Fréttablaðið - 17.02.2007, Page 4
Bolludagsbragðið
Fáðu þér rjóma inn á milli
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
8
3
0
5
Ker hf., áður Olíufélagið
hf., hefur verið dæmt til að greiða
Sigurði Hreinssyni, trésmiði frá
Húsavík, fimmtán þúsund króna
skaðabætur vegna tjóns sem hann
varð fyrir vegna þátttöku fyrir-
tækisins í ólögmætu verðsamráði
olíufélaganna þegar það seldi
honum bensín á árunum 1995 til
2001. Sigurði voru einnig dæmdar
fimmhundruðþúsund krónur í
málskostnað.
Fjölskipaður Héraðsdómur
Reykjavíkur kvað upp dóminn í
gær. Sigrún Guðmundsdóttir hér-
aðsdómari skilaði sératkvæði og
taldi að Ker ætti að greiða Sigurði
36 þúsund krónur.
Kristinn Hallgrímsson, lög-
maður Kers, segir að dómnum
verði áfýjað til Hæstaréttar.
Ker var sýknað af kröfum í Hér-
aðsdómi í desember en Sigurður
áfrýjaði. Í Hæstarétti í janúar var
einni kröfu Sig-
urðar vísað
aftur til efnis-
meðferðar í hér-
aðsdómi.
Fyrir dómi
setti Sigurður
fram gögn um
að hann hefði
keypt bensín af
Olíufélaginu
fyrir rúmlega
1,1 milljón króna á tímabilinu og
voru skaðabæturnar í héraðsdómi
dæmdar út frá því.
Steinar Guðgeirsson, lögmaður
Sigurðar, segir að dómurinn sé
tímamótadómur því hann hafi for-
dæmisgildi fyrir aðra einstaklinga
sem vilji sækja rétt sinn vegna
ólögmæts sam-
ráðs olíufélag-
anna. Hann
segir að þetta sé
í fyrsta skipti
sem einstakl-
ingi eru dæmd-
ar skaðabætur
vegna samráðs-
ins.
Steinar, sem
vinnur á Lög-
fræðistofu Reykjavíkur, segir að
hátt í 150 manns hafi leitað til
skrifstofunnar með það fyrir
augum að stefna olíufélögunum.
„Þetta mál var prófmál. Þessir
einstaklingar voru að bíða eftir
því að niðurstöða fengist í þessu
máli. Nú getum við gert ráð fyrir
því að fleiri þeirra stefni olíu-
félögunum,“ segir Steinar.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna sem staðið
hafa á bak við Sigurð í málaferlun-
um, segir að niðurstaða dómsins sé
mikið fagnaðarefni fyrir neytend-
ur. Hann segir að ef dómurinn verði
staðfestur í Hæstarétti sé ljóst að
margir einstaklingar muni höfða
mál gegn olíufélögunum.
Sigurður R. Arnalds, hæsta-
réttarlögmaður og kennari við
lagadeildina á Bifröst, segir að
einstaklingi hafi ekki áður verið
dæmdar skaðabætur vegna sam-
ráðs fyrirtækja á markaði og þess
vegna kunni dómurinn að skapa
fordæmi í sambærilegum málum.
Tímamótadómur
fyrir neytendur
Sigurði Hreinssyni voru dæmdar bætur vegna ólögmæts verðsamráðs olíufélag-
anna. Lögmaður segir dóminn hafa fordæmisgildi. Ker mun áfrýja dómnum. For-
maður Neytendasamtakanna segir marga munu höfða mál gegn olíufélögunum.
Ítalskur rannsóknardóm-
ari fyrirskipaði í gær réttarhöld
yfir 26 Bandaríkjamönnum og
fimm Ítölum vegna meints mann-
ráns á egypskum klerki sem var í
haldi í fjögur ár og segist hafa
sætt pyntingum. Er þetta í fyrsta
sinn sem óformleg framsalsáætl-
un bandarísku leyniþjónustunnar
CIA er tekin fyrir í sakadómi.
Saksóknarar telja að fimm
ítalskir leyniþjónustumenn hafi
starfað með Bandaríkjamönnun-
um við að nema á brott grunaðan
hryðjuverkamann, Osama
Moustafa Hassan Nasr, árið 2003.
Staðfest þykir að allir Bandaríkja-
mennirnir hafi verið útsendarar
CIA utan einn sem var yfirmaður í
bandaríska flughernum. Stjórn-
endur CIA neita að tjá sig um
málið.
