Fréttablaðið - 28.01.2007, Side 80

Fréttablaðið - 28.01.2007, Side 80
LÁTTU DRAUMINN RÆTAST 2007 Hin árlega stórsýning á fasteignum á Spáni: Í Perlunni 3–4. febrúar kl. 12–18 Síðumúla 13 – Simi 530-6500 www.heimili.is Síðumúla 13 – Sími 517-5280 www.gloriacasa.is 13 ÁFANG ASTAÐ IR www.icelandexpress.is/afangastadir SÍÐASTI DAGUR TILBOÐSDAGA Hvað sem mönnum finnst nú um stefnu Frjálslynda flokks- ins verður það ekki af honum tekið að það lýsir pólitískri kænsku að ala á andúð á útlendingum á meðan landsliðið í handbolta keppir við sveitta kalla frá Slóveníu, Póllandi og Túnis. Finni þjóðernisbelgingur nokkurn tímann hljómgrunn er það á augnablikum sem þessum. eru teljandi á fingrum ann- arrar handar skiptin sem ég hef handleikið handbolta. Ég hef enga ástríðu fyrir þessum leik. Mér finnst samt gaman að horfa á landsleiki, aðallega út af stemn- ingunni sem myndast. Í sjálfu sér er meira spennandi að fylgjast með fólki horfa á landsleik en leiknum sjálfum: uppnæmir þulir ljá flogakenndu sprikli mark- manna ljóðræna reisn í lýsingum sínum, mæður með börn á brjósti nota orðbragð sem fær verstu sjó- menn til að roðna og jafnvel jafn- lyndustu skattalögfræðingar missa stjórn á sér og misþyrma húsgögnum í tilfinningarúsinu. samgleðst vissulega þegar ég frétti að okkar mönnum gangi vel en það snertir mig hins vegar ekki á nokkurn hátt þegar þeir tapa. Forherðing mín gagnvart óvelengni landsliðins er þó ekki sprottinn af rætni. Hún helgast af því að árum saman var ég lélegasti leikmaður körfuknattleiksliðs Harðar á Patreksfirði. Á þeim árum var eins gott að byggja sjálfsmynd sína á öðru en árangri í kappleikjum. er alinn upp við að tapa frá blautu barnsbeini, mér er það svo gott sem eðlislægt. Ekki svo að skilja að mér þyki það slæmt, þvert á móti. Ég get varla ímyndað mér óöfundsverðara hlutskipti og vonlausara en að vera tapsár Íslendingur. Mig minnir meira að segja að ég hafi lesið einhvers staðar að í hindúasið trúi menn að verstu skúrkarnir endurholgist sem slíkir. mitt er engan veginn bundið við íþróttir, það nær til lífsskoðana heilt á litið, stjórn- málaþátttöku, seiglu í launakarpi og samningaumleitunum í bankan- um. Líf án athugasemda og gengur snurðulaust fyrir sig. Guð forði mér frá því að taka slaginn og halda að ég eigi eftir að standa með pálmann í höndunum, það væri til að æra óstöðugan að elta ólar við slíkt. er sagt að maður eigi að vona það besta en búast við því versta. Ég læt mér seinni hluta þessa spakmælis duga. Áfram Ísland

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.