Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 17.01.2007, Qupperneq 49
H A U S MARKAÐURINN manna og fimm prósent stjórnarformanna. Þá virðist launamunur kynjanna orðinn lögmál. Nýleg könnun Capacent sýndi að óútskýrður launamunur kynjanna, eftir að tekið hefur verið tillit til starfsstéttar, ald- urs, starfsaldurs og vinnutíma, er nú 15,7 prósent. Munurinn var sextán prósent árið 1994. Íslenskar konur sem fæðast um miðbik þessa árþúsunds geta glaðst yfir því að með sama hraða myndi fullt launajafnrétti nást árið 2588. JAFNRÉTTISLÖGIN MARGBROTIN Elín Blöndal, forstöðumaður rannsóknar- setursins, segir fáar vísbendingar um að mikl- ar breytingar muni hafa orðið þegar jafnréttis- kennitalan verður birt aftur næsta vor. „Engin stór stökk virðast hafa verið tekin á árinu, það yrðu í það minnsta mjög gleðileg og óvænt tíðindi,“ segir hún. Öllum fyrirtækjum með fleiri en 25 starfs- menn ber, samkvæmt lögum, að hafa skriflega jafnréttisáætlun. Brot á þessum lögum getur varðað sektum en til þess hefur ekki komið hingað til. Það kom því Elínu á óvart við vinnslu jafnréttiskennitölunnar að rétt um fjörutíu af fyrirtækjunum hundrað höfðu slíka áætlun. „Það sem kom mér þó allra mest á óvart var að fæst þessara fyrirtækja virðast leggja upp úr ímynd varðandi jafnréttisstefnu.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þokist málin nú í rétta átt, þótt það virðist stundum vera á hraða snigils- ins. „Það þarf samstillt átak til þess að fyrir- tæki fari fyrir alvöru að gera þetta málefni að sínu og það hætti að vera dægurmál. Sú mikla umræða sem er í þjóðfélaginu og verkefni á borð við jafnréttiskennitöluna ættu að stuðla að því.“ AÐ MARKAÐSSETJA SJÁLFA SIG Þeir sem veljast til forystu eiga það iðulega sameiginlegt að eiga ekki nema að einum þriðja hluta til sínum eigin eiginleikum að þakka velgengni sína. „Allur árangur í lífinu er afleiðing þriggja þátta. Í fyrsta lagi per- sónulegra eiginleika, í öðru lagi fólksins í kringum okkur og í þriðja lagi umhverfisins,“ sagði Svafa Grönfeldt, nýr rektor Háskólans í Reykjavík, þegar hún tók gesti námsstefnunn- ar á Nordica í stutta kennslustund í forystu- fræðum. Hún benti á að konur hefðu iðulega nóg af því fyrstnefnda en skorti hina þættina tvo. Karlar hefðu þá oftast alla þrjá. Svafa vísaði í markaðsfræðina og hvatti konur til þess að íhuga vel hvaða vöru þær væru að bjóða – hvaða eiginleikum þær byggju yfir sem aðrir hefðu ekki. „Fyrsta skrefið er að vita hvað er verðmætt í því sem maður hefur fram að færa. Ef maður getur það ekki er ekki smuga að neinn annar geti það. Konur eru snillingar í þessu. Við höfum margt fram að færa en við bíðum eftir því að þessir tuttugu karlar í herberginu uppgötvi hvað við erum æðislegar.“ Þess gæti líka verið langt að bíða að karlar kveiki fyrir alvöru á þessari peru. Það er varla of hart að fullyrða að mörgum körlum finnst þetta málefni ekki jafnmikið þjóðþrifamál og konum. Mætingin á námsstefnuna sýndi það svart á hvítu en þangað mættu um 380 konur en einungis tuttugu karlar. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík, var einn þeirra fjögurra karla sem tóku þátt í pallborðsumræðum á námsstefn- unni. Hann segir að hópurinn sem vilji breyta ástandinu fari ört stækkandi, þótt vissulega séu enn margir sem telji einfaldlega að störf af þessu tagi henti karlmönn- um betur. Þá segir hann málið tengjast kunningsskap og upp- eldi, menn treysti oft öðrum mönnum sem þeir þekki vel fyrir ábyrgðinni frekar en konum. Þorkell telur að karlar þurfi að taka á sig meiri ábyrgð inni á heimilum og skapa svigrúm fyrir konur að takast á hendur vinnu sem sé meira krefjandi utan hefðbundins vinnutíma. Þá þurfi þeir markvisst að leita út fyrir sitt hefðbundna tengsla- net og leggja meiri áherslu á það að finna hæfar konur til að koma í stjórnir fyrirtækja. KYNJAKVÓTINN VÆRI ÞRAUTA- LENDING Um áramótin tóku gildi lög í Noregi sem fela það í sér að fjörutíu prósent stjórnar- manna skráðra fyrirtækja skuli vera konur. Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu, segir að þar í landi séu þegar vísbend- ingar um að aðgerðirnar séu farnar að skila sér hjá einka- fyrirtækjum og það hafi þær þegar að öllu leyti gert hjá hinu opinbera. Hér á landi hefur það verið í umræðunni að taka upp kvóta af þessu tagi. Öll þau átta, karl- ar sem konur, sem sátu fyrir svörum í pallborði á ráðstefn- unni á Nordica voru sammála um að kynjakvóti væri ekki fýsilegur kostur. Leita þyrfti allra mögulegra leiða áður en sú leið yrði farin. Tvennt hefur öðru fremur verið nefnt kvót- anum í óhag. Annars vegar að hætta sé á að farið verði í kring- um reglurnar og stjórnarsætin verði áhrifalaus. Hins vegar að konur eigi ekki að hafa áhuga á að taka sæti í stjórn fyrir það eitt að vera konur. Þátttakandi á ráðstefnunni, sem ávarpaði þá er sátu í pallborði, uppskar mikið lófaklapp fyrir þessi orð: „Hér hefur komið fram að konur vilji ekki láta velja sig „bara“ af því þær eru konur. Ég hef hins vegar tekið eftir því að karlar hika oft ekki við að láta velja sig „bara“ af því þeir eru karlar, jafnvel þótt þeir hafi minni menntun og minni reynslu en konur sem koma til greina.“ 13MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 Ú T T E K T ða snigilsins lmfríður Helga Sigurðardóttir ára. Sammála um að kynjakvóti væri neyðarúrræði Á fjölsóttri námsstefnu Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnu- rekstri og iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins í síðustu viku spunnust kröft- ugar umræður um konur sem stjórnend- ur og í stjórnarsetu. Annars vegar tók þátt í pallborðsumræðum hópur kvenna og hins vegar hópur karla. Í kvenna- hópnum voru þær Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands, Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Spa, Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri Radisson SAS Hótel Sögu, og Steinunn Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Glitnis í London. Í umræðum um val í stjórnir tóku þátt Benedikt Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Heims, Jafet S. Ólafsson, stjórn- armaður VBS fjárfestingarbanka, og Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs HR. Hér á eftir eru dæmi um skoðanir sem komu fram í pallborði. Það skal þó tekið fram að ekki var í öllum tilfellum samstaða meðal þátttakenda. Karlar fæðast með sjálfstraust en konur virð- ast þurfa að byggja það upp alla ævi. Konur eru gagnrýnni á sjálfa sig en karlar. Konur skortir fyrirmyndir og því virðast þær oft ekki sjá sig í forystustörfum. Kannanir sýna að konur hafa lægri launa- væntingar en karlar. Konur í stjórnunarstöðum ganga í jakkafötum af því þau eru klassísk og klæðileg. Konur þurfa að virkja og efla tengslanet sitt. Konur eru oft ragari en karlar við að fara út fyrir sitt „öryggissvæði”. Ábyrgð vegna fjölskyldu þarf að dreifast jafnt á foreldra. Kynjakvóti væri ekki góð leið til að ná fram jafnrétti. Með aukinni fjölbreytni myndast sköpunar- kraftur og fleiri lausnir verða til. Konur í stjórnum eru nákvæmari og óhrædd- ari við að tjá sig á stjórnarfundum. Það er erfitt að fá konur í stjórnunarstöður, þeim þykir óþægilegt að taka ábyrgð. Konur sjá hlutina í öðru ljósi en karlar. Karlarnir vilja kýla á hlutina en konur vilja fara dýpra í málin. Karlar stýra fjármagninu og þar af leiðandi sitja þeir í stjórnum fyrirtækja. Karlmenn treysta oft karlmönnum betur en konum og reiða sig á tengslanetið. Konur hafa getuna en stundum ekki þor til að berjast fyrir sæti í stjórn. Konur þurfa að vera ákveðnari við að koma sér á framfæri. Kynjakvóti væri neyðarúrræði sem þó á ekki að útiloka. H L U T F A L L K Y N J A H J Á 1 0 0 S T Æ R S T U F Y R I R T Æ K J U M L A N D S I N S Hlutfall kynja í stjórnum Æðstu stjórnendur Stjórnarformenn Konur Karlar 88% 12% 89,5% 10,5% 95% 5% Heimild: Rannsóknarsetur vinnuréttar og jafnréttismála Allur árangur í lífinu er afleiðing þriggja þátta. Í fyrsta lagi persónulegra eiginleika, í öðru lagi fólksins í kringum okkur og í þriðja lagi umhverfisins, sagði Svafa Grönfeldt, nýr rektor Háskólans í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.