Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 46
6 „Það er hægt að skipta Einka- bankanotendum í þrjá hópa eftir því hversu virkir þeir eru,“ segir María Dungal, forstöðumaður þjónustudeildar Landsbankans. „Í fyrsta lagi er notendahópur sem er mjög duglegur við að nýta sér Einkabankann sem nánast sína einu samskiptaleið við bankann,“ bendir hún á. „Hann afgreiðir flest sín mál í gegnum Einkabankann og hefur aðeins samband við bankann þegar hann þarf á faglegri ráðgjöf að halda. Í öðru lagi er notenda- hópur sem nýtir Einkabankann á mun takmarkaðri hátt, notar hann ef til vill aðeins til að skoða stöð- una og millifæra. Loks er þriðji notendahópurinn, sem hefur með aðgang að Einka- bankanum en nýtir sér hann líltið sem ekkert, varla til að skoða stöðu eða millifæra.“ María segir að seinni tveir hóp- arnir séu nokkuð algeng sjón í úti- búum bankans um mánaðamót en þeir gætu klárlega sparað sér spor- in með því að nota Einkabankann mun betur en þeir gera í dag. „Til að byrja með er gott að benda á að fólk getur stillt for- síðu Einkabankans að eigin þörf- um,“ segir María. „Hægt er að setja ákveðna liði í flýtileiðir og þannig getur notandinn stytt sér leið að sínum algengustu aðgerðum. Þú getur einnig ákveðið hvaða reikn- inga þú vilt sýna á forsíðu, sem eru þá væntanlega þeir reikningar sem þú notar mest. Þetta má gera með því að fara í „stillingar“ og haka við viðkomandi liði.“ María hvetur fólk líka til að kynna sér betur liðinn „þekktir við- takendur“, sem er að finna undir liðnum „millifæra“. „Hann kemur sér vel ef oft er verið að millifæra greiðslur inn á sama viðtakanda. Hægt er að vista allar upplýsingar um viðtakandann á lista og ein- faldlega haka við hann næst þegar til stendur að greiða honum. Upp- lýsingar um viðkomandi fyllast þá sjálkrafa inn að upphæðinni undanskildri, sem kemur sér vel þegar oft er verið að leggja inn á sama aðilann, eins og á milli hjóna sem dæmi.” Þá eru „rafræn skjöl“ vannýttur liður að sögn Maríu, en með því að smella á hann má skoða launaseðla, fasteignagjöld, reiknigsyfirlit, reikn- inga frá Orkuveitunni, Símanum eða Visa og þar fram eftir götum. Með því að kalla viðkomandi reikn- ing upp, birtist eftirmynd seðilsins á skjánum. „Varðandi reikningsyfirlit yfir reikninga sem viðkomandi á í bankanum þá er hægt að afpanta sendingu þeirra undir liðnum „still- ingar, með því að smella á „afpanta pappír“,“ heldur María áfram. „Kjör- ið fyrir þá sem vilja losna undan því að fá reikninga senda heim, auk þess sem þetta er umhverfisvænn möguleiki.“ Þá segir María að notendur heimabanka geti fengið sms-skeyti send í símann sinn við viss skil- yrði. „Þeir geta fengið skeyti send þegar ráðstöfun er komin niður fyrir ákveðna upphæð, þegar inn- eða útborgun fer yfir ákveðna upphæð eða vilji þeir fá stöðuna senda reglulega á ákveðnum tíma. Notendur fylla bara sjálfir inn tíma- setningar og fjárupphæðir.“ Í tengslum við síma má jafnframt geta þess að notendur geta sett inn- eign á fyrirframgreidd farsímakort með því að smella á „hlaða GSM“ undir „greiðslur“. „Undir liðnum „yfirlit“ er síðan undirflokkurinn „ógreiddir reikn- ingar“, sem sýnir allar kröfur, sem hafa verið stofnaðar á notandann,“ útskýrir María. „Oft gleymist að greiða einstaka greiðsluseðla svo sem áskriftir og þess háttar og þarna er því gott yfirlit yfir þá reikninga sem stofnaðir hafa verið á kenni- tölu viðkomandi. Valkröfur – kröfur sem hann hefur ekki samþykkt sjálfur, svo sem happadrættismiðar sem sendir eru heim eru aðskildar frá kröfum sem viðkomandi hefur vitandi stofn- að til. Þetta er þægileg leið til að tryggja að ekki gleymist að greiða ákveðinn reikning og þú getur að sjálfsögðu gengið frá greiðslunni á mjög einfaldan hátt í Einkabankan- um.“ Einkabankinn nýtist ekki aðeins til þess að sjá um greiðslur á auð- veldan hátt; fólk getur einnig fengið gott yfirlit yfir sín fjármál að sögn Maríu. Einkabankanotendur geta t.d með einföldum og skýrum hætti fengið uppfært yfirlit yfir verð- bréfaeign sína og lífeyrissparnað hjá bankanum á hverjum tíma, sem og kaup og sölu verðbréfa og inn- greidd iðgjöld vegna lífeyrissparn- aðar. Í upphafi hvers árs er einnig birt sérstakt yfirlit vegna skattskila undir flipanum „yfirlit“ sem má prenta út með einföldum hætti og kemur sér vel fyrir skattframtalið. María segir að notendur mættu ennfremur vera duglegri að skoða yfirlit yfir greiðsludreifingu, hafi þeir á annað borð kosið slíkan val- möguleika. „Þrátt fyrir að margir séu með greiðsludreifingu, mættu fleiri átta sig á því að þeir geta fengið heildstætt yfirlit yfir greiðslubyrði heimilisins í Einkabankanum með því að skoða greiðsluáætlun sína í Einkabankanum. Þar má skoða nákvæmlega hver útgjöld heimilis- ins eru, bæði á mánaðarlegum og ársgrundvelli,“ útskýrir hún. „Hvað verið er að greiða í tryggingar, lán og fleira í þeim dúr. Þá geta náms- menn sem eru með lán hjá LÍN, fengið aðgang að einkavefsvæði hjá lánastofnunni í gegnum Einka- bankann. Markmiðið með allri þróun á Einkabankanum er að búa til vöru sem getur auðveldað viðskipta- vinum lífið og stytt boðleiðir milli þeirra og bankans. Allt er þetta gert til að spara mönnum sporin og auð- velda þeim lífið.“ Einkabankinn auðveldar lífið María Dungal, starfsmaður Landsbankans, segir að fólk mætti kynna sér betur og nýta notkunarmöguleika einkabankans. Peningar gegna mikilvægu hlut- verki í nútímahagkerfum og varla hægt að ímynda sér tilveru án þeirra. Peningar hafa þó ekki alltaf verið til því fyrr á tímum tíðkuðust vöruskipti frekar þar sem skipt var á einni vöru fyrir aðra. Kannski er einnig hægt að segja að peningar séu að verða úreldir í dag enda er fólk í fæstum tilvikum með seðla eða mynt á sér heldur verslar með plastkortum. Með bættri verktækni jókst verkaskipting sem kallar á viðskipti enda getur klæðskeri ekki lifað á fötunum sínum. Hann gæti vissu- lega skipt þeim út fyrir brauð og mjólk en vöruskiptum fylgir tals- vert umstang. Með því að koma sér saman um ákveðna staðla var hægt að liðka fyrir viðskiptum. Á tíma voru til dæmis til ærgildi og alin vaðmáls þar sem kindur og vaðmál voru notuð sem mælieining á verð- mæti. Erlendis tóku menn eftir því að viðskipti með sumar vörur höfðu í för með sér minna umstang en við- skipti með aðrar vörur. Þannig er mun einfaldara að flytja, geyma og meta gull en til dæmis kvikfé. Því þróuðust viðskipti smám saman þannig að í stað einfaldra vöru- skipta var tekið að selja vörur fyrir gull eða aðra góðmálma, svo sem silfur, kopar eða brons, sem síðan var hægt að nota aftur í viðskipt- um. Talið er að þekkst hafi að nota málma sem gjaldmiðil síðan a.m.k. árið 2000 fyrir Krist. Enn eitt skref til framfara var tekið þegar yfirvöld tóku að gefa út mynt úr góðmálmi. Yfirvaldið ábyrgðist að í hverri mynt væri ákveðið magn af góðmálmum. Þá þurfti ekki lengur að vega málm- stykki og meta hreinleika þeirra í hvert sinn sem þau skiptu um eig- endur. Vitað er að slík myntslátta þekktist í Grikklandi snemma á sjöundu öld fyrir Krist og einstaka myntir eru jafnvel taldar enn eldri. Notkun seðla breiddist fyrst út á 17. og 18. öld í Evrópu. Er oft miðað við það sem upphaf notkun- ar seðla þótt Kínverjar virðist hafa verið nokkrum öldum á undan Evr- ópumönnum að gera tilraunir með þá. Frakkar voru fyrstir Evrópubúa til að prenta seðla í stórum stíl, snemma á átjándu öld. Skýringin á tilkomu seðla var að menn áttuðu sig á að óþarfi var að flytja góðmálmana fram og til baka við hver viðskipti, því fylgdi bæði umstang og hætta á þjófnaði (það vildi til dæmis kvarnast utan úr gullpeningunum í meðförunum). Næsta skref var því að aðilar sem áttu talsvert magn af góðmálmum, svo sem kaupmenn og gullsmiðir, létu ekki málmana sjálfa af hendi þegar þeir keyptu vörur. Í staðinn létu þeir seljandanum í té bréf upp á það að hann gæti hvenær sem er náð í svo og svo mikið af gulli eða silfri til sín. Handhafa bréfs- ins var svo í sjálfsvald sett hvort hann náði í málmana. Einnig gat handhafi bréfsins afhent það þriðja aðila sem greiðslu í stað gulls ef sá hafði trú á því að útgefandi bréfs- ins myndi standa við það sem í því stóð. Þetta fyrirkomulag gerði það kleift að stunda umfangsmikil við- skipti án þess að þurfa að standa í sífelldum flutningum á dýrmæt- um málmum. Útgáfa á bréfum sem þessum varð upphafið að skipu- lagðri útgáfu á peningaseðlum eins og þeim sem við þekkjum í dag. Jafnframt fór starfsemi sumra þessara kaupmanna og gullsmiða að líkjast æ meir starfsemi banka og lagði grunninn að nútíma bankakerfi. Heimild: www.visindavefur.hi.is Frá vöruskiptum til krítarkorta Viðskipti hafa ekki alltaf farið fram með peningum. Þeir sem borga vaxtagjöld af lánum sem notuð eru til íbúðarkaupa eiga rétt á vaxtabótum. Vaxtabætur eru eins konar „neikvæður skatt- ur“ eða ívilnun/lækkun sem þeir eiga rétt á sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið. Ekki þarf að sækja um vaxtabætur, heldur eru upplýsingar um það sem máli skiptir settar á framtalið og vaxtabætur reiknaðar samkvæmt því. Fimm þættir sem stýra því hvort framteljandi fær vaxtabætur og þá hversu mikið. Þeir eru: Hversu miklar eru íbúðarskuldir hans, hvað greiddi hann mikið í vaxtagjöld, hverjar eru tekjurnar, hversu miklar eignir á hann og svo fjölskyldustaða. Auk þess þarf framteljandinn að búa í íbúðinni til að eiga rétt á vaxtabótum! heimild: www.rsk.is Vaxtabætur { fjármál heimilanna }
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.