Saksóknarar þrýsta á ítölsk
stjórnvöld að óska eftir framsali
Bandaríkjamannanna. En jafnvel
þó að ítölsk stjórnvöld verði við
þeirri kröfu, sem myndi koma
sambandi ríkjanna í uppnám, er
mjög ósennilegt að bandarísk
stjórnvöld myndu framselja
útsendarana til að réttað yrði yfir
þeim erlendri grundu. Hægt er að
rétta yfir sakborningum í fjarveru
þeirra samkvæmt ítölskum
lögum.
Réttarhöldin eiga að hefjast 8.
júní næstkomandi, en þeim kann
að verða frestað af ítalska stjórn-
lagadómstólnum sem stjórnvöld
hafa beðið um að úrskurða hvort
að saksóknarar hafi farið út fyrir
sitt valdsvið þegar þeir fyrirskip-
uðu hleranir á símtölum ítalskra
leyniþjónustumanna.
CIA fyrir rétti vegna mannráns
Hæstiréttur hefur
dæmt unga konu, sem hafði
milligöngu um stórfellt smygl á
kókaíni til landsins, til að sæta
áfram gæsluvarðhaldi meðan mál
hennar er til meðferðar þar.
Konan var dæmd í fjögurra
ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur 17. janúar fyrir
þátttöku í innflutningi á nærri
tveimur kílóum af kókaíni. Hún
áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar
og kærði jafnframt gæsluvarð-
haldsúrskurð Héraðsdóms.
Dómurinn telur að almannahags-
munir krefjist þess að hún verði í
gæslu til 26. apríl, verði dómur í
máli hennar ekki genginn fyrir
þann tíma.
Kókaínkona
áfram í gæslu
Hópur stjórn-
málamanna frá tuttugu löndum
skrifaði á fimmtudag undir
ályktun í Washington þar sem
kallað er eftir nýju samkomulagi
um að setja hömlur á útblástur
gróðurhúsalofttegunda fyrir árið
2009 til að taka við af Kyoto-
bókuninni sem rennur út árið
2012.
Stjórnmálamenn, sem sátu
fundinn, sögðust greina pólitískan
viðsnúning Bandaríkjamanna á
fundinum gagnvart auknu
samstarfi við önnur lönd við að
berjast gegn hlýnun jarðar.
Í ályktuninni er G8-hópurinn,
samtök átta mestu iðnvelda
heims, hvattur til að gangast
undir skuldbindingar gagnvart
árinu 2009 á næsta fundi sínum.
Viðsnúningur
Bandaríkjanna
Yfirmaður kjarnorku-
eftirlitsstofnunar Svíþjóðar sagði í
gær að hann hefði ákveðið að fara
þess á leit við Alþjóðakjarnorku-
málastofnunina að hún sendi
eftirlitsmenn til að gera úttekt á
öryggismálum sænskra kjarnorku-
vera, í því skyni að endurreisa
traust á þeim eftir röð truflana á
rekstri nokkurra kjarnorkuvera í
landinu.
Áður var tilkynnt að slökkt
hefði verið á einum af fjórum
kjarnaofnum Ringhals-kjarnorku-
versins eftir að smávægilegur
vatnsleki uppgötvaðist. Tæknileg-
ir örðugleikar hafa komið upp í
fleiri verum síðustu mánuði, ekki
síst í Forsmark-verinu.
Leitað eftir
aðstoð IAEA
Tveir strákar og
tvær stelpur, sem eru um og
innan við tvítugt, brutust inn í
söluskálann Landvegamót, við
gatnamót Suðurlandsvegar og
Landvegar, á milli klukkan tvö og
þrjú aðfaranótt föstudagsins.
Ungmennin brutu rúðu á
skálanum og fór þjófavarnarkerfi
hans af stað. Þau stálu ýmsum
varningi úr söluskálanum,
aðallega sígarettum. Einn
lögreglubíll frá Hvolsvelli og
tveir frá Selfossi fóru á vettvang.
Fólkið var handtekið á Selfossi
og gisti fangageymslur lögregl-
unnar. Þau voru yfirheyrð í gær.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi
hafa ungmennin, sem eru
fíkniefnaneytendur, komið við
sögu lögreglunnar áður.
Annars var rólegt hjá lögregl-
unn á Selfossi í gær.
Fernt braust
inn og stal