Fréttablaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 2007næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 17.01.2007, Síða 54
MARKAÐURINN 17. JANÚAR 2007 MIÐVIKUDAGUR18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Á þessum degi árið 1949 var sápuóperan The Goldbergs send út á bandarísku sjónvarpsstöð- inni CBS í fyrsta sinn. Þáttaröðin fjallaði um líf gyðingafjölskyldu í New York í Bandaríkjunum og var sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnd var í sjónvarpi. Það er hins vegar fjarri að sápuóperan hafi verið ný af nál- inni því útsendingar á henni hóf- ust á bandarísku útvarpsstöðinni NBC árið 1929 undir heitinu The Rise of the Goldbergs. Um var að ræða fimmtán mínútna langa leikþætti sem útvarpað var á hverjum degi næstu þrjú árin eða fram til ársins 1931 þegar stjórn- endur tóku sér fimm ára hlé. Rykið var svo dustað af daglegu amstri Goldberg-fjölskyldunn- ar árið 1936 á nýrri útvarpsstöð CBS. Heiti sápuóperunnar var jafnframt stytt í The Goldbergs. Sápuópera þessi var sögu- leg fyrir mun fleiri sakir en að vera fyrsta sápuóperan sem sýnd var í sjónvarpi. Höfundur hennar, leikkonan Gertrude Berg, sem fædd var í borginni og lék jafnframt aðalhlutverk- ið allt frá fyrstu dögum, var fyrsta konan til að skrifa leik- þætti sem þessa. Hún byggði sápuóperuna að hluta á eigin lífi og tengdu margir af þeim sökum örlög fjölskyldunnar við höf- undinn. Þættirnir snertu streng í hjörtum margra útvarpshlust- enda og síðar sjónvarpsáhorf- enda því margir af þeim fjór- um milljónum Bandaríkjamanna sem fylgdust með þáttunum á hverjum degi fundu tengingu við raunir fjölskyldunnar og hið daglega amstur, ekki síst þeir sem voru af gyðingaættum og stóðu oftar en ekki frammi fyrir svipuðum þröskuldum í lífsbar- áttunni og persónur þáttanna. Þá jókst tengingin ekki síður eftir að fjölskyldan fluttist búferlum frá stórborginni til Connecticut í Bandaríkjunum líkt og marg- ir gyðingar vestra, sem komið höfðu undir sig fótunum á lífs- leiðinni. Aðdáendabréfum rigndi inn til stjórnenda og leikenda þátt- araðarinnar, ekki síst þegar Berg þurfti að taka sér hlé frá leik í þáttunum vegna veikinda. Gertrude, sem skrifaði alla þættina sjálf – rúma fimm þús- und talsins – átti stærstan þátt í því að Goldberg-fjölskyldan komst á sjónvarpsskjáinn hjá CBS árið 1949. Þar voru þætt- irnir sýndir við góðan orðstír og hlaut Gertrude Berg Emmy- verðlaunin fyrir leik sinn í þátt- unum. Tveimur árum síðar steyttu þeir hins vegar á steini þegar aðalkarlleikarinn, Philip Loeb, sem lék höfuð fjölskyldunnar á móti Gertrude, var sakaður um andbandarísk viðhorf og tengsl við kommúnista. Berg neitaði að segja Loeb upp störfum líkt og oft gerðist í Bandaríkjunum og ákvað CBS því að taka þættina af dagskrá. Bandaríska sjónvarpsstöðin tók Goldberg-fjölskylduna upp á sína arma tæpu hálfu ári síðar og sýndi þættina milli áranna 1952 og 1953. Þeir breyttust nokkuð í kjölfarið og runnu á enda á lítilli sjónvarpsstöð í talsvert breyttri mynd. Sýningum var endan- lega hætt árið 1955. Sama ár féll Philip Loeb, sem leikið hafði heimilisföðurinn í áraraðir, fyrir eigin hendi eftir þunglyndi. Gertrude Berg, sem hlaut fjöl- mörg verðlaun fyrir verk sín, lést sjálf á sjúkrahúsi í heima- borg sinni New York árið 1966, 67 ára að aldri. Fyrsta sápuóperan fer í loftið S Ö G U H O R N I Ð Listasafn Reykjavíkur og Straumur–Burðarás fjár- festingarbanki boðuðu til blaðamannafundar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi á föstudag í síðustu viku í tilefni af undirskrift samnings sem Listasafnið og Straumur- Burðarás hafa efnt til vegna hönnunarsýningar- innar Kviku, yfirgrips- mikillar sýningar á íslenskri samtímahönn- un, sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík 19. maí næstkomandi. Hönnunarsýningin Kvika mun vera ein viðamesta sýning sem sett hefur verið upp á íslenskri samtímahönnun en svið hennar spannar ótal víddir hönnunar, svo sem húsgögn, fatnað, ljós, skartgripi, byggingarlist, vefnað, tækninýjungar og matargerð. Sýningunni verður fylgt úr hlaði með vandaðri bók um íslenska sam- tímahönnun svo eitthvað sé nefnt. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafnsins, Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðarinnar í Reykjavík, og Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, héldu erindi á fundinum af þessu tilefni auk þess sem Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður, sem meðal annars vann til Sjónlistaverðlaunanna í flokki hönnunar í fyrra, er jafnframt sýningarstjóri Kviku. - jab Kvika kynnt í Listasafninu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 16. tölublað (17.01.2007)
https://timarit.is/issue/272821

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

16. tölublað (17.01.2007)

Gongd: