Fréttablaðið - 17.02.2007, Side 2

Fréttablaðið - 17.02.2007, Side 2
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS OPEL ASTRA1.6 Nýskr. 01.06 - Beinskiptur - Ekinn 3 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.670 .000. - „Ef þeir gefa ekki út framkvæmdaleyfi eru þeir búnir að rifta samningnum sem þeir gerðu við okkur í haust,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi um fram- kvæmdaleyfi sem Reykjavíkur- borg hefur skuldbundið sig til að gefa út vegna vatnslagnar yfir Heiðmörk. Gunnar vísar í samkomulag sem hann undirritaði í haust ásamt Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borg- arstjóra í Reykjavík. Að sögn Gunnars felst samkomulagið í því að Kópavogsbær fær að leggja vatnslögnina yfir land Reykjavík- ur gegn því að borgin fá umráða- rétt yfir tilteknum borholum og landi. Jarðvegsvinna vegna vatns- lagnarinnar hófst í janúar en var stöðvuð þegar í ljós kom að fram- kvæmdaleyfið var óútgefið. Gunn- ar segir yfir- völd í Kópavogi hins vegar hafa verið í góðri trú. „Það fylgir í samkomulaginu að þeir eigi að gefa út fram- kvæmdaleyfi og við erum ekkert að spá í það – höldum bara að þetta sé fólk sem hægt er að treysta. Við töldum að þeir væru búnir að gefa þetta út og hefðu bara gleymt að senda okkur það því að Orkuveitan og allir starfs- menn borgarinnar voru alveg klárir á því hvað við ætluðum að gera og hvaða leið við ætluðum að fara,“ segir Gunnar. Bæjarstjór- inn er ósáttur við yfirlýsingar sem hafa komið frá yfirvöldum í Reykjavík vegna Heið- merkurmálsins. „Yfirlýsing- ar formanns skipulagsráðs Reykjavíkur, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, valda mér heilabrotum. Það er ljóst að hjá borginni veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera,“ segir bæjarstjórinn. Gunnar segist munu ræða betur við borgaryfirvöld. Verði fram- kvæmdaleyfið ekki gefið út falli samningurinn úr gildi. Reykjavík verði af umsömdum rétti til vatns- töku í landi Kópavogs og fái ekki landspilduna. „Við aftur á móti eigum holur Kópavogsmegin og munum nýta þær á meðan við þurfum að fara lagalegu leiðina til að fá að leggja vatn okkar yfir land Reykjavíkur,“ segir Gunnar og vitnar til vatnalaga frá 1925. „Þá þarf að fara í eignarnámsmál sem getur tekið einhverja mánuði og við munum bara fara í það.“ Orkuveita Reykjavíkur hefur gert athugasemdir við fram- kvæmdina í Heiðmörk. Gunnar segir þessar athugasemdir vera „furðulegar“ og að þeim verði svarað með bréfi. Boða eignarnám á grunni vatnalaga Bæjarstjóri Kópavogs segir borgaryfirvöld í Reykjavík brjóta samninga með því að gefa ekki út framkvæmdaleyfi fyrir vatnslögn yfir Heiðmörk. Fáist leyfið ekki verði farið í eignarnám á grundvelli ákvæða í vatnalögum frá árinu 1925. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráð- herra segir að vörugjöld séu úr sér gengin og næsta verkefni stjórnvalda sé að taka þau til algerrar endurskoðunnar. Hún vill einnig að stjórnvöld fari af kostgæfni yfir hvaða áhrif hvalveiðar geti haft á ímynd Íslands áður en ákvörðun verði tekin um frekari stórhvalaveiðar. Þetta var meðal þess sem kom fram í ávarpi Valgerðar við upphaf aðalfundar Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) í gær. Valgerður fjallaði ítarlega um tollamál í ræðu sinni; sagði tolla almennt lága en það ætti ekki við um önnur opinber gjöld. „Í því samhengi nefni ég sérstaklega vöru- gjöldin, sem ég tel reyndar úr sér gengin og hljóta að verða næsta verkefni stjórnvalda að taka til algerrar endurskoðunar.