnugrein. Þar verður
vöxturinn og mestu tækifærin að mínu
mati á næstu misserum og árum. Þá á ég
bæði við hér heima og erlendis.“
Hann segir að innan Gnúps séu til
skoðunar fjölmörg fjárfestingartækifæri.
„Ég er ekki kominn til þess að sitja auðum
höndum við mótun þessa fyrirtækis en
best er að láta verkin tala.“
Í stjórnartíð Þórðar Más margfaldaðist
Straumur að stærð og hagnaðist verulega
á kaupum og sölu hlutabréfa í mörgum af
stærstu fyrirtækjum landsins, svo sem
Eimskipi, Flugleiðum, Olíufélaginu Esso
og síðast en ekki síst í Íslandsbanka, nú
Glitni.
FLJÚGANDI START
Fjármálaumhverfið hefur breyst mjög frá
aldarbyrjun. Gnúpur kemur inn í mun
mótaðra umhverfi en þá var til stað-
ar, auk þess sem fjárhagslegur styrk-
ur þess er mikill. Á þessari stundu eru
hvorki uppi áform um að breyta Gnúpi
úr fjárfestingarfélagi í fjárfestingabanka
né skrá félagið á markað. „Það eru bæði
kostir og gallar fyrir Gnúp að vera óskráð
félag. Þú færð aukið svigrúm til að sinna
fjárfestingum og uppbyggingu félagsins.
Þetta form hentar okkur vel eins og staðan
er í dag, að vinna hlutina í fjarlægð frá
skráðum markaði.“
Það er ekki ofsögum sagt að Gnúpur
fari vel af stað en stærstu eignir félagsins
hafa hækkað mikið í verði. Sú stærsta ligg-
ur í 17,2 prósenta eignarhlut í FL Group
sem metinn er á 37-38 milljarða króna.
Gnúpur fór inn í FL á genginu 23 krónur á
hlut en það stendur nú í 28. Það sama hefur
verið uppi á teningnum með hlutabréfin í
Kaupþingi, sem hefur tekið stökk upp á við
á liðnum vikum.
Þórður segir að forsvarsmenn Gnúps
ætli ekki að gefa upp fjárhagslegan styrk
félagsins og fjárfestingargetu. Það hefur þó
verið áætlað að eigið fé slagi hátt í 35 millj-
arða króna, sem er svipuð stærð og eigið
fé Straums fyrir samrunann við Burðarás
í ágúst 2005. Ætla má að fjárfestingargeta
félagsins sé þar af leiðandi á bilinu 70-100
milljarðar króna. Arðsemismarkmið liggja
yfir þeim markmiðum sem bankarnir hafa
sett sér um árlegan vöxt.
FL ER KJARNAEIGN
Gnúpur lítur á sig sem áhrifafjárfesti
í skilgreindum kjarnaverkefnum en
eignarhluti félagsins í FL Group er dæmi
um slíka fjárfestingu. Þar vill félagið hafa
áhrif og koma að uppbyggingu FL, sem
er að mati Þórðar Más gríðarlega spenn-
andi fjárfesting og félag í mikilli sókn
og uppbyggingu. Sú fjárfesting fellur vel
að stefnu Gnúps, enda er FL áhrifamikill
fjárfestir í fjármálafyrirtækjum og er til
að mynda stærsti hluthafinn í Glitni. „Það
má segja það sama um FL eins og sagt var
um Straum að þar hefur verið unnið vel í
uppbyggingu á efnahagsreikningi félags-
ins og teknar hafa verið út rekstrartengd-
ar eignir. Efnahagur FL er því mjög góður
og eiginfjárstaðan sterk. Staðan er orðin
það sterk hjá félaginu að það getur ráðist í
stærri verkefni en við höfum séð hér áður
hjá sambærilegum fyrirtækjum,“ segir
Þórður og bendir þar á nýlega fjárfestingu
FL í AMR Corporation í Bandaríkjunum,
sem er markaður sem Íslendingar hafa
lítið kannað.
Þá er horft til fjárfestinga í skráðum og
óskráðum fyrirtækjum erlendis. Þar bein-
ast augu manna að fjármálageiranum og
fasteignatengdum verkefnum. „Varðandi
fjárfestingar okkar erlendis munum við
fyrst um sinn leitast eftir því að vera með-
fjárfestar í verkefnum erlendis og flest
þau tækifæri sem við höfum til skoðunar
þessa dagana liggja utan landsteinanna.“
Forsvarsmenn Gnúps sjá því ekki fyrir sér
auknar skammtímafjárfestingar á innlend-
um markaði að svo stöddu. Hár fjármagns-
kostnaður hefur þar sitt að segja og því
er áhugaverðara að fjárfesta erlendis við
eðlilegt vaxtaumhverfi. Þórður Már telur
það engum vafa undirorpið að haldist vext-
ir þetta háir áfram muni það á endanum
hafa áhrif á hlutabréfamarkaðinn. „Það er
þó ótrúlegt að sjá hve lítil áhrif þetta háir
stýrivextir hafa haft á hlutabréfamarkað-
inn. Kannski segir það til um að markaður-
inn hér eigi eftir að taka út frekari þroska
og dýpt en einnig hvað sum skráð fyrirtæki
eru með alþjóðlega starfsemi þannig að
hækkun vaxta hér hefur lítil eða minni
áhrif á þau.“
UPPSTOKKUN FJÁRMÁLAKERFISINS
Þórður kemur aftur inn á fjármálageir-
ann, sem hann segir að sé orðinn leiðandi
atvinnugrein í landinu. „Þetta er þekking-
ariðnaður þar sem samspil þekkingar og
fjármagns ræður ferðinni. Samspil þetta
býr til og framkallar verðmæti. Við sjáum
þess mörg dæmi hérlendis og má nefna
fyrirtæki eins og Kaupþing, sem hefur
verið mjög framsækið og kraftmikið og
aukið verðmæti hluthafa og starfsmanna,
sem síðan hefur skilað ríkulegum arði til
samfélagsins.“
Enn eru óunnin mið að mati Þórðar, sem
er þess fullviss að árið 2007 verði tíðinda-
mikið á innlendum fjármálamarkaði. „Ég
hef áður lýst þeirri skoðun minni að það
séu enn tækifæri til hagræðingar og það
muni eiga sér stað enn frekari uppstokkun
í fjármálakerfinu á Íslandi. Við munum
sjá sum fyrirtæki fara í kaup erlendis og
einhver fyrirtæki renna saman, við munum
klárlega sjá hagræðingu og samþjöppun
í umhverfi sparisjóðanna og jafnvel sjá
aukna þátttöku erlendra fjárfesta í innlend-
um fjármálafyrirtækjum. Hugsanlegt er að
í náinni framtíð verði fjármálastofnun hér-
lendis sameinuð eða yfirtekin af erlendum
samkeppnisaðila. Það er nauðsynlegt að
ráðandi hluthafar fjármálafyrirtækja finni
leiðir til þess að auka breidd í hluthafahópi
með því að laða til sín erlenda fjárfesta en
nýlegt útboð Kaupþings til erlendra fag-
fjárfesta er gott dæmi um þetta. Mikilvægt
er að íslensk fyrirtæki og ráðandi hluthafar
þeirra njóti sjánlegs trausts erlendra fjár-
festa og að trúverðugleiki þeirra sé ótví-
ræður. Aukin þátttaka erlendra fjárfesta
sem hluthafa í íslenskum fyrirtækjum mun
auka trú á íslensku viðskipta- og athafnalífi
og meðal annars geta aukið aðgengi að
erlendu lánsfé.“
STJÓRNMÁLAMENNIRNIR EIGA ORÐIÐ
Þórður leggur á það áherslu að umhverfi
fjármálafyrirtækja þurfi að vera áhuga-
vert og starfsskilyrði með þeim hætti
að þau hafi áhuga að starfa hér á landi
til frambúðar. Annars sé sú hætta fyrir
hendi að þau skrái sig erlendis eða búi til
erlend eignarhaldsfélög til þess að leita í
hagstæðari skattaskjól, eins og þróunin er
að verða með skráningu félaga í Hollandi.
„Við ættum að skoða hvað ríkið er að
fá í skatt af þessum fyrirtækjum, fyrir
utan óbein áhrif, svo sem skattgreiðslur
starfsfólks. Ríkið er margfalt búið að fá
söluverð bankanna til baka í formi skatt-
lagningar. Það gleymist oft í umræðunni.“
Stjórnvöld verða að huga að samkeppn-
isstöðu íslenskra fyrirtækja og huga að
því hvaða leiðir eru færir til að laða
erlend fyrirtæki og fjárfesta til lands-
ins, til dæmis fjármálafyrirtæki, í skjóli
skatta eða ívilnana. „Þá verða menn aug-
ljóslega að huga að gjaldmiðlinum, sem
verður einhver fjötur um fót.“
Þórði finnst að sú umræða sem hafi
átt sér stað um evruna hafi verið í
upphrópunarstíl og ekki einkennst af yfir-
vegun. „Umræða um upptöku evru verður
að eiga sér fyrst stað á hinum pólitíska
vettvangi. Síðan mun hún eiga sér stað
á vettvangi viðskiptalífisins. Ég er ekki
viss um að viðskiptalífið sé búið að hafna
krónunni.“ Að mörgu þurfi að huga við
breytingu á reikningsskilum. „Ætla menn
að greiða laun og kostnað í evrum hérlend-
is?“ spyr Þórður og segir að þetta krefjist
skýringa af fyrirtækjunum þegar þau séu
að taka upp þessar breytingar.
Vöxtur Gnúps liggur í fjármálageiranum
Þórður Már Jóhannesson telur að fjármálageirinn sé að verða leiðandi atvinnugrein í landinu, þar sem saman spili þekking og
fjármagn. Hann fer fyrir Gnúpi, sem er með tugmilljarða fjárfestingagetu og ætlar meðal annars að láta til sína taka í fjárfest-
ingum í fjármálageiranum. Í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson segir hann sæg af tækifærum liggja þar ónýttan en huga verði
líka að samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja.
Heimild: Kauphöll Íslands
M A R K A Ð S V I R Ð I S T R A U M S Í Á R S L O K
U N D I R S T J Ó R N Þ Ó R Ð A R M Á S J Ó H A N N E S S O N A R
180.000
160.000
140.000
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
2002 2003 2004 2005
8.752 20.410
51.570
164.700
Milljónir króna