“ Hún lítur á afnám vörugjalda á matvörur um mánaðamótin sem upphaf gagngerrar endurskoðunar þessa gjaldaliðs. Valgerður lítur svo á að ímynd Íslands sé þjóðinni afar mikilvæg. „Við þurfum að sýna sérstaka aðgát þegar kemur að þeim málum sem geta haft áhrif á ímynd Íslands. Hvalveiðar eru gott dæmi um það,“ sagði Valgerður, sem er þó sannfærð um réttmæti málstaðar Íslendinga í hvalveiðimálum. Vörugjöldin eru úr sér gengin Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvort þátttakendur á væntanlegri ráðstefnu um klámefni kunni að vera framleiðendur barnakláms eða annars ólögmæts klámefnis. Honum þykir miður að Reykjavík skuli eiga að verða vettvangur slíkrar ráðstefnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjóra sem barst í gær. Yfirlýsingin var svar við áskorun Stígamóta þar sem ráðamenn þjóðarinnar eru hvattir til að koma í veg fyrir að ráðstefnan, sem kall- ast SnowGathering, verði haldin. Áætlað er að halda hana á Radis- son SAS hótelinu í Reykjavík 7. til 11. mars næstkomandi. „Við erum mjög sátt við þessi viðbrögð borgarstjóra,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta. „Það er ánægjulegt að hann skuli bregðast við af slíkri ábyrgð, og við vonum innilega að ráða- menn vinni vinnuna sína varðandi þetta mál,“ segir hún. „Þetta mál er í skoðun hjá okkur í samvinnu við embætti rík- islögreglustjóra,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu. „Við munum athuga hvað er þarna á ferðinni og hvort um ólögmæta háttsemi sé að ræða,“ segir hann. Ekki náðist í forsvarsmenn SnowGathering við vinnslu fréttarinnar. - Lögreglan í Stokk- hólmi hefur enn ekki komist að því hver voru upptök eldsvoðans í sorpgeymslu þar sem Hlynur Heiðberg Konráðsson fannst látinn í síðustu viku. „Við höfum enn ekki fengið niðurstöður tæknilegrar rannsóknar,“ segir Christer Collin, sem stjórnar lögreglurannsókn- inni. Dánarorsök Hlyns liggur ekki fyrir. Hlynur, sem var í Stokkhólmi í vinnuferð á vegum Iceland Express, læstist inni í sorpgeymslu veitingastaðarins Engelen. Collin telur Hlyn hugsanlega hafa talið sig vera að fara á salerni þegar hann gekk inn í geymsluna. Eldsupptökin enn ekki kunn Alls bárust ríflega 2.700 umsóknir til veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar um leyfi til hreindýraveiða í sumar áður en umsóknarfrestur rann út. Leyft verður að veiða 1.137 hreindýr í ár, þannig að ljóst er að draga verður um það hver fær veiði- leyfin, eins gert hefur verið undanfarin ár. Dregið verður úr gildum umsóknum á mánudaginn kemur og fer útdrátturinn fram í húsnæði Þekkingarnets Austur- lands. Unnt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsend- ingu víða um land. 2.700 vilja veiða 1.137 hreindýr Þúsund löggæslumenn munu vakta skemmtistaði í Bretlandi til að framfylgja reykingabanninu, sem sett verður í júlímánuði. Eftirlitsmennirnir verða klæddir sem almennir borgarar, vopnaðir myndavélum, og munu skrifa út sektarmiða á staðnum, fimmtíu pund fyrir hvert brot. Í júní verður svipað bann sett á Íslandi. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segist „draga það harkalega í pung efasemd- anna“ að viðlíka aðferðum verði beitt hér. Eðlilegra væri að setja fyrst aukinn kraft í refsingar fyrir alvarlegri brot. Reykingalöggur bíða á barnum Bubbi, er nauðsynlegt að veiða þá? Sveitarfélög landsins hafa engar tekjur af einkahlutafélögum og einstakl- ingum sem einungis gefa upp fjármagnstekjur. Fjármálaráðherra, félagsmála- ráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ætla því að kynna hugmyndir um tekjutil- færslu, frá ríki til sveitarfélaga, fyrir mánaðarlok. Þetta kom fram á samráðsfundi fyrrnefndra í gær. Á fundinum kom einnig fram að útgjöld sveitar- félaga hefðu vaxið meira en útgjöld ríkisins, því þau sinntu æ meira af þjónustu við borgarana. Sveitarfélögin fái meira til sín Sumarbústaður við Úlfarsfell brann til grunna í gær. Vegfarandi tilkynnti um mikinn reyk við bústaðinn um klukkan eitt og var hann alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Talsmaður slökkviliðsins segir ekki hafa verið hægt að bjarga bústaðnum og reyndu slökkviliðs- menn því að hindra að eldurinn breiddist út í nálægan gróður. Það tókst og lauk slökkvistarfi um fimmleytið í gær. Bústaðurinn var mannlaus og eru eldsupptök ókunn. Bústaður brann til kaldra kola
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.